Fréttablaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 16
26. mars 2013 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÁ DEGI
TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is
MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871 Eitt þarf ég að leiðrétta í grein minni
um góðan gest – Carl Bildt. Ég sagði þar
tvennt standa upp úr Íslandsheimsókn
hans: Annars vegar lýsing hans á hvernig
aðild að ESB hefði styrkt sænskt efna-
hagslíf. Hins vegar að þrátt fyrir ágrein-
ing í upphafi væru nú velflestir Svíar
hlynntir aðild – utan öfgamenn til hægri
og vinstri.
Ég steingleymdi hins vegar að minnast
á þriðja grundvallaratriðið hjá honum –
sjálft fullveldið.
Í Silfrinu lýsti Bildt nöturlega göllum
EES-samningsins fyrir Ísland og Noreg,
sem verða möglunarlaust að taka við
ákvörðunum ESB og innleiða án þess að
hafa nokkur áhrif. Bildt var spurður af
Silfur-Agli hvort hann teldi fullveldi þjóða
meira innan ESB en utan. „Já, hiklaust“
svaraði hann einbeittur.
Bildt útskýrði í framhaldinu hvernig
Svíþjóð hefur haft áhrif og gætt hags-
muna sinna með því að eiga sæti við borð-
ið með hinum 26 aðildarríkjum Evrópu-
sambandsins. Sömu reynslu höfum við
heyrt frá öðrum gestum, eins og forseta
Litháen og utanríkisráðherra Eistlands.
Bæði, líkt og Carl Bildt, sögðu skýrt:
„Fullveldi eykst með þátttöku, ekki ein-
angrun.”
Kjarnaatriði
Þessi reynsla góðra vinaþjóða leggur
til hvílu kjarnaatriði í neikvæðum mál-
flutningi Evrópuandstæðinga – að Ísland
glati sjálfstæði sínu og fullveldi með því
að ganga í ESB. Reynsla þeirra af inn-
göngu í ESB segir þvert á móti að full-
veldi Íslands muni aukast með því að
eiga þátt í sameiginlegum ákvörðunum
um sameiginleg hagsmunamál. Í dag
húkum við frammi á gangi þegar Evr-
ópusambandið tekur ákvarðanir og fáum
svo löggjöfina senda í tölvupósti. Halló,
var einhver að tala um aðlögun?
Öll þekkjum við hvernig krónuhag-
kerfið grefur í dag stöðugt undan dugn-
aði og útsjónarsemi fólks, Ísland dregst
aftur úr, og fullveldi okkar sem einstak-
linga minnkar. Þess vegna mun efna-
hagslegur stöðugleiki sem fylgir aðild
með lægri vöxtum, lægri verðbólgu og
þar með lægri skuldum – auka fullveldi
okkar sem einstaklinga. Carl Bildt hitti
því naglann á höfuðið betur en hann
kannski gerði sér grein fyrir.
Fullveldisrökin eru því tvímælalaust
já-megin í Evrópuumræðunni. Nema
góðir Íslendingar trúi Birni Bjarnasyni
og Hjörleifi Guttormssyni betur en Carl
Bildt.
„Já, hiklaust“ – Carl Bildt
EVRÓPUMÁL
Össur
Skarphéðinsson
utanríkisráðherra
S
kýrsla starfshóps innanríkisráðherra um Guðmundar- og
Geirfinnsmálin markar tímamót í hartnær fjörutíu ára
sögu þeirra mála og raunar í sögu íslenzks réttarfars.
Niðurstöður hópsins staðfesta það sem lengi hefur verið
haldið fram af þeim sem dæmdir voru fyrir aðild að mál-
unum, að stórkostlegir annmarkar voru á rannsókn málsins, réttindi
voru brotin á hinum grunuðu í stórum stíl og játningar þeirra voru
knúnar fram með þvingunum og ómannúðlegri meðferð.
Þar á meðal var misseralöng
einangrunarvist sem að mati
Gísla Guðjónssonar, eins fremsta
sérfræðings heims á sviði falskra
játninga, á sér ekki hliðstæðu á
Vesturlöndum í seinni tíð nema þá
í hinum illræmdu Guantanamo-
fangabúðum, þar sem Banda-
ríkjamenn halda grunuðum
hryðjuverkamönnum.
Starfshópurinn tekur ekki afstöðu til sektar eða sýknu í Guð-
mundar- og Geirfinnsmálunum, en telur að af áðurnefndum sökum
hafi ekki verið á játningum sakborninganna byggjandi fyrir dómi.
