Fréttablaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 56
FRÉTTIR
AF FÓLKI
Mest lesið
Á topp tíu á iTunes
Íslenska heimildarmyndin, The
Startup Kids, er komin á topp tíu lista
bandarísku iTunes-vefverslunarinnar
yfir vinsælustu heimildarmyndirnar.
Myndin fjallar um unga frumkvöðla
í Bandaríkjunum og í Evrópu en hún
kom út á netinu á föstudaginn og
rauk strax upp listann. Leikstjórar
eru þær Valgerður Halldórsdóttir og
Sesselja G. Vilhjálmsdóttir en þetta
er þeirra fyrsta mynd. Til samanburð-
ar er hægt að geta þess að heimildar-
myndin Searching for Sugarman, sem
hlaut Óskarsverðlaun á dögunum, er í
öðru sæti á sama lista. - áp
1 Mennirnir sem létust
2 Hús minna drauma varð hús mar-
traða
3 Annar fallhlífastökkvaranna var með
myndavél
4 Féllu fyrir utan 110 prósent leiðina
5 Sér ekki fram á gleðilega páska
Fá viðurkenningu
Samtök meðlagsgreiðenda hafa
ákveðið að veita árlega tveimur
stjórnmálamönnum sérstaka jafn-
réttisviðurkenningu. Fá þeir viður-
kenninguna sem ötulast þykja hafa
beitt sér fyrir bættum lífskjörum
umgengnisforeldra. Samtökin upp-
lýstu um veitingu þessara verðlauna
í gær, þingmennirnir Guðmundur
Steingrímsson og Pétur Blöndal fá
Jafnréttisviðurkenningu Samtaka
meðlagsgreiðenda 2013. Pétur er
sagður hafa verið ötull baráttumaður
fyrir jafnrétti kynjanna á vinnumark-
aði og Guðmundi er hrósað fyrir að
hafa beitt sér sérstaklega í málefnum
umgengnisforeldra á kjörtímabilinu
sem sé að líða. Viðurkenninguna á að
afhenda skömmu eftir páska. - óká
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is
EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VÍSIR
RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
Meiri Vísir.
ættar- og
samtímasaga.“
BJØRN BREDAL / POLITIKEN
„… áhrifamikil