Fréttablaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 20
26. mars 2013 ÞRIÐJUDAGUR| SKOÐUN | 20 Opið frá kl. 11–20 alla daga Engihjalla og Granda NÝTÍND, FERSK OG GÓMSÆT BER, BEINT ME[ FLUGI. 199kr. pk Jarðarb er, verð áður 32 9 kr. 259kr. pk Bláber, verð áð ur 458 k r. 289kr. pk Rifsber, verð áð ur 640 k r. 299kr. pk Brómbe r, verð á ður 579 kr. 359kr. pk Hindbe r, verð á ður 690 kr. /Ú FÆ R[ M EIRA FYRIR PENI NGIN N Í ICEL AND BOMBA BERJA Ótrúlegt verð Mörgum Íslendingum lætur ekki ýkja vel að rökræða. Miklu betur að þjarka. Í þjarkinu eru ekki brúkaðar röksemdir, held- ur fullyrðingar. Annar segir að svart sé hvítt. Hinn að hvítt sé svart. Því lengur sem þjarkað er þeim mun groddalegri verða fullyrðingarnar. Hámarkinu er svo náð með stóryrðum og kjaftbrúki (sjá bloggheima). Kjaftbrúkurum er gjarna svo mikið niðri fyrir, að þeir geta varla skrifað eina setn- ingu óbrjálaða á íslensku máli. En dugnaðinn vantar ekki. Sletturnar ganga í allar áttir! Frá þjarkinu á undanförnum áratugum er margs að minn- ast. Um Hafnarfjörð „sem verð- ur óbyggilegur sakir barnadauða af völdum mengunar ef álver rís í Straumsvík“. Um Alþingi, sem „hætt verður að kjósa til ef Ísland gengur í EFTA því þá verður þjóð- inni stjórnað frá útlöndum“. Um „hvernig landið muni fyllast af Portúgölum og Spánverjum sem setjast munu upp á kerfið ef Ísland gengur í EES“. Ég nýt þess mjög mikið að hitta slíka viðmælendur og rifja upp ummælin. Þá þurfa þeir allt í einu að flýta sér afskaplega á áríðandi stefnumót annars staðar. Hafa ekki tíma til að ræða málin. Íslending- urinn viðurkennir aldrei að hafa haft rangt fyrir sér. Þá þarf hann endilega að fara eitthvert annað. Versti óvinurinn Versti óvinur þeirra sem unna þjarkinu er ef veruleikinn er látinn mæta á staðinn. Þá er ekki lengur hægt að þjarka. Veruleik- inn fellir nefnilega dóminn. Hann gerði það í Straumsvík. Hann gerði það um EFTA. Hann gerði það um EES. Í síðustu tuttugu ár hafa þjark- arar þjarkað um ESB. Skipst á fullyrðingum, sem stöðugt verða groddalegri. Viðhaft stóryrðin – „þjóðníðingar og landráðamenn“ – og kjaftbrúk. Orðið svo heitt í hamsi að megna ekki að koma frá sér á blogginu heilli setningu á óbrjálaðri íslensku. Sem sé: Náð toppnum. Svo stóð til að láta veruleikann mæta á staðinn. Það ákvað Alþingi. Láta veruleikann skera úr um, hvort ESB-aðild myndi neyða æsku landsins inn í evrópskan her (sem raunar er ekki til) og annað álíka. En það nær auðvitað engri átt. Þá gæti þjóðin tapað þjarkinu sínu. Misst af því að geta haldið áfram að þjarka í a.m.k. önnur tuttugu ár til viðbótar. Góðir menn sjá að það má ekki gerast. Það má ekki hafa þjarkið af þjóðinni! Mikið er það nú ánægjulegt að flokkar hafa tekið ákvörðun um að leyfa þjóðinni að halda áfram að þjarka um ESB. Koma í veg fyrir að veruleikinn sé kvaddur á vett- vang. Mikið held ég að mörgum sé létt. Loksins þjóð með trygga framtíð. Meira að segja bannað að miðla upplýsingum um ESB. Loka skal Evrópustofu. Skella barasta í lás. Reka fólkið heim. Þjóðinni verður fært þjarkið sitt aftur. Hví- lík