Fréttablaðið - 11.04.2013, Side 1
FRÉTTIR
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Fimmtudagur
22
Umhverfisátak
FRÍTT DÓT Í skápnum í Hjartagarðinum kennir ýmissa grasa Ost
S jálfbærir skápar eða „free stuff“ skápar eru til um allan heim, til dæmis eru þeir mjög algengir í Kristjaníu í Danmörku. Oft eru líka frí-búðir í hústökuhúsum og slíkum stöð-um,“ segir Bragi Halldórsson iversl
framkvæma hana. „Ég lagði til hug-myndina, svo var einhver annar sem fann til skáp og enn annar sem dröslaði
honum í undirgöngin og festi hann “segir Bragi
SJÁLFBÆR SKÁPURENDURNÝTING Svokallaður „free stuff“ skápur er í Hjartagarðinum. Þar getur
fólk komið með dót sem það er hætt að nota og leyft öðrum að njóta.
Mikilvægt er að kenna börnum að umgangast náttúruna
og bera virðingu fyrir henni. Ef vel tekst til rækta börnin
ósjálfrátt með sér umhverfisvitund og stuðla að því að
aðrir taki upp grænan lífsstíl.
Teg 1566 - fylltur í B,C skálum á kr. 5.800,- boxerbuxur í stíl á kr. 1.995,-
NÝIR LITIR - nýtt snið !
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366Þú mætir - við mælum og aðstoðumwww.misty.isOpið frá 10-18 virka daga.Laugardaga frá kl. 10-14
Mastersmótið 2013FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2013
2 SÉRBLÖÐ
Mastersmótið 2013 | Fólk
Sími: 512 5000
11. apríl 2013
84. tölublað 13. árgangur
800 friðlýstar fornleifar
Friðlýstar fornleifar á Íslandi eru um
800 talsins. Margar þeirra liggja undir
skemmdum eða eru þegar glataðar. 2
Ekki bitnað á öryggi Forstjóri OR
segir að öryggi hafi ekki verið fórnað
þótt fjárfestingar félagsins hafi
minnkað um 6,6 milljarða. 8
Bara breytt vegna kynleiðréttinga
Kennitölum er aðeins breytt ef fólk
sækir um kynleiðréttingu. Það getur
þó haft vandræði í för með sér. 12
Ráð við skuldavanda Þeir sex
flokkar sem líklegir eru til að ná
mönnum á þing eru með misjafnar
leiðir til að takast á við skuldavanda
heimilanna. 16
TÍMAMÓT Fríða Björk Ingvarsdóttir,
nýráðinn rektor LHÍ, segir heiður að
fá að takast á við starfið. 30
SPORT Ryan Pettinella valdi körfu-
boltann í Grindavík fram yfir
viðskiptalífið í New York. 50
BRAUTRYÐJENDUR UNDIRBÚA ÆVINTÝRI Mikill hugur er í hópnum sem opnar kaffihúsið Gæs í Tjarnarbíói í júní. Steinunn
Ása Þorvaldsdóttir, Unnur Jónsdóttir, Lára Steinarsdóttir, Gísli Björnsson og María Þ. Hreiðarsdóttir leituðu fanga í Góða
hirðinum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FÓLK „Fatlað fólk getur allt – bara
ef það fær tækifæri til þess,“ segir
Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, einn
fimm nemenda í diplómanámi
fyrir fólk með þroskahömlun sem
ætla að reka kaffihúsið Gæs í
sumar. Gæs opnar í Tjarnarbíói í
byrjun júní. „Ég hugsa að þetta sé
í fyrsta skipti á Íslandi sem fatlað
fólk gerir eitthvað þessu líkt,“
segir Steinunn, sem þessa dagana
undirbýr opnun kaffihússins
ásamt félögum sínum. Í gær fóru
þau um borg og bý í leit að réttu
húsgögnunum.
„Þetta verður eins konar prufu-
sumar hjá okkur í sumar og maður
er eiginlega orðinn hálfspenntur
hvernig þetta fer allt saman,“
segir Steinunn og minnir á að
samkvæmt mannréttindasáttmála
Sameinuðu þjóðanna hafi fatlaðir
rétt til vinnu og náms.
„Ég sé ekki annað en að við eig-
um rétt á því að fá að opna okkar
eigin fyrirtæki líka,“ segir Stein-
unn ákveðin í að grípa gæsina –
eins og hún segir nafn staðarins
meðal annars vísa til. - gar / sjá síðu 6
Nýtt kaf ihús diplómahóps:
Þroskahamlaðir
grípa tækifærið
NÝ
KILJA
ZENBOOK™
HÖNNUN
HRAÐI
FEGURÐ
Bolungarvík -4° NA 11
Akureyri -5° NA 5
Egilsstaðir -4° NA 6
Kirkjubæjarkl. -2° NA 6
Reykjavík -3° NA 8
VÍÐA ÉL Í dag verða víða norðaustan
8-13 m/s og él en úrkomulítið V-til. Frost
1-10 stig, svalast inn til landsins. 4
SKOÐUN Sif Sigmarsdóttir skrifar um
fílinn í herberginu og morfínsprautu
og plástra flokksleiðtoga. 23
DÓMSMÁL Sérstakur saksóknari telur
að sú ákvörðun Gests Jónssonar og
Ragnars H. Hall, verjenda í Al Thani-
málinu svokallaða, að mæta ekki í rétt-
inn í dag gæti kallað á breytingar á
sakamálalögum. Annars sé búið að opna
sakborningum leið til þess að fresta
málum sínum út í hið óendanlega.
