Fréttablaðið - 09.03.2013, Qupperneq 118
9. mars 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 90
„Er á batavegi. Takk þið öll sem hélduð mér gangandi í
kvöld. Bestu aðdáendur í heimi. Það er verið að finna út
hvað er að mér núna.“
SKILABOÐ SÖNGVARANS JUSTIN BIEBER Á TWITTER, EN HANN VAR
SENDUR MEÐ SJÚKRABÍL Á SPÍTALA FRÁ MIÐJUM TÓNLEIKUM Í
LONDON Á FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ VEGNA ÖNDUNARERFIÐLEIKA.
www.me
rkismen
n.is
HVAÐA RYAN?
Piltarnir í Sigur Rós voru í London
fyrir helgi og deildu þar hóteli með
stórstjörnu. Stjarnan heitir Ryan en
það fer tvennum sögum af því hvaða
Ryan það er. Bassaleikarinn Georg
Holm segir að það hafi verið Ryan
Giggs– velska goðsögnin hjá Manc-
hester United– en söngvar-
inn Jónsi tjáði vinum að
hann væri á hóteli með
bandaríska leikaranum og
hjartaknúsaranum Ryan
Gosling. Hvað sem er rétt
í málinu er ljóst að á
þessu hóteli mætt-
ust stórstjörnur,
hverjar á sínu
sviði. - sh
„Þetta er búið að vera frekar pirrandi og komið á
það stig að við erum farnir að dansa snjódansinn
hérna á hverju kvöldi,“ segir Davíð Óskar Ólafsson
hjá framleiðslufyritækinu Mystery sem heldur utan
um myndina Málmhaus.
Málmhaus er nýjasta mynd leikstjórans Ragnars
Bragasonar, en tökur á henni hófust seint á síðasta
ári undir Eyjafjöllum. Tökuliðið hefur hins vegar
verið í biðstöðu síðan um áramótin, þar sem snjó-
leysi á Suðurlandi hefur sett strik í reikninginn á
tökunum. Þrír tökudagar eru eftir og segist Davíð
aldrei hafa fylgst jafn vel með veðurspánni og
undanfarnar vikur. „Okkur vantar að klára
þessa þrjá tökudaga til að koma myndinni í
fyrsta klipp, þannig að við erum að verða
frekar óþolinmóðir. Við erum í daglegu sam-
bandi við bónda undir Eyjafjöllum sem
segir okkur hvernig veðrið er þar, en
þegar snjóaði hér mikið í vikunni féll
ekki eitt einasta snjókorn hjá þeim,“
segir Davíð, sem heldur þó í von-
ina um að geta klárað í næstu
viku. „Margir þurfa að hverfa
frá í önnur verkefni bráðum og
við verðum að hafa skilning á
því. Það er pirrandi að geta ekki stjórnað
veðrinu en svona er þetta.“
Áætluð frumsýning á Málmhaus er
í október, en með aðalhlutverk fara
Ingvar E. Sigurðsson, Halldóra Geir-
harðsdóttir og Þorbjörg Helga Dýr-
fjörð. - áp
Snjóleysi tefur bíómynd Ragnars
Tökur á kvikmyndinni Málmhaus tefj ast því það snjóar ekki nóg á Suðurlandi.
BIÐJA FYRIR SNJÓ Davíð Óskar Ólafsson og Ragnar
Bragason er farið að lengja eftir að geta klárað tökur á
Málmhaus en snjóleysi á Suðurlandi setur strik í reikn-
inginn.
MEÐ ANNAN FÓTINN HEIMA
Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjáns-
son hyggst flytja heim á klakann
innan skamms, ef marka má heimildir
Fréttablaðsins. Þorvaldur Davíð hefur
verið búsettur í Bandaríkjunum und-
anfarin ár, en hefur verið með annan
fótinn á Íslandi á meðan hann sinnir
ýmsum verkefnum á sviði
leiklistar. Heyrst hefur að
hann hafi í hyggju að gera
samning við Borgarleik-
húsið og velta einhverjir
því fyrir sér hvort hann
komi til greina í titilhlut-
verkið í Hamlet sem
sett verður á svið
leikhússins næsta
ár. - sm
GLUTEUS OCEAN
Dúettinn Gluteus Maximus, sem skipað-
ur er þeim Margeiri Steinari Ingólfssyni
plötusnúði og Stephan Stephensen úr
GusGus, hefur tekið sig til og endur-
hljóðblandað lagið Pink Matter með ný-
stirninu Frank Ocean, en sá
vakti heilmikla lukku með
frumraun sinni, Channel
Orange, á síðasta ári.
Frítt niðurhal af laginu er
að finna á Facebook-síðu
Gluteus Maximus og geta
aðdáendur beggja því
vel við unað.
„Ég hef oft unnið með Hópkaupum
áður og finnst það frábært þar sem
þeir ná til svo breiðs hóps,“ segir
Ólafur Geir Jónsson, plötusnúður
og tónleikahaldari.