Hafið sé yfir skynsamlegan vafa að framburður sakborninganna,
bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, hafi verið óáreiðanlegur eða
falskur. Hæstiréttur hafi ekki getað metið rétt annmarkana á
rannsókninni og álagið sem sakborningarnir voru undir þegar þeir
játuðu.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin hafa hvílt eins og mara á íslenzku
þjóðinni um áratugaskeið, raunar allt frá því að rannsóknin hófst,
en hún varð þegar mjög umdeild. Eftir árangurslausar tilraunir
tveggja af hinum sakfelldu til að fá málin endurupptekin fyrir
Hæstarétti var loks efnt til undirskriftasöfnunar, sem Ögmundur
Jónasson innanríkisráðherra brást við með skipan starfshópsins. Í
yfirlýsingu ráðherrans þá, fyrir hálfu öðru ári, sagði: „Að mínum
dómi er það slæmt fyrir réttarkerfið – og varðar almannahag – að
sú skoðun sé útbreidd í þjóðfélaginu að réttarkerfið hafi brugðist.“
Þetta er í raun kjarni málsins. Vinna nefndarinnar hefur nú leitt í
ljós með býsna óyggjandi hætti að réttarkerfið brást. Sú niðurstaða
er nokkur sigur fyrir þá sem fengu þunga fangelsisdóma, byggða á
ómarktækum játningum. Málinu er hins vegar ekki lokið og verður
ekki lokið nema málið fáist endurupptekið fyrir Hæstarétti. Úr því
sem komið er verður það að gerast, hvaða leið sem verður farin af
þeim þremur sem starfshópur ráðherra lagði til; að ríkissaksóknari
beiti sér fyrir því, að einhverjir hinna sakfelldu fari fram á endur-
upptöku með stuðningi hins opinbera eða að Alþingi setji sérstök
lög, sem kveði á um að málið verði tekið upp að nýju.
Dómar Hæstaréttar eru endanlegir og skilyrði fyrir endur-
upptöku mála eiga að vera þröng. Eitt af grundvallaratriðum
réttarríkis, sem virkar eins og það á að gera, er hins vegar að
kerfið geti viðurkennt mistök þegar þau hafa átt sér stað. Skýrsla
nefndar innanríkisráðherra er liður í þeirri viðurkenningu í þessum
umdeildu málum – en ekki lokaskrefið.
Eins og nefndin bendir á, er það endalaust verkefni að tryggja
hlutleysi við meðferð sakamála á öllum stigum réttarvörzlukerfisins
og að fyllsta réttaröryggis sé gætt. Í rannsókn nefndarinnar á með-
ferð Guðmundar- og Geirfinnsmálanna felst alvarleg áminning um
hvaða afleiðingar það getur haft þegar menn missa sjónar á þessum
markmiðum.
Tímamótaskýrsla um 40 ára gömul sakamál:
Réttarríki viður-
kennir mistök
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
Af völdum og valdaleysi
Það er athyglisvert að lesa hug-
leiðingar Björns Bjarnasonar, fyrrum
þingmanns og ráðherra, um þann
hnút sem þingstörf hafa verið í
undanfarið, en um það skrifaði hann
pistil á heimasíðu sína á sunnudag.
Pistillinn hefst reyndar á vænisýki í
garð fréttastofu Ríkisútvarpsins, en
Birni finnst hún allt of höll undir
stjórnarflokkana og að Sjálfstæðis-
flokkurinn njóti þar ekki sann-
mælis. Ánægðari er Björn þó
með fréttaflutning Morgun-
blaðsins af þeirri staðreynd
að Ásta Ragnheiður Jó-
hannesdóttir, forseti Alþingis,
hafi gripið til þess ráðs
að halda ekki þingfund.
Ástæðuna fyrir því að
illa gengur að semja um þinglok telur
Björn vera að Jóhanna Sigurðardóttir
hafi ekki lengur nein völd. Raunar
ætti Björn að vera ánægður með það,
miðað við þann palladóm sem hann
gefur henni; að hennar gamalkunna
hlutverk sé að spilla fyrir öðrum.
Landsdómsmál dúkkar upp
Björn segir það fráleitt að stjórnar-
andstaðan eigi að láta undan kröfum
stjórnarflokkanna um afgreiðslu mála
og spyr hvort þeir eigi það skilið.
„Fyrir landsdómsmálið?
Icesave-málið? Eða öll
önnur óstjórnarmál síðustu
fjögurra ára?“ Hér er áhug-
verð innsýn í málið, er það
kergja út af lands-
dómsákærunni
sem veldur því að ekki er hægt að
fresta þingi.
Vel heppnað dulargervi
Pétur Gunnlaugsson er glöggur
maður. Hann sér í gegnum hjal
Lýðræðisvaktarinnar um að þar séu
stjórnarskrármál númer eitt, tvö og
þrjú. Það blekkir hann ekki að stefnu-
skrá flokksins snúist öll í kringum
drög stjórnlagaráðs að stjórnar-
skrá. Nei, Pétur veit betur. Hann sér
sem er, að flokkurinn er femínískur
Evrópuflokkur og er því hættur og
farinn heim. Pétur þurfti ekki nema
að líta einu sinni á þá staðreynd
að Þórhildur Þorleifsdóttir eigi að
leiða lista fyrir flokkinn og hann
sá sinn einsýna sannleika.
kolbeinn@frettabladid.is