Fréttablaðið - 09.03.2013, Side 112

Fréttablaðið - 09.03.2013, Side 112
9. mars 2013 LAUGARDAGUR| SPORT | 84 FÓTBOLTI Gylfi Þór Sigurðsson átti þátt í tveimur af þremur mörkum Totten- ham í 3-0 sigri á Inter nazionale í fyrra- kvöld í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslit- um Evrópu deildarinnar. Gylfi lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Gareth Bale og skoraði síðan annað markið sjálfur, en það var fyrsta mark hans á White Hart Lane. Gylfi hefur nú átt þátt í marki hjá Tot- tenham í þremur leikjum í röð og hefur komið sér framar í goggunarröðinni meðal miðjumanna liðsins. Markið sem hann skoraði eftir að hafa komið inn á sem varamaður á móti West Ham létti mikilli pressu af Gylfa, sem hefur litið út eins og nýr og endurfæddur maður í und- anförnum tveimur leikjum. Báðir hafa þetta verið stórleikir og í þeim báðum var Gylfi í byrjunarliðinu. Efasemdaröddum eytt Frammistaða Gylfa er mikið ánægju- efni enda voru efasemdaraddir farnar að heyrast eftir að hann fékk fá sem engin tækifæri í byrjunarliði André Villas- Boas, knattspyrnustjóra Tottenham, frá nóvember til febrúar. Gareth Bale skoraði markið sitt í fyrra- kvöld með laglegum skalla eftir frábæra fyrirgjöf frá Gylfa af vinstri kantinum. Gylfi var að leggja upp mark fyrir Bale annan leikinn í röð því Bale skoraði eftir glæsilega stungusendingu íslenska lands- liðsmannsins í sigrinum á Arsenal um síðustu helgi. Gylfi hafði einnig gefið stoðsendingu á Bale í sigri á Aston Villa á annan í jólum, en Bale innsiglaði þá þrennu sína eftir sendingu frá Gylfa. Þeir Gylfi og Bale eru jafn aldrar (fæddir 1989) og ná greinilega vel saman inni á vellinum. Nú þarf bara Bale að fara að jafna leikinn og gefa nokkrar stoð- sendingar á Gylfa. Það ætti kannski ekki að koma mikið á óvart að Gylfi fari í gang á þessum tíma ársins því undanfarin tvö tímabil hans í enska boltanum, með Swansea 2012 og með Reading 2010, hefur hann farið á kostum í marsmánuði. Gylfi Þór var í miklu stuði með Read- ing-liðinu í mars 2010, en hann skoraði fimm mörk og lagði upp önnur fjögur mörk í leikjum liðsins í ensku b-deildinni í mánuðinum. Hann skoraði einnig eitt mark í fyrsta leik aprílmánaðar. Gylfi fékk ekki að spila mikið með Hoffenheim í mars 2011 og átti ekki þátt í neinu marki á þeim 86 mínútum sem hann spilaði í þýsku deildinni í mán- uðinum. Bestur í ensku úrvalsdeildinni Gylfi var frábær með Swansea-liðinu í mars í fyrra og skoraði meðal annars tvö mörk í tveimur leikjum í mánuðinum. Hann var síðan kosinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í mánuðinum og varð fyrsti íslenski leikmaðurinn sem hlýtur slík verðlaun. Fram undan er leikur Tottenham á móti Liverpool á Anfield Road, sem hefði allt eins getað verið heimavöllur Gylfa í vetur. Hann valdi Tottenham frekar en að spila fyrir sinn gamla stjóra Brend- an Rodgers, sem var með hann hjá bæði Reading og Swansea. Það verður því fróð- legt að sjá hvað Gylfi gerir í leiknum á sunnudaginn. ooj@frettabladid.is Er mars mánuðurinn hans Gylfa? 2012 MEÐ SWANSEA 2 mörk á móti Wigan 2 mörk á móti Fulham 1 mark á móti Tottenham (1. apríl) Kosinn besti leikmaður mánaðarins 2010 MEÐ READING 1 stoðsending á móti Barnsley 2 mörk og fiskað víti á móti Bristol City 1 mark og fiskað víti á móti QPR 1 mark og 1 stoðsending á móti Leicester 1 mark á móti West Brom 1 mark á móti Ipswich (3. apríl) Gylfi Þór Sigurðsson er kominn í gang hjá Tottenham eft ir erfi ða byrjun. Það er líka kominn mars, sem hefur verið frábær mánuður fyrir íslenska lands liðsmanninn síðustu tímabil hans í Englandi. Hann mætir liðinu sem hann hafnaði á morgun. MR SELFRIDGE Þættirnir um Harry Selfridge, hinn klóka viðskiptamann sem umbylti Oxford-stræti, hafa fengið frábærar viðtökur í heimalandinu. VINSÆLASTI SJÓNVARPSÞÁTTURINN Í BRETLANDI Í DAG SUNNUDAGINN KL. 20:05 Fáðu þér áskrift | 512 5100 | stod2.is | Verslanir Vodafone | Verslanir og þjónustuver símans 800 7000 NÝTTU ÞÉR NETFRELSI OG MISSTU EKKI AF NEINU! Með Netfrelsi Stöðvar 2 getur þú séð uppá- halds þáttinn þinn í tölvunni, snjallsímanum eða spjaldtölvunni hvar og hvenær sem er. FYRSTI ÞÁTTUR MARS 2013 MEÐ TOTTENHAM 1 mark á móti West Ham (25. febrúar) 1 stoðsending á móti Arsenal 1 mark og 1 stoðsending á móti Internazionale Næsti leikur á móti Liverpool á morgun
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.