Fréttablaðið - 26.03.2013, Síða 4
26. mars 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4
218,494
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
122,95 123,53
187,01 187,91
159,85 160,75
21,444 21,57
21,183 21,307
18,966 19,078
1,2968 1,3044
185,14 186,24
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
GENGIÐ
25.03.2013
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn
Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir
elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
LEIÐRÉTT
Rangt var farið með flugtölur frá árinu
2012 á mynd í blaðinu í gær. Þar átti
að vera talað um flugfélög sem fljúga
um íslenska flugstjórnarsvæðið, en
ekki flugfélög sem millilenda á Íslandi.
Beðist er velvirðingar á mistökunum.
HÚSNÆÐISMÁL Íbúðalánasjóður
(ÍLS) hefur gefið það út að allar
íbúðarhæfar íbúðir í eigu hans í
blokkum á Selfossi séu í útleigu.
Fjallað hafði verið um að íbúðir í
eigu sjóðsins stæðu auðar á meðan
skorti félagslegt húsnæði.
Í tilkynningu sjóðsins segir að
umræddar blokkir hafi reynst í
verra ásigkomulagi en gert var ráð
fyrir. Langflestar íbúðir sem ÍLS
tekur yfir þarfnist lagfæringa og
þegar þeim sé lokið sé þeim komið
í útleigu eins fljótt og unnt er. Ekki
sé forsvaranlegt að leigja út lélegar
íbúðir. Engar leiguhæfar eignir
sjóðsins standi auðar. - kóp
ÍLS leiðréttir misskilning:
Allar nothæfar
íbúðir í leigu
SELFOSS Íbúðarlánasjóður uppástendur
að engar leiguhæfar íbúðir í hans eigu
standi auðar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SAMGÖNGUR Flugfélagið Ernir
hefur hafið sölu á flugi til Vest-
mannaeyja um næstu verslunar-
mannahelgi. Í fyrra hófst miðasala
í maí og er þetta því töluvert fyrr
en áður. Í tilkynningu frá félaginu
segir að ákvörðunin hafi verið
tekin sökum mikillar eftirspurnar.
„Má því gera ráð fyrir miklum
fjölda gesta sem fer fljúgandi á
þessa flottu hátíð þeirra Eyja-
manna,“ segir í tilkynningunni. Nú
þegar hafa margar aukaferðir til
Eyja verið settar upp hjá Erni. - sv
Mikil eftirspurn hjá Erni:
Byrjað að selja
á Þjóðhátíð
SAMFÉLAGSMÁL Fjölskylduhjálp
Íslands biður alla þá sem sækja til
þeirra mataraðstoð að koma með
burðarpoka eða töskur með sér
sökum skorts á pokum. Fjölskyldu-
hjálpin hyggst standa fyrir poka-
söfnun á næstunni.
Í tilkynningu frá Fjölskyldu-
hjálpinni segir að þaðan hafi verið
afgreiddir um 90.000 matarpokar
árið 2011 en fyrirtæki hafa gefið
alla poka síðastliðinn áratug.
Mataraðstoð verður í Eskihlíð í
Reykjavík á morgun frá kl. 14 til
16.30 og Grófinni í Reykjanesbæ
frá kl. 16 til 18. Hársnyrting er í
boði í Eskihlíðinni frá kl. 11 til 16 á
morgun. - þj
Matarúthlutun á morgun:
Pokaskortur hjá
Fjölskylduhjálp
Ingibjörg Karlsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
Skírdagur
Fremur hæg breytileg átt.
HÆGLÆTISVEÐUR næstu daga með lítilsháttar úrkomu á víð og dreif en nokkuð
björtu veðri inn á milli. Hægt kólnandi þó hiti breytist ekki mikið.
-1°
5
m/s
1°
6
m/s
5°
5
m/s
5°
8
m/s
Á morgun
Fremur hægur vindur en strekkingur
með SA-strönd og úti fyrir N-strönd.
