Fréttablaðið - 09.03.2013, Page 78
9. mars 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 50
Hvergi nærri hættur
Hann byrjaði að æfa borðtennis um leið og hann gat staðið í lappirnar og hefur unnið fleiri keppnir en tölu verður á komið.
Guðmundur Eggert Stephensen náði þeim áfanga nýlega að verða Íslandsmeistari í 20. skipti og er þó bara þrítugur.
Guðmundur Eggert vann Íslandsmeistaratitilinn
í meistaraflokki karla í fyrsta skipti, aðeins
ellefu ára. „Þetta var auðvitað erfitt en ég var
kominn upp í meistaraflokk og var alveg farinn
að vinna þessa stráka þó að þeir væru eldri.
Þetta kom því ekkert svakalega á óvart en auð-
vitað var ég rosa ánægður,“ segir hann þegar
hann rifjar þetta upp tuttugu árum síðar.
Íslandsmeistari í annað sinn.
Þetta ár var Guðmundur Eggert
líka sæmdur titlinum Íþrótta-
maður Reykjavíkur og varð
Bretlandseyjameistari.
1993
Í sigurleik á Íslandsmeistaramóti. Þetta ár varð
hann líka skoskur meistari í meistaraflokki karla.
1998 2000 2001 2002
Lilja Rós Jóhannesdóttir og Guðmundur Eggert
hömpuðu bæði bikurum og blómum eftir Ís-
landsmeistaramótið og enn varð Guðmundur
Bretlandseyjameistari þetta ár.
1999
2005 2006
1994 1996 1997
Barist fyrir bikarnum.
1995
Íslandsmeistararnir Guðmundur Eggert og Lilja Rós
Jóhannesdóttir. Guðmundur varð líka Bretlandseyja-
meistari sama ár.
Hér eru það þau Guðmundur Eggert og Eva Jósteinsdóttir
sem standa uppi sem Íslandsmeistarar.
Enn og aftur eru Lilja Rós og Guð-
mundur Eggert Íslandsmeistarar og
hann bætti enn einum Bretlandseyja-
meistaratitlinum við, auk skoska
meistaratitilsins.
Guðmundur Eggert á æfingu sem
skilaði honum Íslandsmeistaratitli.
Sigurvegararnir
Guðmundur
Eggert og
Lilja Rós að
loknu Íslands-
meistaramóti.
Guðmundur
vann einnig gull
á Noregs Cup
sama ár.
Íslandsmeistari að venju og Noregs-
meistari með B 72. Fékk líka gull-
verðlaun á norska meistaramótinu og
gull á Smáþjóðaleikunum á Möltu í
einliða-og tvíliðaleik.
Þreyttur en hamingjusamur með enn
einn Íslandsmeistaratitil. Bætti svo
við gulli á Smáþjóðaleikunum bæði í
einliða- og tvíliðaleik.
2003
2007
Þetta er að komast upp í vana,
gæti Guðmundur verið að hugsa.
Skrapp á Smáþjóðaleikana á
Kýpur og sigraði bæði
í einliða- og tvíliða-
leik.
2009 2010
2004
Íslandsmeistari og líka Norðurlanda-
meistari í einliða- og tvíliðaleik og
Noregsmeistari með B-72.
Hér
er verið
að vinna fyrir
bikarnum.
Í stuði á Íslands-
meistaramótinu.
Varð líka Norður-
landameistari í
einliðaleik.
Kampakátur Íslandsmeistari. Bætti
við öðrum meistaratitli á Smáþjóða-
leikunum í Mónakó og varð líka
sænskur meistari með Eslöv.
2011
Guðmundur
keppir
alltaf undir
merkjum
síns gamla
félags Víkings
en Rafkaup og
Rafvörumarkaður-
inn styrkja hann.
2012 2013
2008
Einbeittur að spila í úrslita-
leiknum. Varð líka sænskur
meistari í úrvalsdeildinni
með Eslöv.
„Ég hef ekkert verið að skila
bikarnum,“ segir afreks-
maðurinn sem hefur fengið
Íslandsmeistarabikarinn til
eignar 5. hvert ár frá 2003.
Hann er bara þrítugur og
hvergi nærri hættur.
Sigri fagnað.