unun! Hvílíkt öryggi! Hvílík framtíðarsýn! Forystuflokkurinn, sem kennir sig við þjóðarsjálfstæðið, hefur talað. „Þjóðinni fært þjarkið sitt“ Hvílík gæfa, sem við Íslendingar njótum, að eiga allt þetta heita vatn og hafa verið svo lánsöm að koma okkur upp sundlaugum í nánast hverju bæjarfélagi svo allir fái notið þeirra ein- stöku lífsgæða sem felast í sundiðkun. Sundlaugarn- ar í Reykjavík eru einstak- ir samkomustaðir, félags- miðstöðvar í hverfum borgarinnar, þar sem allir aldurshópar eiga erindi. Morgunhanarnir koma fyrir allar aldir og sötra fyrsta kaffisopa dagsins í félagi við aðra fastagesti. Skólakrakk- arnir taka svo við þegar líða tekur á morgun og þegar degi tekur að halla koma vinnulúnir borgarar, oft heilu fjölskyldurnar saman, til að njóta dásemda heita vatnsins. Sund- laugarnar halda vel utan um gesti sína, enda hefur víðast hvar verið lagður metnaður í hönnun þeirra. Sumar hverjar eru miklir konfekt- molar, út frá sjónarhóli byggingar- listar. Það á t.d. við um Vesturbæjar- laug, sem hefur notið aðdáunar Vesturbæinga síðan hún var vígð 1961. Stórkostlegt var að koma inn í anddyrið í fyrsta sinn, þar sem við blasti gríðarmikið fiska- búr með framandi fiskteg- undum. Þegar fram liðu stundir þurfti fiskabúr- ið reyndar að víkja og þá blasti við ný sýn þegar inn var komið; gluggaveggur- inn sem veit út að lauginni sjálfri naut sín nú til fulls. Oft er gluggasyllan þétt- setin börnum, sem horfa dáleidd út á túrkís-blátt vatnið. Og inn um þennan stóra glugga horfa sund- garparnir þegar synt er í átt að húsinu. Dapurlegar breytingar En nú hafa orðið dapurlegar breyt- ingar á stemningunni í anddyri Vesturbæjarlaugar. Þegar inn er komið blasir við stórt auglýsinga- skilti, einmitt þar sem fiskabúrið stóð, og lokar fyrir útsýn til laug- arinnar sjálfrar. Og hvað ætli menn sjái ástæðu til að auglýsa í sund- laugunum, spyr einhver; trúlega hollustu af einhverju tagi? Nei, því er ekki að heilsa, því auglýsing- in í Vesturbæjarlaug er frá Euro- jackpot og ákallið er „Föstudagar til fjár“! Það hafa eflaust margir samúð með erfiðum fjárhag borg- arinnar, en rekstrarvandinn getur varla verið svo slæmur að grípa þurfi til slíkra örþrifaráða að aug- lýsa fjárhættuspil í sundlaugunum. Varla eru ráðamenn í borginni svo skyni skroppnir að þeir átti sig ekki á því að auglýsing í anddyri sundlaugar jafnast á við auglýsingu í anddyri grunnskóla, því þangað koma skólabörn í skólasund, sem er hluti af skyldunámi. Í starfsáætl- un skóla- og frístundasviðs Reykja- víkurborgar 2013 segir að setja skuli reglur um auglýsingar í skóla- og frístundastarfi, en jafnvel þó að ekki sé búið að setja reglurnar þá þarf ekki annað en að fletta upp á heimasíðu umboðsmanns barna til að finna leiðbeinandi reglur um neytendavernd barna. Þar segir að happdrætti í hagnaðarskyni og fjárhættuspil eigi ekkert erindi til barna. Það getur því varla verið annað en að yfirvöld í Reykjavíkur- borg bregðist skjótt við og fjarlægi auglýsingaskiltið um fjárhættuspil úr anddyri Vesturbæjarlaugar og opni aftur fyrir frískandi útsýnið til