Fréttablaðið - 09.03.2013, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 09.03.2013, Blaðsíða 67
| ATVINNA | Straumur – Leiga á húsnæði - rekstrar- hugmyndir. Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum, merkt “Straumur – Leiga á húsnæði - rekstrarhugmyndir”. Hafnarfjarðarbær óskar eftir hugmyndum frá áhugasömum aðilum um að taka á leigu Straum og reka þar starfsemi. Um er að ræða 133,2 fermetra hús og smiðjur alls 392,5 fermetrar að stærð. Við val á samningsaðilum verður sérstaklega horft til áætlana um að glæða þessi hús lífi og hvernig fyrirhuguð starfsemi fellur að umhverfi og aðstæðum á svæðinu. Mikilvægt er að hugmyndunum fylgi upplýsingar um aðila, reynslu þeirra af rekstri og annað sem skipt getur máli. Hafnarfjarðarbær áskilur sér á síðari stigum að kalla eftir ítarlegum upplýsingum um fjárhag, tæknilega getu og reynslu frá rekstraraðilum. Áhugasamir aðilar skulu leggja inn tilboð um leigu frá 15. apríl og til allt að fjögurra ára. Ef leigusali og leigutaki verða sammála um áframhaldandi leigu að leigutíma loknum er heimilt að framlengja leigutíma um eitt ár í senn allt að þrisvar sinnum. Leiguverð mun fylgja vísitölu neysluverðs frá 1. apríl 2013. Aðilum verður boðið til viðræðna hjá Hafnarfjarðarbæ um það hvernig leigutaki ætlar að útfæra hugmyndir sínar um rekstur eignanna. Leigusali áskilur sér rétt til að hafna tilboðum sem ekki þykja ásættanleg. Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. Húsnæðið er til sýnis í samráði við Sigurð Haraldsson í síma 5855631 og Bergmund Ella Sigurðsson í síma 6645633. Áhugasamir aðilar skulu skila inn tilboðum sínum í tveimur umslögum, annars vegar með hugmyndum sínum að útfærslu og upplýsingum um tilboðsgjafa og hins vegar með leiguverði í afgreiðslu Umhverfi og framkvæmda að Norðurhellu 2 fyrir klukkan 14:00 þriðjudaginn 26. mars 2013, merkt “Straumur – Leiga á húsnæði - rekstrarhugmyndir”. ÚTBOÐ UPPSETNING STOÐVIRKJA Í HAFNAR- HYRNU V/SNJÓFLÓÐAVARNA SIGLUFIRÐI ÚTBOÐ NR. 15418 Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. Fjallabyggðar, óskar eftir tilboðum í framkvæmdir við uppsetningu stoðvirkja í Hafnarhyrnu á Siglufirði. Verkið felur í sér að setja upp stoðvirki úr stáli, (snow bridges), einnig kallaðar stálgrindur eða grindur, á upptakasvæðum snjóflóða til snjóflóðavarna í N - Fífladölum og Hafnarhyrnu/Gimbraklettum ofan byggðar á Siglufirði. Alls um 1585 m. Uppsetning stoðvirkjanna skal vera í samræmi við reglur svissnesku snjóflóðarannsókna- stofnunarinnar (WSL) ásamt séríslenskum viðbótarreglum við þær. Verkið verður unnið á þremur sumrum þ.e. 2013-2015. Helstu magntölur eru: Stoðvirki (Dk 3,5 m) 345 m Stoðvirki (DK 4,0 m) 441 m Stoðvirki (Dk 4,5 m) 624 m Stoðvirki (Dk 5,0 m) 175 m Fótplötur (300x300 mm) 138 stk Fótplötur (635x630 mm) 388 stk Fórplötur (800x800 mm) 38 stk Vettvangsskoðun verður haldin 2. apríl kl. 13:00 að viðstöddum fulltrúa verkkaupa. Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en september 2015. Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 3.500.-hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík frá og með miðvikudeginum 13. mars. Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum 16.04.2013 kl. 11:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. ÚTBOÐ Hús íslenskra fræða, Arngrímsgötu 5, Reykjavík Húsbygging ÚTBOÐ NR. 15401 Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytis óskar eftir tilboðum í verkið „Hús íslenskra fræða – Húsbygging“, Arngrímsgötu 5, Reykjavík. Fyrirhugað Hús íslenskra fræða verður á þremur hæðum auk kjallara undir hluta hússins. Opinn bíla- kjallari verður sunnan- og vestanmegin við húsið. Byggingin er sporöskjulaga og er formið brotið upp með útskotum og inngörðum. Að utan er byggingin klædd opnum málmhjúp. Helstu stærðir eru: Lóð: 6.500m² Brúttó flötur byggingar án bílakjallara: 6.490 m² Stærð bílakjallara: 2.250 m² Brúttó rúmmál: 28.065 m³ Byggingarmagn ofanjarðar: 5.165 m² Verkefnið er leiðsöguverkefni þar sem unnið hefur veriðmeð nýjungar á sviðum hugmyndafræði upplýsingalíkana mannvirkja (Building Information Modeling - BIM) og aðferðafræði vistvænnar hönnunar. Stefnt er að því að byggingin verði vottuð sem vistvænt mannvirki samkvæmt alþjóðlega vottunarkerfinu BREEAM. Verkinu skal vera að fullu lokið í 30. mars 2016. Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 3.500 hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík frá og með miðvikudeginum 13.mars 2013. Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum, þriðjudaginn 30. apríl 2013 kl.14:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Námskeið í skoðun rafrænna upplýsingateikninga í útboðum hjá FSR Eins og fram kemur í annarri auglýsingu auglýsir Framkvæmdasýsla ríkisins eftir tilboðum í verkefnið „Hús íslenskra fræða – Húsbygging“ (HÍF). Bygging þessi er hönnuð með aðferðafræði sem nefnist „Upplýsingalíkön mannvirkja“ sem í daglegu tali er nefnd BIM (Building Information Modeling). Þetta felur í sér að til verða þrívíddar líkön hjá hönnuðum hvers sviðs (arkitekt, burðarþol, lagnir og raflagnir) sem hafa að geyma mun meiri upplýsingar um mannvirkið en almennt má finna á hefðbundnum teikningum á pappír. Fram til þessa hafa teikningar í útboðsgögnum hjá FSR verið á pdf formi, en nú hefur orðið breyting á þessu og í útboðsgögnum vegna HÍF verða afhentar rafrænar upplýsingateikningar á útboðsdiskum. Bjóðendur geta því ekki lengur notað hefðbundna pdf skoðara til að skoða viðkomandi teikningar, heldur þurfa þeir að hlaða niður sérhæfðum skoðara af netinu (gjaldfrjáls). Þar sem um er að ræða nýja tækni við skoðun upplýsingateikninga býður Framkvæmdasýslan væntanlegum bjóðendum á eins dags námskeið í þessari nýju tækni. Námskeiðsdagarnir eru 20. og 21. mars og geta bjóðendur valið hvorn daginn þeir sitja námskeiðið. Kennslustaður er Iðan fræðslusetur, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík. Ekki eru sett nein takmörk á fjölda fulltrúa frá hverjum bjóðanda og undirverktökum hans, en allir þurfa að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið utbod@fsr.is Námskeiðin eru gjaldfrjáls. LAUGARDAGUR 9. mars 2013 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.