Ólafur Geir stendur fyrir tón-
leikahátíðinni Keflavík Music
Festival sem haldin verður í Kefla-
vík dagana 5.-9. júní, en athygli
vakti að miðar á hátíðina voru til
sölu á 40% afslætti á afsláttarsíð-
unni Hópkaup í gær. Fréttablaðið
hafði samband við Óla Geir, sem
sagðist ekki hafa staðið fyrir söl-
unni sjálfur heldur væri hún á
vegum síðunnar.
„Við gerðum með okkur samn-
ing og þeir keyptu af mér miða á
meðan þeir voru enn á forsöluverð-
inu og kostuðu 9.900 krónur,“ segir
Óli Geir. Nú eru miðar á hátíðina
komnir upp í 13.500 krónur en í
gær buðu Hópkaup miða til sölu á
8.100 krónur, eða á 40% afslætti,
en 40% afsláttur er lág-
marksafsláttur sem þarf
að bjóða til að selja vöru á
síðunni. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Óla Geir
virðast Hópkaup því taka
á sig þennan 1.800 króna
mismun sem er á kaupverði
miðanna í forsölu og sölu-
verði þeirra á síðunni
núna.
„Síður eins og
Hópkaup ganga
auðvitað bara upp
þegar þær eru með
nóg af notendum
og ef fólk ætlar að
kaupa eitthvað á síð-
unni þarf það alltaf
að gerast notendur.
Ég lít bara á það sem
heiður að þeir hafi
viljað nota miðana í
þessum tilgangi, þeir
Miðar á tónleikahátíð
með afslætti á netinu
Tónleikahaldara og Hópkaup greinir á um ástæður þess að miðar á Kefl avík
Music Festival eru nú seldir með 40% afslætti á síðunni.
Dagskráin á hátíðina verður glæsilegri með hverjum deginum og hefur nú
verið tilkynnt um komu dönsku strákana í Outlandish.
Sveitin samanstendur af þeim Isam Bachiri, Lenny Martinez og Waqas
Qadri og hafa þeir verið lengi að, þrátt fyrir ungan aldur. „Þetta er ein
stærsta hljómsveit Danmerkur um þessar mundir. Það er svo merkilegt
að það eru komin hátt í 20 ár síðan þeir byrjuðu en eru núna fyrst að
slá rækilega í gegn,“ segir Óli Geir og hljómsveitin því sönnun þess að
þrautseigja borgar sig stundum. Fimmta og nýjasta plata sveitarinnar,
Warrior/Worrier, hefur náð gríðarlegum vinsældum og titillag plötunnar
eitt vinsælasta lag þeirra frá upphafi. Einnig náði hljómsveitin miklum
vinsældum fyrir nokkrum árum með útgáfu sinni af lagi rapparans Khaled,
Aïcha.
Allir meðlimir hljómsveitarinnar eru uppaldir í Danmörku en eiga rætur
að rekja til mismunandi landa. Isam er frá Marokkó, Waqas frá Pakistan
og Lenny frá Hondúras
og Kúbu. Allir eru þeir
líka trúaðir en á meðan
Isam og Waqas eru
íslamstrúar er Lenny
kaþólikki. Þrátt fyrir
þennan menningar-
mun hafa strákarnir
verið vinir frá blautu
barnsbeini og þykja góð
fyrirmynd í baráttunni.
Outlandish nýjasta atriðið á hátíðinni
hafa greinilega séð fyrir hvað
hátíðin yrði glæsileg og vin-
sæl,“ segir Óli Geir og bætir
við að almenn miðasala
gangi vonum framar.
„Mér finnst ótrúlegt
hvað miðarnir rjúka
út, sérstaklega þar
sem aðeins hefur
verið tilkynnt um
20 atriði af 120. Ég
hefði greinilega
komist upp með
að vera helmingi
metnaðarminni,“ segir hann og
hlær. Óli Geir segist þó ekki geta
gefið upp neinar sölutölur að svo
stöddu vegna þess að miðarnir á
hátíðina séu seldir víða og erfitt
sé að henda reiður á innkomunni.
Salan virðist einnig hafa gengið
vel á síðu Hópkaupa í gær og höfðu
vel yfir 200 manns keypt miða
seinnipartinn, þegar enn voru sjö
klukkustundir eftir af tilboðinu.
Fréttablaðið leitaði eftir við-
brögðum frá aðstandendum Hóp-
kaupa vegna málsins en fékk engin
formleg svör. Talsmaður þeirra
fullyrti þó að Óli Geir færi ekki
með rétt mál og Hópkaup tæki
ekki á sig neinn kostnað vegna
miðasölunnar. tinnaros@frettabladid.is
TÓNLEIKAHALDARI Ólafur
Geir Jónsson stendur fyrir
Keflavívík Music Festival.