Fréttablaðið - 26.03.2013, Side 33

Fréttablaðið - 26.03.2013, Side 33
BÍLAR 3Þriðjudagur 26. mars 2013 FRÉTTABLAÐIÐ Hver hefur ekki oft óskað sér í þungri umferð, þar sem ekkert gengur að komast áfram, að setja bara upp blikkandi ljós, kveikja á sírenunni og láta alla aðra víkja fyrir sér. Sem betur fer er þetta ekki hægt víða, en þetta er greinilega hægt í Rússlandi, hvar annars staðar. Þar leigja ofurríkir Rússar sér bíla sem gerðir hafa verið eins að útliti og venjulegir sjúkra- bílar. Vegna þessa hafa lögreglumenn verið beðnir að rannsaka sjúkra- bíla á götum Moskvu með reglulegum hætti til að stöðva þessa starf- semi. Þessir fals-sjúkrabílar eru alls ekki ódýrir í leigu og kosta 200 doll- ara á hvern klukkutíma, eða um 25.000 krónur. Það þarf þó ekki að sitja í sjúkrabörum eða á bekkjum í bílnum því þeir hafa verið útbúnir eins og sannir lúxusbílar svo leigjendur þeirra geti borðað kavíarinn sinn og drukkið kampavín með í eðlilegu umhverfi. Ferðast um á fals-sjúkrabílum Ríkir Rússar ferðast um í lúxusinnréttuðum sjúkrabílum. LÁTLAUS INNRÉTTING Aðgerðastýri og snertiskjár lyfta upp inn- rétt ing unni. FLIPASKIPTING Skemmtilegt leiktæki en sjaldan notuð í venjulegum akstri. STÓRT SKOTT Með eitt stærsta skottið meðal jepplinga. ● Mikið rými ● Há sætisstaða ● 7 sæti sem valkostur ● Lágstemmd innrétting ● Mikið veg- og vélarhljóð ● Aksturseiginleikar Texas Mile-keppnin er sannarlega hátíð hrað- ans og er haldin annaðhvort ár í litlum bæ rétt norður af Corpus Christi í Texas. Þar var í síð- ustu viku sett enn eitt hraðametið er Hennes- sey Ford GT náði 430 kílómetra hraða. Síðast í haust náði þessi sami bíll 424 km hraða og bætti þá að sjálfsögðu eigið met sem var 415. En hvernig ætli slíkur bíll sé búinn? Hann er með 5,7 lítra V8-vél með tveimur forþjöpp- um og brennir 117 oktana bens- íni, sem aðeins er notað á keppnis- bíla. Hennessey Ford GT nær 430 km hraða KEMUR Á ÓVART Rockford-Fosgate hljóðkerfi 650 vött - öflugt og hljómgott Aftursæti á brautum og góð þriðja sætaröð Gott aðgengi að skottrými og mikið pláss. Það er gaman að fá sér nýjan bíl. Í mars býður Ergo 50% afslátt af lántökugjöldum bílalána og bílasamninga þegar þú fjármagnar kaup á bíl. Það gildir einu hvort bíllinn kemur beint úr kassanum eða er kominn með reynslu. Við aðstoðum þig með ánægju! 50% afsláttur af lántökugjöldum Suðurlandsbraut 14 > sími 440 4400 > www.ergo.is > ergo@ergo.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.