Fréttablaðið - 26.03.2013, Side 43
ÞRIÐJUDAGUR 26. mars 2013 | MENNING | 27
Olnbogavík á sér sirka tíu, fimmtán
fyrirmyndir en ég vil ekki segja
að þar sé nein ein meira metin en
önnur,“ segir Hermann Jóhannes-
son spurður hvort sögusvið skáld-
sögunnar Olnbogavík eigi sér
raunverulega fyrirmynd. „Ég hef
reyndar aldrei búið í sjávarþorpi en
ég er vel kunnugur á ýmsum Oln-
bogavíkum.“
Verður ekki ríkur
Þetta er þín fyrsta skáldsaga, hvað
kom til að þú valdir glæpasögu-
formið, var það gróðavon? „Nei,
ég sé ekki fram á að verða ríkur af
þessu, en ég hef alltaf verið tölu-
vert veikur fyrir glæpasögum. Mér
hefur reyndar mislíkað hve margar
þeirra eru húmorslausar og leggja
meira upp úr spennu og subbugangi,
en það var tilviljunin sem réði því
að þetta skyldi verða glæpasaga.“
Ertu búinn að vera lengi með hana í
smíðum? „Ég byrjaði á þessari sögu
fyrir mörgum árum en lagði hana
svo niður í skúffu og gleymdi henni.
Tók hana svo upp úr skúffunni aftur
fyrir ekki alveg eins mörgum árum,
kláraði hana og sýndi nokkrum
útgefendum sem allt að því hristu
hausinn og töldu þetta ekki geta
orðið sér að féþúfu, þannig að hún
fór enn í salt. Loks umsaltaði ég
hana svo í vetur og gaf út sjálfur.“
Aðalpersóna sögunnar er endur-
skoðandi, er það ekki skrýtið val á
sögumanni í glæpasögu? „Mér datt
í hug að sviðsetja bókhaldsglæpi og
til þess að geta gert það af einhverju
viti þarf maður náttúrulega að hafa
endurskoðanda. Þannig hangir það
nú saman.“
Endurskoðandi og prestur
Önnur áberandi persóna í sög-
unni er dálítið sérstakur prestur,
þú þekkir greinilega skemmtilega
presta? „Ég þekki fullt af skemmti-
legum prestum, en líka dálítið af
leiðinlegum en það á enginn þarna
neina beina fyrirmynd. Ég býst við
að allar persónurnar séu eitthvað
skyldar sjálfum mér en ég held það
sé ekki náinn skyldleiki við neina
aðra raunverulega persónu.“
Það vekur athygli hversu vand-
aður textinn er í bókinni, hefurðu
skrifað mikið fyrir skúffuna? „Ég
hef skrifað nokkuð af smásögum og
kveðskap en ætli mín mesta skól-
un hafi ekki verið að skrifa alveg
urmul af ráðuneytisbréfum, en
lengst af starfsævinni var ég deild-
arstjóri í menntamálaráðuneytinu.
Þar fyrir utan hef ég verið bóndi,
blaðamaður, kennari og þingfrétta-
ritari og í síðastnefnda starfinu
komst maður í kynni við virkilega
vondan texta, bæði í frumvörpum
og greinargerðum þannig að það
skerpti enn trú mína á mátt vel
skrifaðs texta.“ fridrikab@frettabladid.is
Mislíkar húmors-
lausar glæpasögur
Hermann Jóhannesson hefur sent frá sér skáldsöguna Olnbogavík, glæpasögu sem
gerist í sjávarþorpi úti á landi og hefur endurskoðanda sem aðalpersónu og sérkenni-
legan prest í aukahlutverki. Hann segir persónurnar aðallega skyldar honum sjálfum.
OLNBOGAVÍK Hermann segist þekkja vel til á ýmsum Olnbogavíkum landsins og
hafi því valið sögunni það sögusvið. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Ég þekki fullt
af skemmtilegum
prestum, en líka dálítið
af leiðinlegum.
Vantar unglinginn á heimilinu
smá bíópening?
Við einföldum millifærslur í snjallsímanum
margfalt. Með nýja Íslandsbanka Appinu
má nálgast stöðuna á reikningum og færa
smærri fjárhæðir á vini og vandamenn með
fáeinum smellum.
Þjónusta í gegnum Appið:
Hraðfærslur á þekkta viðtakendur
Staða reikninga með einum smelli
Myntbreyta og gengi gjaldmiðla
Upplýsingar um útibú og hraðbanka
Aðgengi að Netbanka o.fl. sem opnar
á fleiri möguleika
Kynntu þér nýja Appið betur
á www.islandsbanki.is/farsiminn
Veldu eða skráðu
inn upphæð
Millifærsla
framkvæmd!
Þjónustan er í boði fyrir fjárráða einstaklinga með aðgang að Netbanka Íslandsbanka.
tveir þrír!og.
Verið hjartanlega velkomin að fagna með
okkur útgáfu ljóðabókarinnar Bjargs eftir
Sigurlín Bjarneyju Gísladóttur í
Eymundsson Skólavörðustíg
í dag klukkan 17.00.
Léttar veitingar, höfundur les úr
bókinni og hljómsveitin Klassart
leikur nokkur lög.
Láttu sjá þig!
Útgáfuboð!