laugarinnar. Fjárhættuspil auglýst í sundlaugum Þeir sem krefjast afnáms verðtryggingar hafa ekki svarað því hvað eigi að koma í staðinn fyrir hana. Án verðtrygging- ar er ekki hægt að styðj- ast við íslenska krónu, fyrir því hafa verið færð sannfærandi rök í úttekt- um og skýrslum á undan- förnum misserum. Einnig má benda á að Landsfund- ur Sjálfstæðisflokksins fjallaði um afnám verð- tryggingar og komst að sömu nið- urstöðu, að verðtryggingin væri óhjákvæmilegur fylgifiskur krón- unnar. Það er ekki svo að verðtrygging hafi verið fundin upp af kölska í þeim eina tilgangi að koma heim- ilum á kaldan klaka. Verðtrygging þjónar ákveðnum tilgangi og mikil sátt ríkti í þjóðfélaginu um upp- töku hennar á sínum tíma. Verð- tryggingin leysti vanda sem þá var við að glíma og gerði lánveit- ingar til langs tíma mögulegar. Verðtryggingu fylgja aftur á móti verulegir ókostir sem hafa komið fram með skýr- ari hætti á seinni árum og vega ókostir hennar þyngra í umræðunni um þessar mundir. Skortur á samkeppni Ef hér á landi ríkti sam- keppni á fjármálamarkaði myndu fjármálastofnanir sjá sér leik á borði og bjóða upp á fleiri tegundir lána en þau hefðbundnu vísi- tölulán sem okkur bjóðast í dag. Óverðtryggð lán með breytileg- um vöxtum eru kostur sem marg- ir hafa nú kosið að nýta sér og á eftir að sýna sig hvernig reynast í íslensku efnahagsumhverfi. Önnur lánaafbrigði hljóta einnig að koma til greina, t.d. ■ lán með verðtryggingarþaki þannig að lán hækki ekki yfir fyrir fram umsamin mörk. ■ fasteignalán þar sem fasteignin ein er sett að veði, án sjálfskuld- arábyrgðar, þannig að lántakandi geti skilað inn lykli að eigninni og verið skuldlaus, lendi hann í erfið- leikum með afborganir. Báðar þessar leiðir eru færar og ekkert nema skortur á sam- keppni á fjármálamarkaði kemur í veg fyrir að þær séu nú þegar í boði. Rétt er að benda á að sá sem tekur lán á þessum kjörum, annað- hvort með verðtryggingarþaki eða „lyklaákvæði“ þyrfti sjálfsagt að greiða töluvert hærri vexti en sá sem tekur hefðbundið verðtryggt lán. Lánastofnun eða lífeyrissjóð- ur, sem veitti slík lán, myndi meta þessi ákvæði lánasamningsins sem viðbótaráhættu sem þyrfti að ná inn fyrir með hærri vöxtum. Allt ber þetta þó að sama brunni, hér á landi ríkir ekki samkeppni á fjármálamarkaði og eina vonin til að hér megi búast við samkeppni, verður ekki fyrr en erlendir bankar sjá ástæðu til að opna hér útibú. Það er ekki líklegt til að freista þeirra, fyrr en við tökum upp annan gjald- miðil. Enn hefur ekki verið sýnt fram á að Íslendingum standi neinir aðrir gjaldmiðlar til boða en evra, í kjölfar aðildar að ESB. Krafan um afnám verðtrygg- ingar er ákall um ESB-aðild SAMFÉLAG Sighvatur Björgvinsson fv. ráðherra ➜ Þjóðinni verður fært þjarkið sitt aftur. Hvílík unun! Hvílíkt öryggi! Hvílík framtíðarsýn! AUGLÝSINGAR Kolbrún Halldórsdóttir Forseti BÍL– Banda- lags íslenskra listamanna ➜ Þar segir að happdrætti í hagnaðarskyni og fjár- hættuspil eigi ekkert erindi til barna. FJÁRMÁL Bolli Héðinsson hagfræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.