Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.03.2013, Qupperneq 110

Fréttablaðið - 09.03.2013, Qupperneq 110
9. mars 2013 LAUGARDAGUR| SPORT | 82 HANDBOLTI Bikarúrslitahelgi HSÍ heldur áfram í dag og nú er komið að konunum, en undanúrslit karla fóru fram í gær. Bestu lið lands- ins í kvennaflokki, Valur og Fram, mætast ekki í undanúrslitum og er því eðlilega spáð að þau komist í úrslit. Fréttablaðið fékk Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfara kvenna, til þess að spá í spilin fyrir leiki dagsins. „Það væri mjög óeðlilegt að spá öðru ef menn skoða töfluna. Þetta eru tvö bestu lið landsins og hafa haft yfirburði á önnur lið undan- farin ár,“ segir Ágúst en hann reiknar engu að síður með nokkuð spennandi leikjum. „Ef við skoðum Val á móti ÍBV þá er ÍBV alls ekki með slakt byrjunar lið. Það er mjög gott. Ester Óskarsdóttir er komin aftur inn og Guðbjörg Guðmannsdóttir er þarna líka. Svo er Florentina í markinu og Simone á miðjunni þannig að þetta er sterkt lið,“ segir Ágúst en hvað með Valsstúlkur? Mikil sigurhefð hjá Valsliðinu „Það er mikil reynsla og mikil sig- urhefð aftur á móti í Valsliðinu. Þær hafa spilað frábærlega síð- ustu fjögur ár og vart stigið feil- spor. Þetta lið hefur sýnt mikinn stöðugleika. Liðið hefur misst út leikmenn í vetur en samt haldið gæðunum í leik sínum. Ég tek hatt- inn ofan fyrir þeim að halda velli miðað við þau áföll sem hafa dunið á liðinu. Það er mikill karakter í þessu Valsliði og ég held að þetta geti orðið hörkuleikur en grunar að sigurhefðin og reynslan í Vals- liðinu fleyti liðinu í úrslit.“ Grótta er aðeins í sjöunda sæti N1-deildar kvenna en Ágúst gerir ekki ráð fyrir að Fram valti yfir liðið. „Fram er eðlilega sterkara lið en Grótta hefur verið á uppleið og leikið betur eftir áramót. Íris Sím- onardóttir hefur komið inn í leiki og varið vel. Hún spilar væntan- lega þennan leik og hún gæti strítt Fram-liðinu. Hún lék með þeim og þekkir þær vel. Það gæti því verið smá von fyrir Gróttuna. Þegar allt er tekið saman hef ég trú á að Fram klári dæmið. Ég held samt að það verði ekki auðvelt og að þetta verði hörkuleikur.“ Úrslit jafnvel framlengd Úrslitaleikurinn verður þá á milli Vals og Fram og þar getur allt gerst að mati landsliðsþjálfarans. „Liðin eru jöfn og eru bæði orðin mjög reynd. Það er kannski örlítið meiri breidd hjá Fram en að sama skapi er Valur með val- inn mann í hverju rúmi. Valsliðið spilar líka gríðarlega sterka vörn og svo er liðið með Jenný í mark- inu, en hún er okkar besti mark- vörður. Hún hefur oft fleytt þessu liði langt. Þessi lið spila ekki mjög líkan handbolta en eru samt í svip- uðum gæðaflokki. Bæði lið vel þjálfuð og skipulögð,“ segir Ágúst en leikir þessara liða eru oftar en ekki hörkuleikir. „Þau þekkjast mjög vel og ekk- ert hægt að koma á óvart þannig séð. Ég held að hið klassíska dags- form komi til með að ráða úrslitum í þessum leik. Þetta verður hörku- leikur og það kæmi mér ekki á óvart ef hann yrði framlengdur.“ henry@frettabladid.is Valur og Fram eru tvö bestu lið landsins og hafa haft yfirburð á önnur lið undanfarin ár. Ágúst Þór Jóhannsson visir.is Meira um leiki gærkvöldsins LEIÐIN Í UNDANÚRSLIT 16-LIÐA ÚRSLIT Haukar - Grótta 22-24 ÍBV - Afturelding 24-15 Fram og Valur sátu hjá. 8-LIÐA ÚRSLIT ÍBV2 - Fram 15-42 FH - ÍBV 20-24 Selfoss - Valur 23-32 Grótta - HK 25-23 UNDANÚRSLIT Laugardagur 9. mars kl. 13.30 ÍBV - Valur Laugardagur 9. mars kl. 15.45 Grótta - Fram ÚRSLITALEIKIR Sunnudagur 10. mars ÍR - Stjarnan kl. 13.00 Sunnudagur 10. mars Úrslit kvenna kl. 16.00 TIL HAMINGJU, JÓN! Jón Ólafsson hlaut Viðurkenningu Hagþenkis 2012 fyrir bókina Appelsínur frá Abkasíu. Vera Hertzsch, Halldór Laxness og hreinsanirnar miklu 2012 2012 SPORT Valur og Fram í úrslit Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna, spáir því að Valur og Fram fari alla leið í úrslit Símabikars kvenna, en undanúrslitin fara fram í dag. Ágúst býst við því að undanúrslitaleikirnir verði ekki eins ójafnir og margir búast við. BARÁTTA Einhver þessara fyrirliða mun lyfta bikarnum á morgun. Frá vinstri; Arn- dís María Erlingsdóttir, Gróttu, Birna Berg Haraldsdóttir, Fram, Hrafnhildur Skúladót- tir, Val, og Ester Óskarsdóttir, ÍBV. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÚRSLIT SÍMABIKAR KARLA Selfoss - ÍR 25-36 (12-17) Mörk Selfoss (skot): Hörður Másson 7 (15), Einar Sverrisson 6/2 (13/2), Sverrir Pálsson 2 (2), Hörður Bjarnason 2 (5), Matthías Örn Halldórsson 2 (7), Ómar Helgason 1 (1), Andri Sveinsson 1 (2), Örn Þrastarson 1 (2), Einar Pétursson 1 (3), Gunnar Jónsson 1 (3), Sigurður Guðmundsson 1 (3). Varin skot: Helgi Hlynsson 13/1 (46/3, 28%). Mörk ÍR (skot): Sturla Ásgeirsson 8/2 (10/3), Ingimundur Ingimundarson 5 (6), Brynjar Valgeir Steinarsson 4 (4), Ólafur Sigurgeirsson 3 (3), Jón Heiðar Gunnarsson 3 (5), Guðni Már Kristinsson 3 (5), Máni Gestsson 2 (2), Sigurjón Friðbjörn Björnsson 2 (4), Björgvin Hólmgeirsson 2 (8), Sigurður Magnússon 1 (1), Davíð Georgsson 1 (4). Varin skot: Kristófer Fannar Guðmundsson 21 (42/2, 50%), Aron Daði Hauksson 1 (5, 20%). Akureyri - Stjarnan 24-26 (12-10) Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzsson 12/4 (12/4), Guðmundur H. Helgason 6 (14), Valþór Guðrúnarsson 2 (6), Halldór Örn Tryggvason 1 (1), Heimir Örn Árnason 1 (3), Andri Snær Stefánsson 1 (4), Geir Guðmundsson 1 (4), Heiðar Þór Aðal- steinsson (2). Varin skot: Jovan Kukobat 12 (36/2, 33%), Stefán Guðnason 2 (4, 50%). Mörk Stjörnunnar (skot): Guðmundur Guð- mundsson 5 (9), Þröstur Þráinsson 4/1 (6/1), Jakob Októsson 3 (3), Andri Hjartar Grétarsson 3 (3), Hilmar Pálsson 3 (4), Egill Magnússon 3 (5), Víglundur Jarl Þórsson 3 (7), Bjarni Jónasson 2/1 (5/1), Finnur Jónsson (3). Varin skot: Svavar Már Ólafsson 20 (43/3, 47%), Brynjar Darri Baldursson (1/1, 0%). N1-deildarlið ÍR mætir 1. deildarliði Stjörnunnar í úrslitaleik karla á sunnudaginn klukkan 13.00. DOMINOS-DEILD KARLA Fjölnir - ÍR 79-70 (44-32) Christopher Smith 22/22 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 15, Magni Hafsteinsson 15, Isaac Miles 12– Eric James Palm 21, Sveinbjörn Claessen 17, D‘Andre Williams 9. DOMINOS-DEILD KVENNA Snæfelli - Grindavík 73-76 (39-32) Kieraah Marlos 21, Hildur B. Kjartansdóttir 19, Hildur Sigurðardóttir 15– Crystal Smith 36/13 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 13. FÓTBOLTI Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 6-1 tap gegn Svíum á Algarve-mótinu í Portúgal í gær. Hólmfríður Magnúsdóttir skor- aði mark Íslands með skalla undir lok leiksins en Svíar skoruðu mörk sín á fyrstu 65 mínútum leiksins. Ísland tapaði fyrir Bandaríkjunum, 3-0, í fyrsta leik sínum á mótinu á miðvikudagskvöldið og er því enn án stiga í B-riðli. Ísland mætir Kína á mánudaginn og þarf sigur til að komast upp í þriðja sæti riðilsins og spila um fimmta sætið í mótinu. Kosovare Asllani skoraði tvö mörk fyrir Svía og Sara Thunebro, Lotta Schelin, Marie Hammarström og Susanne Moberg eitt hver. Þetta er versta tap Íslands í stjórnartíð Sigurðar Ragnar Eyjólfssonar landsliðsþjálfara og það versta síðan Ísland tapaði fyrir Þýskalandi, 6-0, árið 2000 í leik í undankeppni HM. „Það má finna ýmsar ástæður fyrir þessu tapi og frammistöðu okkar en heilt yfir var munurinn á þessum tveimur liðum einfaldlega allt of mikill,“ sagði Sigurður Ragnar við Frétta- blaðið í gær. „Stærsti munurinn er sá að líkamlegt form okkar leikmanna er ekki jafn gott og hjá Svíunum. Of margir leikmenn hjá okkur eru eftir á.“ Þess má geta að Ísland spilaði til úr- slita á þessu móti fyrir tveimur árum en hafnaði í sjötta sæti á mótinu í fyrra. Ísland keppir í úrslitakeppni EM í Svíþjóð nú í sumar. - esá Stærsta tap Íslands í tæp þrettán ár
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.