Fréttablaðið - 26.03.2013, Page 31
KYNNING − AUGLÝSING Ferðahýsi26. MARS 2013 ÞRIÐJUDAGUR 7
Segja má að Olga og Aðalsteinn hafi eignast nýtt líf þegar þau fjár-festu í hjólhýsi í hjólhýsagarði fyrir
ári. „Við vorum þarna nánast allar helg-
ar í sumar enda vorum við heppin með
veður, yfirleitt 20 stiga hiti og sól fyrir
utan tvær rigningarhelgar,“ segir Olga
sem er himinlifandi yfir nýju híbýlunum.
Áður áttu þau fellihýsi en hafði um nokk-
urt skeið langað í hjólhýsi eða húsbíl.
„Svo vorum við á gangi í hjólhýsahverfi
og sáum til sölu hús. Þetta var eitthvað
svo kósý og næs að við ákváðum að kýla
á það og höfum ekki orðið fyrir vonbrigð-
um, það er bara æðislegt að vera þarna.“
En er eitthvað við að vera í svona hjól-
hýsagarði? „Það er sko alltaf nóg að gera,“
svarar Olga og hlær. „Við förum mikið í
göngutúra, göngum upp fjallið og tökum
tíu til ellefu kílómetra göngur. Svo dytt-
ar maður að í kringum sig, gengur um
hverfið og spjallar við fólkið,“ lýsir hún
og bætir við að þau hafi kynnst yndis-
legu fólki á þessu eina ári. „Við erum til
dæmis í skemmtinefnd og þá þarf heil-
mikið að skipuleggja til dæmis fyrir
verslunarmannahelgina,“ segir hún glöð
í bragði.
Er mikill samgangur á milli hjólhýs-
anna? „Já, en þú situr ekkert uppi með ná-
grannana,“ svarar Olga kímin og held-
ur áfram: „Það er svo skrítið að þó stutt
sé á milli hjólhýsanna þá er maður mjög
sér. Maður verður ekkert var við fólkið þó
það sé við hliðina á manni.“ Mikill gróð-
ur er í garðinum en hjólhýsi Olgu og Að-
alsteins stendur hins vegar á fremur beru
svæði. „Við sjáum alla koma og fara. Þeir
kalla okkur borgarstjórana þarna því við
vitum alltaf hver er á svæðinu,“ segir Olga
hlæjandi.
Þau hjónin láta sér ekki nægja að dvelja
í sveitinni á sumrin heldur hafa notað
hjólhýsið í vetur líka. „Það er bara róman-
tískt. Þá er færra fólk á svæðinu en samt
eru alltaf einhverjir í fimm til sex húsum.
Við förum ekki síður í göngutúra á veturna
enda er mikil veðursæld á staðnum,“ segir
Olga. En er ekkert kalt á þeim í hjólhýsinu?
„Nei, maður er bara í stuttermabol inni og
við þurfum varla að kynda neitt nema á
nóttunni,“ segir hún.
Hjólhýsi Olgu er fest niður og því ferðast
þau hjónin ekki með það. Í kringum húsið
er sólpallur og þar er skúr, en á sumrin eru
þau með fortjald. En væri ekki betra að eiga
bara sumarbústað? Því er Olga ekki sam-
mála. „Í hverfinu er fólk sem hefur átt sum-
arbústað en selt hann til að kaupa hjólhýsi
hér. Þannig losnar það við alla garðvinnu og
viðhald auk þess sem þetta er mikið ódýr-
ara,“ útskýrir hún og sér helst eftir því að
hafa ekki keypt hjólhýsi fyrr. „Mér datt bara
ekki í hug að þetta væri svona notalegt,“
segir Olga og hlakkar til næstu ára í hjól-
hýsagarðinum sem hún ætlar að njóta með
eiginmanninum og barnabörnunum sem
stundum fá að koma með ömmu og afa.
Mér datt bara ekki í hug
að þetta væri svona
notalegt.
Rótor ehf. að Helluhrauni 4 í Hafnarfirði er lítið, traust fjölskyldufyrirtæki sem Lárus G. Brands-son hefur stjórnað frá stofnun þess árið 1989 og
verður fyrirtækið því 25 ára á næsta ári.
Fagfólk með ríka reynslu og þjónustulund aðstoðar
viðskiptavini Rótors jafnt í verslun sem á þjónustuverk-
stæði og eru vöruverð afar samkeppnishæf, enda flyt-
ur fyrirtækið sjálft inn megnið af sínum vörum. Stærstu
viðskiptavinahópar fyrirtækisins eru húsvagnasmiðir
og félagar húsvagnafélaga.
