Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.03.2013, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 09.03.2013, Qupperneq 36
9. mars 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 36 á þríhjól vorum við mjög efins. En það tókst fyrir ári eftir þrotlausar æfingar í íþróttasal sem leik skólinn hefur aðgang að og hún var mjög stolt. Krakkarnir hlupu með, ýttu og hjálpuðu. Síðan hefur hún haldið þessari færni og hjólar alltaf einu sinni í viku.“ Einnig nefnir hún sundtíma sem Guðrúnu buðust í Sund- skóla Sóleyjar. „Það hafa orðið stórkost- legar framfarir hjá henni í sundinu. Hún er farin að nota bæði hendur og fætur í vatninu og nær betra jafnvægi.“ Þau hjónin segja margar sögur um gæði og greiðvikni samborgaranna og það er auðheyrt að þau eiga víða hauk í horni. „Við hefðum aldrei getað gert allt sjálf,“ segir Bryndís. „Því vil ég meina að fjölskyldan manns stækki við það að eiga fatlað barn, það koma svo margir til hjálpar. Fólkið sem Guðrún umgengst á leikskólanum er afar mikils virði. Krakkarnir eru yndislegir og for- eldrar þeirra heilsa henni með nafni. Það vita allir hver Guðrún er. Kerfið hér á landi er líka betra en margur heldur, þegar á reynir.“ Hún nefnir ráðgjöf í hinni nýju stuðningsmiðstöð fyrir lang- veik börn sem þjóðin safnaði fyrir á síð- asta ári með átakinu Á allra vörum. „Já, þó að þrengt hafi að í þjóðfélaginu eru allir tilbúnir að gera sitt besta, miðað við aðstæður. Það er alveg stórkostlegt,“ segir Friðrik. Tekist hefur að lækna mýs Spurð hvort áhyggjur hafi ekki sótt að þeim þegar Elísa var á leiðinni svarar Bryndís. „Jú, auðvitað höfðum við áhyggj- ur en það eru innan við 0,1% líkur á að eignast annað barn með þennan sjúkdóm og sem betur fer var allt í lagi.“ Þau hjón viðurkenna að oft sé þeim búið að líða illa síðustu árin vegna Guðrúnar litlu. „Auð vitað erum við alltaf með hryggð í hjarta,“ segir Friðrik. „Það líður ekki sá dagur að maður hugsi ekki: „Af hverju getur hún ekki fengið sömu tækifæri og aðrir? En við reynum að festast ekki í neikvæðum hugsunum. Maður getur orðið vitstola og grátið alla daga en það er brýnt að beina orkunni eitthvert annað.“ „Já, við höfum ákveðið að leggja okkar af mörkum til að það finnist lækning við sjúkdómnum,“ segir Bryndís ákveðin og telur horfurnar á því góðar þar sem Rett- heilkenni hafi ákveðna rannsóknarkosti umfram aðra sjaldgæfa sjúkdóma. „Það er vitað að hann orsakast af einu geni og tekist hefur að lækna mýs sem hafa verið sýktar af honum. Skipt var um beinmerg í músunum eins og þekkt er með sjúklinga sem hafa hvítblæði.“ Nýlega afhentu þau Friðrik og Bryn- dís Rett Syndrome Research Trust UK. 1.600 pund, til rannsókna á sjúkdómnum sem þau, ættingjar þeirra og vinir höfðu safnað. Áður höfðu þau látið 1.400 pund af hendi rakna. „Við stofnuðum Rett Syn- drome rannsóknarsjóð Guðrúnar í maí 2012 til fjáröflunar og fræðslu,“ segir Friðrik. „Það sem gefur okkur von um að Guðrún eigi möguleika á innihaldsríku lífi er að hægt er að lækna sjúkdóminn á rannsóknarstofum. Menn segja að þegar lækning fyrir stúlkurnar finnist verði það eins og þegar rósettusteinninn með rún- unum fannst á 19. öld og gerði mönnum kleift að ráða í letur Egypta í fornöld, það verði til nýtt stafróf sem opni heim gena- lækninga. Sá vísindamaður sem nær þeim árangri á Nóbelsverðlaunin vís.“ „Það hefur mikið gerst í rannsóknunum síðan 2007, á fæðingarárinu hennar Guð- rúnar. Mjög mikið,“ bætir Bryndís við. „En af því sjúkdómurinn ágerist í stigum finnst okkur við vera í kapphlaupi við tímann. Við höfum trú á að hægt verði að snúa ferlinu til baka og ég hef þá fögru framtíðarsýn að Guðrún standi í fermingar veislunni sinni og segi: „Verið þið velkomin og gjörið þið svo vel.““ MEÐ BÓK Guðrúnu finnst bækur og græjur bestar. FRIÐRIK OG ELÍSA Það reynir oft á systkini fatlaðs barns. Í baksýn eru nýjustu listaverk Guðrúnar af leikskólanum. TÆKNIMANNESKJA iPhone er mikið notaður. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KAFFITÍMINN Ekki er amalegt að fá heitt súkkulaði og pönnukökur þegar snjóbylur geisar úti. GOTT AÐ BORÐA Pönnsurnar runnu ljúflega niður en iPhone-inn var aldrei langt undan. Það sem gefur okkur von um að Guðrún eigi möguleika á innihaldsríku lífi er að hægt er að lækna sjúkdóminn á rann- sóknarstofum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.