Gildistími korta er um hádegi
4°
0°
2°
-3°
-3°
Alicante
Aþena
Basel
21°
19°
10°
Berlín
Billund
Frankfurt
0°
2°
4°
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
4°
2°
2°
Las Palmas
London
Mallorca
22°
2°
19°
New York
Orlando
Ósló
7°
16°
1°
París
San Francisco
Stokkhólmur
6°
15°
0°
3°
5
m/s
3°
7
m/s
-1°
4
m/s
-2°
5
m/s
-1°
5
m/s
1°
3
m/s
-1°
3
m/s
4°
-1°
3°
-1°
0°
KOSNINGAR Gísli Tryggvason, tals-
maður neytenda, kveðst ekki hafa
verið í fríi frá störfum vegna fram-
boðs síns fyrir Dögun þótt ekki hafi
birst frétt á vef embættis hans síðan
21. desember. „Það hefur bara verið
lítið að frétta,“ segir Gísli, sem gerir
ráð fyrir að taka sér frí frá störfum
í apríl vegna framboðsins. Alþing-
iskosningarnar verða haldnar 27.
apríl. „Ég á eftir að ræða það við
ráðherra,“ greinir Gísli frá.
Talsmaður neytenda kveðst ekk-
ert hafa frétt nánar um tillöguna
um að embætti hans verði lagt
niður. Greint var frá því í lok síð-
astliðins árs að starfshópur um
skipulag neytendamála, sem inn-
anríkisráðherra skipaði, hefði lagt
til að embættið yrði lagt niður og
málaflokkurinn styrktur með
öðrum hætti.
Embætti talsmanns neytenda
var stofnað í júlí 2005. Samkvæmt
lögum ber talsmanninum að standa
vörð um hagsmuni og réttindi neyt-
enda og stuðla að neytendavernd, að
því er segir á vef embættisins.
Í lögum um
Neytendastofu
og ta lsmann
neytenda segir
að talsmaður
neytenda skuli
gefa á rlega
sk ý r s lu u m
starfsemi sína á
liðnu almanaks-
ári. Skýrsluna
skuli prenta og
birta opinberlega. Það hefur Gísli
aldrei gert.
„Ég hef ekki gert ráð fyrir þessu
í fjárhagsáætlun og ekki lagt í
þann kostnað. Ég geri ekki ráð
fyrir að mikil eftirspurn sé eftir
prentaðri skýrslu. Allar upplýs-
ingar birtast á vefnum nema árs-
reikningur. Það mætti hins vegar
íhuga að birta auglýsingu í fjöl-
miðlum með helstu upplýsingum.
Þannig kæmist embættið ódýrt frá
þessu.“
Gísli kannast ekki við að hafa
fengið athugasemdir frá ráðuneyt-
inu vegna vanskilanna. - ibs
Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, gerir ráð fyrir að fara í frí í apríl vegna framboðs síns:
Á eftir að ræða við ráðherra um leyfið
GÍSLI
TRYGGVASON
FJÖLSKYLDUHJÁLPIN Skjólstæðingar
eru beðnir um að taka með sér burðar-
poka vegna matarúthlutunar á morgun.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FJARSKIPTI
Fá ekki að hækka póstgjöld
Póst- og fjarskiptastofnun hefur frestað
gildistöku hækkunar Íslandspósts á
gjaldskrá fyrir sendingar á bilinu 51 til
2.000 grömm. Ákvörðun stofnunarinn-
ar kemur í kjölfar kvörtunar frá Árvakri,
útgáfufélagi Morgunblaðsins. Stofnunin
telur að ekki hafi verið gerð nægileg
grein fyrir forsendum hækkunarinnar.
NOREGUR Litlu mátti muna að illa
færi fyrir manni og konu þegar
trylltur hvítabjörn reyndi að brjót-
ast til inngöngu í kofa þar sem
þau voru stödd við Hornsund á
Svalbarða á sunnudag. Maðurinn
skaut björninn og drap hann með
skammbyssu.
