Fréttablaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 30
KYNNING − AUGLÝSINGFerðahýsi ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 20136 Lýsandi dæmi um ferðafrelsi er það að geta skotist eftir vinnu á föstudegi út í búð, sett mat- inn í ísskápinn, rennt af stað í úti- legu og beinlínis slappað af strax að akstri loknum. „Þetta er það sem fólk sækist eftir þegar það kaupir sér hjólhýsi eða húsbíl. Að fara úr stressinu og vera komið í afslöppun nánast um leið og búið er að stoppa bílinn,“ segir Þrúðmar sem hefur um sextán ára skeið unnið við sölu og þjónustu á ferðahýsum. Oftar en ekki á fólk skemmtilegustu og eftir- minnilegustu minningarnar úr úti- legum. „Það er gefandi að eiga þátt í því að skapa þannig stundir.“ Úr tjaldi í hjólhýsi Þróunin í ferðahýsum hefur verið mjög hröð undanfarin ár og farið frá tjöldum yfir í tjaldvagna og síðan úr tjaldvögnum yfir fellihýsi. „Flest okkar eru að leita eftir þæg- indum og sem minnstri fyrirhöfn í fríinu og hjólhýsin og húsbílarnir eru þar fremst í flokki. Ferðafrels- ið er það sem gerir þennan ferða- máta svo eftirsóknarverðan, hvort sem fólk ferðast eitt og sér eða saman í hóp. Margir kúnnar eru í góðu sambandi við okkur og hafa lýst yfir ánægju sinni og upplifun eftir góða og skemmtilega ferð.“ Lengra sumar Hjólhýsi og húsbílar gera það að verkum að ferðatími fólks lengist, bæði er hægt að fara fyrr af stað á vorin og vera lengur að fram á haust. „Reyndar eru sumir að allan ársins hring og vita ekkert betra en að komast í kyrrð og ró í ferðahýs- inu sínu um leið og færi gefst. Þá skiptir öllu máli að vera með góðan vagn eða húsbíl þannig að ferðalag- ið verði eins skemmtilegt og fyrir- hafnarlítið og mögulegt er.“ Þann- ig er hýsið orðið að sumarbústað á hjólum sem hægt er að elta sólina á og skoða nýtt umhverfi í hverri ferð. Þýsk gæðavara Árið 2011 tók P.Karlsson við um- boðinu fyrir þýsku húsbílana og hjólhýsin frá LMC á Íslandi sem þá höfðu ekki verið flutt inn síðan 2008. „Á þeim tíma höfðu orðið miklar breytingar, og þá sérstak- lega á innréttingunum sem voru uppfærðar í nútímalegra horf.“ Þá er P.Karlsson einnig söluaðili annarra þekktra merkja eins og McLouis-húsbíla og Elnagh-hús- bíla og hjólhýsa ásamt því að selja notaða vagna og bíla. Fjölbreyttar útfærslur P.Karlsson býður upp á 32 útfærslur af hjólhýsum í þremur f lokkum; Musica, Maestro og Scandica en það eru margar stærðir sem fólk getur valið um, allt frá Musica 390 D upp í Scandica 735 K. „Flestir ættu að finna útfærslu sem hent- ar þeirra fjölskyldustærð en fólk þarf einnig að hafa í huga að velja hús sem hentar fyrir bílinn þann- ig að allt vinni vel saman.“ Húsin eru einstaklega vel búin svo sem best fari um fólk í fríinu. „Heitt og kalt vatn, stórir ísskápar, mikið geymslupláss undir bekkjum og rúmum, glæsilegar innréttingar, eldhús með eldavél, vaski og viftu. Svo getur fólk bætt við aukabún- aði eins og skyggnum, sjónvarpi og fleiru.“ Samstarf við húsbílaleigu P.Karlsson hefur stækkað jafnt og þétt frá stofnun og er félagið nú komið í samstarf við McRent, stærstu húsbílaleigu í Evrópu. „McRent Iceland ehf. mun hefja starfsemi 1. maí næstkomandi. Þar verða leigðir út þýskir gæðahúsbíl- ar með öllum borðbúnaði og auka- búnaði, svo sem bakkmyndavél, skyggni og fleiru. Bílarnir eru því fullbúnir í ferðalagið. Áætlað er að nokkrir bílanna verði svo seld- ir tveggja ára gamlir á almennum markaði. Þá verða í boði tveggja ára gamlir húsbílar á frábæru verði hjá okkur.“ Í g læsi leg u m sý n i nga rsa l P.Karlssonar að Ögurhvarfi 2 er hægt að skoða úrval hjólhýsa. Einn- ig er að finna myndir og teikningar af þeim inni á heimasíðunni www. pkarlsson.is. Fullkomið ferðafrelsi á LMC Inni í einu af þeim glæsilegu hjólhýsum sem standa í sýningarsal P.Karlssonar ehf. í Kópavogi situr Þrúðmar Karlsson, einn af eigendum fyrirtækisins og segir okkur frá þeim þægindum sem fylgja því að eiga hjólhýsi eða húsbíl. Ferðafrelsið er að sögn Þrúðmars það sem gerir þennan ferðamáta svo eftirsóknarverðan. MYND/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.