Tólf mánaða húsbíll
Rótor býður nú, í samvinnu við Reimo í Þýskalandi,
Heklu og Landsbankann, upp á einstakan ferða- og fjöl-
skyldubíl af gerðinni Volkswagen Transporter T5, sem
er hannaður af Reimo en útfærður fyrir Ísland af Lár-
usi sem er bifvélavirkjameistari og með áratuga reynslu
í faginu. Rótor sér um að útbúa bílana frá grunni. „Þetta
er því nýr íslenskur húsbíll,“ segir Lárus og bætir við
að Rótor sé eina íslenska fyrirtækið sem taki nýja bíla
og breyti í húsbíla. „Þetta er í raun tólf mánaða húsbíll
sem nýtist til ferðalaga á sumrin og t.d. skíða- og vél-
sleðaferða á veturna,“ segir Lárus og bendir á að bílarn-
ir komist inn í flestar bílageymslur því þeir eru undir
tveimur metrum á hæð. „Þetta eru jafnframt rúmgóðir
fjölskyldubílar og því kjörnir sem annar bíll á heimili.“
Trio Style
Til eru nokkrar gerðir af Reimo-húsbílum. Mesti fjöl-
notabíllinn er „Trio Style“ sem hentar til ferðalaga, búð-
arferða, í vinnuna, skólann eða til flutninga. „En fyrst
og fremst er hann fullbúinn ferðabíll fyrir fjölskyld-
una,“ segir Lárus. Einn slíkur er nú í smíðum hjá fyr-
irtækinu sem sýna á hjá Heklu á bílasýningu nú í maí.
Bíllinn verður með innréttingar úr eplaviði, sæti fyrir
fimm með þriggja punkta öryggisbeltum, svefnplássi
fyrir fjóra, helluborði og vaski undir gleri.
Nánari upplýsingar um bílana og aðra þjónustu Ró-
tors er að finna á www.rotor.is en einnig á Facebook-
síðu fyrirtækisins sem er afar virk og vinsæl.
Nýr íslenskur húsbíll
Rótor ehf. sérhæfir sig í vörum og þjónustu tengdum húsvögnum, breytingum
og smíði húsbíla og -vagna ásamt sölu þeirra og innflutningi. Nú smíðar Rótor
nýja íslenska húsbíla í samstarfi við Reimo, Heklu og Landsbankann.
Rafn A. Guðjónsson, húsgagnasmiður á þjónustuverkstæði
Rótors, að smíða skáp í Hyundai-húsbíl.
Lárus G. Brandsson bifvélavirkjameistari fyrir framan verslun
Rótors, við nýjan VWT5 Trio Style sem er í smíðum hjá fyrirtækinu.
MYND/GVA
Rómantískar vetrarstundir í hjólhýsi
Olga E. Ágústsdóttir og eiginmaður hennar, Aðalsteinn Böðvarsson, festu kaup á hjólhýsi í hjólhýsagarði á Suðurlandi fyrir ári. Þar
hafa þau dvalið flestar helgar síðan og skilja ekkert í því að hafa ekki látið verða af þessum draumi fyrr enda segja þau félagsskapinn
yndislegan. Þau víla ekki fyrir sér að dvelja í húsinu á veturna enda sé það afar rómantískt.
Hjónin nota hjólhýsið sumar jafnt sem vetur.
Aðalsteinn slakar á eina kvöldstund í sumar.
Olga gæðir sér á dýrindis grillmat enda smakkast allt
betur undir beru lofti.
■ Góð meðferð á svefnpoka borgar sig svo hann endist lengur og
geri sitt gagn.
■ Dúnpoka skal ekki geyma þétt pakkaða í þröngum loftþéttum
pokum. Það fer illa með dúninn og dregur úr einangrunargildi
hans.
■ Best er að geyma svefnpoka í hreinu, loftræstu umhverfi, til
dæmis í netapoka.
■ Gætið þess að setja pokann ekki rakan ofan í poka þar sem
hann gæti þá myglað.
■ Óhreinan svefnpoka er gott að þvo í þvottavél, fara í öllu eftir
þvottaleiðbeiningum á pokanum og nota þar til gerð þvottaefni.
■ Marga svefnpoka má þurrka í þurrkara. Gott er að setja tennis-
bolta með í þurrkarann til að slá loft aftur í dúninn. Athugið þó að
fylgja leiðbeiningum á pokanum varðandi hitastig.
■ Til að minnka líkurnar á að pokinn verði óhreinn er ráð að sofa
í undirfatnaði ofan í pokanum, eða í innri poka.
■ Líkamsfita getur skemmt dún ef hún kemst í snertingu við
hann.
Góð meðferð svefnpoka
tryggir betri endingu
Svo útilegurnar geti orðið sem flestar og ánægjulegastar borgar sig að hugsa vel
um svefnpokann sinn. NORDIC PHOTOS/GETTY