Fólkið, sem er á fimmtugsaldri
er búsett á Svalbarða og var vel
útbúið. Í norskum miðlum kemur
fram að fólkið reyndi fyrst að fæla
björninn, sem var karldýr, í burtu,
en hann gerðist sífellt ágengari
þar til hann réðist á kofann og
reyndi að troða sér inn um glugga.
Arild Lyssand, yfirlögreglu-
þjónn á Svalbarða, segir í sam-
tali við Fréttablaðið að parið hafi
reynt allt til að fæla björninn
burtu, meðal annars hafði konan
skotið fjórum neyðarblysum að
birninum, sem lagði alltaf aftur til
atlögu og var kominn hálfur inn í
kofann. Maðurinn lagði svo björn-
inn að velli með því að skjóta hann
einu skoti í augað með 44 kalíbera
skammbyssu.
Hvítabirnir eru nokkuð algengir
á þessum slóðum, og eru alfriðað-
ir nema um nauðvörn sé að ræða.
Það er þó ekki algengt að til þess
þurfi að koma, enda eru um tvö
ár síðan björn var síðast felldur á
Svalbarða.
Lars Erik Alfheim, aðstoðar-
sýslumaður á Svalbarða sagði í
samtali við Aftenposten að ekkert
benti til annars en að um nauðvörn
hafi verið að ráð í þessu tilfelli.
„Þau virðast hafa reynt flest-
allt annað, en björninn bara gaf
sig ekki.“
Alfheim sagði ekki auðvelt að
segja hversu algengt sé að birnir
reyni að brjótast inn í kofa með
þessum hætti, eða hvað hafi drifið
hann áfram.
„Hann hefur kannski verið á
höttunum eftir æti, en það er mjög
erfitt að gefa sér nokkuð um fram-
ferði hvítabjarna.“
thorgils@frettabladid.is
Skutu hvítabjörn til
bana í nauðvörn
Maður skaut og drap hvítabjörn sem var að brjótast inn í kofa á Svalbarða á
sunnudag. Kona sem var með manninum í kofanum hafði skotið fjórum neyðar-
blysum að birninum án árangurs áður en maðurinn skaut dýrið með skammbyssu.
MÁTTI LITLU MUNA Hvítabjörninn var kominn hálfur inn í kofann þegar hann var
felldur með skammbyssuskoti. Þetta er í fyrsta sinn í tvö ár sem björn er drepinn á
Svalbarða. MYND/ARILD LYSSAND
■ Hvítabjörninn sem var felldur á sunnudag var 209 sentimetra langt karldýr
sem vó rúm 300 kíló, en hvítabirnir geta orðið allt að 800 kíló á þyngd og
eru stærsta rándýr sem lifir á landi. Þeir eru giska algeng sjón á Svalbarða,
sem er ein nyrsta mannabyggð í heimi.
■ Samkvæmt vef Náttúrufræðistofnunar er talið að hvítabirnir í heiminum
séu á bilinu 20.000 til 25.000 talsins. Þeir hafa verið alfriðaðir frá árinu
1973, en þó má skjóta birni á Svalbarða ef um nauðvörn er að ræða.
■ Tvö ár eru síðan hvítabjörn var síðast felldur á Svalbarða, en sumarið 2011
réðist karldýr á tjaldbúðir breskra unglinga og drap sautján ára pilt og
særði fjóra aðra áður en flokksstjórinn náði að skjóta dýrið.
■ Hvítabirnir hafa slæðst nokkrum sinnum hingað til lands í áranna rás. Á
vef Náttúrufræðistofnunar segir að heimildir séu fyrir því að tæplega 600
dýr hafi sést frá upphafi Íslandsbyggðar. 27 dýr sáust hér á landi frosta-
veturinn mikla 1917-18.
Hvítabjörn drap breskan ungling