Fréttablaðið - 09.03.2013, Blaðsíða 112
9. mars 2013 LAUGARDAGUR| SPORT | 84
FÓTBOLTI Gylfi Þór Sigurðsson átti þátt
í tveimur af þremur mörkum Totten-
ham í 3-0 sigri á Inter nazionale í fyrra-
kvöld í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslit-
um Evrópu deildarinnar. Gylfi lagði upp
fyrsta mark leiksins fyrir Gareth Bale
og skoraði síðan annað markið sjálfur, en
það var fyrsta mark hans á White Hart
Lane.
Gylfi hefur nú átt þátt í marki hjá Tot-
tenham í þremur leikjum í röð og hefur
komið sér framar í goggunarröðinni
meðal miðjumanna liðsins. Markið sem
hann skoraði eftir að hafa komið inn á
sem varamaður á móti West Ham létti
mikilli pressu af Gylfa, sem hefur litið út
eins og nýr og endurfæddur maður í und-
anförnum tveimur leikjum. Báðir hafa
þetta verið stórleikir og í þeim báðum var
Gylfi í byrjunarliðinu.
Efasemdaröddum eytt
Frammistaða Gylfa er mikið ánægju-
efni enda voru efasemdaraddir farnar að
heyrast eftir að hann fékk fá sem engin
tækifæri í byrjunarliði André Villas-
Boas, knattspyrnustjóra Tottenham, frá
nóvember til febrúar.
Gareth Bale skoraði markið sitt í fyrra-
kvöld með laglegum skalla eftir frábæra
fyrirgjöf frá Gylfa af vinstri kantinum.
Gylfi var að leggja upp mark fyrir Bale
annan leikinn í röð því Bale skoraði eftir
glæsilega stungusendingu íslenska lands-
liðsmannsins í sigrinum á Arsenal um
síðustu helgi. Gylfi hafði einnig gefið
stoðsendingu á Bale í sigri á Aston Villa
á annan í jólum, en Bale innsiglaði þá
þrennu sína eftir sendingu frá Gylfa.
Þeir Gylfi og Bale eru jafn aldrar
(fæddir 1989) og ná greinilega vel saman
inni á vellinum. Nú þarf bara Bale að fara
að jafna leikinn og gefa nokkrar stoð-
sendingar á Gylfa.
Það ætti kannski ekki að koma mikið á
óvart að Gylfi fari í gang á þessum tíma
ársins því undanfarin tvö tímabil hans
í enska boltanum, með Swansea 2012 og
með Reading 2010, hefur hann farið á
kostum í marsmánuði.
Gylfi Þór var í miklu stuði með Read-
ing-liðinu í mars 2010, en hann skoraði
fimm mörk og lagði upp önnur fjögur
mörk í leikjum liðsins í ensku b-deildinni
í mánuðinum. Hann skoraði einnig eitt
mark í fyrsta leik aprílmánaðar.
Gylfi fékk ekki að spila mikið með
Hoffenheim í mars 2011 og átti ekki þátt
í neinu marki á þeim 86 mínútum sem
hann spilaði í þýsku deildinni í mán-
uðinum.
Bestur í ensku úrvalsdeildinni
Gylfi var frábær með Swansea-liðinu í
mars í fyrra og skoraði meðal annars tvö
mörk í tveimur leikjum í mánuðinum.
Hann var síðan kosinn besti leikmaður
ensku úrvalsdeildarinnar í mánuðinum
og varð fyrsti íslenski leikmaðurinn sem
hlýtur slík verðlaun.
Fram undan er leikur Tottenham á
móti Liverpool á Anfield Road, sem hefði
allt eins getað verið heimavöllur Gylfa í
vetur. Hann valdi Tottenham frekar en
að spila fyrir sinn gamla stjóra Brend-
an Rodgers, sem var með hann hjá bæði
Reading og Swansea. Það verður því fróð-
legt að sjá hvað Gylfi gerir í leiknum á
sunnudaginn.
ooj@frettabladid.is
Er mars mánuðurinn hans Gylfa?
2012 MEÐ SWANSEA
2 mörk á móti Wigan
2 mörk á móti Fulham
1 mark á móti Tottenham (1.
apríl)
Kosinn besti leikmaður
mánaðarins
2010 MEÐ READING
1 stoðsending á móti Barnsley
2 mörk og fiskað víti á móti
Bristol City
1 mark og fiskað víti á móti QPR
1 mark og 1 stoðsending á móti
Leicester
1 mark á móti West Brom
1 mark á móti Ipswich (3. apríl)
Gylfi Þór Sigurðsson er kominn í gang hjá Tottenham eft ir erfi ða
byrjun. Það er líka kominn mars, sem hefur verið frábær mánuður
fyrir íslenska lands liðsmanninn síðustu tímabil hans í Englandi.
Hann mætir liðinu sem hann hafnaði á morgun.
MR SELFRIDGE
Þættirnir um Harry Selfridge, hinn klóka viðskiptamann sem umbylti Oxford-stræti, hafa
fengið frábærar viðtökur í heimalandinu.
VINSÆLASTI
SJÓNVARPSÞÁTTURINN
Í BRETLANDI Í DAG
SUNNUDAGINN KL. 20:05
Fáðu þér áskrift | 512 5100 | stod2.is | Verslanir Vodafone | Verslanir og þjónustuver símans 800 7000
NÝTTU ÞÉR NETFRELSI
OG MISSTU EKKI AF NEINU!
Með Netfrelsi Stöðvar 2 getur þú séð uppá-
halds þáttinn þinn í tölvunni, snjallsímanum
eða spjaldtölvunni hvar og hvenær sem er.
FYRSTI
ÞÁTTUR
MARS 2013 MEÐ TOTTENHAM
1 mark á móti West Ham (25. febrúar)
1 stoðsending á móti Arsenal
1 mark og 1 stoðsending á móti Internazionale
Næsti leikur á móti Liverpool á morgun