Fréttablaðið - 26.03.2013, Side 53

Fréttablaðið - 26.03.2013, Side 53
Það er hlýtt á toppnum Leifur Örn Svavarsson ætlar á Everest. Erfiðu leiðina, norðurhliðina, þessa sem fæstir legg ja í og sem enginn Íslendingur hefur klifið. Leifur verður með fyrirlestur hjá okkur í Faxafeni 12 þar sem hann kynnir leiðangurinn, fer yfir undirbúninginn og ræðir þær áskoranir sem framundan eru. Leifur verður í fatnaði frá 66°NORÐUR í ferðinni og höfum við m.a. sérframleitt flíkur fyrir þessar krefjandi aðstæður. Má þar nefna sérstakan dúnsamfesting sem hægt verður að skoða á fyrirlestrinum. Á kynningarkvöldinu verður 25% afsláttur fyrir gesti af völdum 66°NORÐUR vörum sem Leifur mun notast við í Everest leiðangrinum. Í dag, þriðjudag, kl. 20.00 í 66°NORÐUR Faxafeni 12. Leifur hefur áralanga reynslu af fjallaferðum og hefur stýrt ferðum íslenskra fjallaleiðsögumanna á marga hæstu tinda heimsins. Hann er sérfróður um Grænlandsjökul þar sem hann hefur meðal annars þjálfað sérsveit bandaríska hersins og indverska herinn. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.