Ólafur tekur fram að enn eigi eftir að
koma í ljós hvort verjendurnir standi
við yfirlýsingar sínar og láti ekki sjá
sig í dómsalnum. Ragnar hefur lýst því
afdráttarlaust yfir og Gestur staðfesti
það í samtali við Fréttablaðið í gær. „Við
munum hvorugur mæta,“ sagði Gestur.
Allir sem Fréttablaðið hefur rætt
við eru sammála um að dómari eigi þá
varla annarra kosta völ en að fresta
aðal meðferðinni, sem átti að hefjast í
dag, og gefa nýjum verjendum tækifæri
til að setja sig inn í málið. Til þess hafa
Gestur og Ragnar haft um fjögur ár, frá
því að rannsókn hófst.
Verði það raunin er óvíst hversu lengi
málinu verður frestað, en jafnvel er
talið hugsanlegt að það verði fram yfir
sumarfrí dómstólanna, sem sagt fram á
næsta haust.
Ákvörðun verjendanna er án
fordæma. „Þeir sögðu sjálfir að þetta
væri fáheyrt og við teljum að það stand-
ist einfaldlega ekki að þetta sé hægt.
Þetta á ekki að gerast,“ segir Ólafur Þór
Hauksson, sérstakur saksóknari.
Aðspurður samsinnir hann því að
verði málinu frestað, eins og allt stefnir
í, bjóði það upp á að verjendur sakborn-
inga, og svo eftirmenn þeirra, segi sig
ítrekað frá sama málinu til að fá því
frestað, þess vegna að eilífu.
„Þá er búið að gefa ákveðinn tón og
gæti leitt til þess að menn þyrftu að
breyta lögum til að girða fyrir þetta,“
segir Ólafur Þór Hauksson.
- sh / sjá síðu 10
Býður upp á að menn fresti
málum út í hið óendanlega
Skróp verjenda í Al Thani-málinu í dag mun að öllum líkindum fresta málinu, jafnvel fram á haust. Sérstakur
saksóknari telur mögulegt að breyta þurfi lögum til að girða fyrir að mál séu með þessum hætti tafin að eilífu.
ÓLAFUR ÞÓR
HAUKSSON
SAMFÉLAGSMÁL Jón Helgi Björns-
son, formaður bæjarráðs
Norður þings, segir jákvætt að
nauðgunar málið sem hefur legið
á Húsvíkingum í þrettán ár sé
komið fram í dagsljósið. Hann
myndi taka málið fyrir innan
bæjarkerfisins ef það kæmi upp í
dag. Guðný Jóna Kristjánsdóttir,
sem var nauðgað á Húsavík árið
1999, sagði sögu sína í Kastljós-
inu í vikunni.
„Mér fannst Guðný hugrökk og
það er gott hjá henni að lýsa sinni
upplifun,“ segir Jón Helgi.
Solveig Lára Guðmundsdóttir,
vígslubiskup á Hólum, fundaði
með Sighvati Karlssyni, sóknar-
presti á Húsavík, í gær. Guðný
hefur upplýst að Sighvatur hafi
hvatt hana til að kæra ekki á
sínum tíma. Sighvatur sendi frá
sér yfirlýsingu í gær þar sem
hann sagðist hafa beðið Guðnýju
afsökunar.
Fréttablaðið ræddi við Hús-
víkinga í gær og ljóst er að þeir
eru enn klofnir í afstöðu sinni til
málsins. Sigurgeir Aðalgeirsson,
yfirmaður mannsins sem nauðg-
aði Guðnýju, segir nóg komið af
umfjöllun um málið.
„Það er auðvitað erfitt fyrir
hann líka,“ segir hann og vísar
þar til nauðgarans. „Þetta er mjög
erfitt fyrir samfélagið, fyrir hann
og miklu fleiri. En fólk er lítið að
spjalla um þetta því það vill ekki
rifja þetta upp.“
- sv, kóp / sjá síðu 4
Húsavíkurmálið er lærdómur fyrir bæjarfélag, segir formaður bæjarráðs:
Myndum taka málið upp í dag
Mér
fannst Guðný
hugrökk og
það er gott hjá
henni að lýsa
sinni upp-
lifun.
Jón Helgi Björnsson
formaður bæjarráðs
Norðurþings