Fréttablaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 54
11. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38 TÓNNINN GEFINN Kjartan Guðmundsson Rekstrarvörur - vinna með þér Rekstra rvörur - vinna með þ ér Rek stra rvö rur - vin na m eð þ ér Re ks tra rv ör ur - v inn a m eð þé r Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, K100,5, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/ Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, tonlist.is. 4.4.2013 ➜ 10.4.2013 LAGALISTINN TÓNLISTINN Sæti Flytjandi Lag 1 Pink / Nate Ruess Just Give Me a Reason 2 Phillip Phillips Gone, Gone, Gone 3 Christina Aqu. / Blake Shelton Just a Fool 4 Christina Agu. / Pitbull Feel This Moment 5 Sin Fang Young Boys 6 Lumineers Stubborn Love 7 Sálin hans Jóns míns Fetum nýja slóð 8 C2C Down the Road 9 Justin Timberlake Mirrors 10 Retro Stefson She Said Sæti Flytjandi Plata 1 Ýmsir Tíminn flýgur áfram 2 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn 3 John Grant Pale Green Ghosts 4 Retro Stefson Retro Stefson 5 Raggi Bjarna Dúettar 6 Of Monsters and Men My Head Is an Animal 7 Eiríkur Fjalar Very Best Off 8 Skálmöld Börn Loka 9 David Bowie The Next Day 10 Valdimar Um stund MORRISSEY Margaret on the Guillotine Fyrrverandi Smiths-söngvarinn hataði Margaret Thatcher af mikilli ástríðu, eins og sást vel í „minningargrein“ um forsætis ráðherrann fyrrverandi sem söngvarinn birti á alnetinu í vikunni. Enn gleggra dæmi var þó að finna á Viva Hate, fyrstu sólóplötu Morrissey frá 1988, þar sem umfjöllunarefnið er Thatcher á höggstokknum og óskar söngvarinn henni eins skjóts dauðdaga og mögulegt er. Lögreglurannsókn á heimili Morrissey fylgdi í kjölfarið. Járnfrúin sem fj allað var um í popplögunum Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands sem lést á mánudag, var umdeild og reyndist mörgu tónlistarfólki innblástur í dægurlagatexta sem oft og tíðum einkenndust af gagnrýni, heift og jafnvel óskum um skjótan dauða. SINEAD O‘CONNOR Black Boys on Mopeds Írska söngkonan gagn- rýndi Thatcher harð- lega í þessu lagi af annarri sólóplötu sinni, I Do Not Want What I Haven‘t Got frá 1990, og kallaði forsætisráð- herrann stríðsherra sem gæfi reglulegar skipanir um ofbeldi gegn minnihlutahópum. ELVIS COSTELLO Tramp the Dirt Down Costello, sem er frá Liver- pool, var ekkert að skafa utan af því á plötunni Spike frá 1989. Í laginu segir Costello það sinn heitasta draum að lifa nógu lengi til að upplifa andlát Thatcher og klykk- ir út með orðunum: „Ég mun standa á gröf þinni og troða drulluna niður.“ THE SPECIALS Maggie‘s Farm Ska-bandið Specials sendi frá sér sína útgáfu af þessu lagi eftir Bob Dylan árið 1980, þegar Thatcher hafði einung- is verið við völd í eitt ár, og duldist engum við hvern var átt. Dylan söng um bandaríska þjóðvarnarliðið, National Guard, en Specials um flokk þjóðernissinnaðra Breta, National Front, og vísuðu þannig til þess sem meðlimir sveitarinnar töldu kynþátta- fordóma Járnfrúarinnar. Um leið og tilkynnt var um andlát Marg- aret Thatcher hófst herferð á Facebook sem miðar að því að koma laginu Ding Dong! The Witch Is Dead, í flutningi Ellu Fitzgerald, í efsta sæti breska vinsældarlistans með niðurhali. Lagið heyrðist fyrst í ævintýra- myndinni Galdrakarlinum í Oz árið 1939 og var þá sungið af Judy Garland. Vilja nornina í efsta sætið Til eru hljómsveitir sem sjaldan eða aldrei vekja deilur. Dæmi um slíkar gæti verið Nýdönsk, sem hefur á ferlinum siglt fremur lygnan sjó og notið almennrar hylli án þess að fá fólk verulega upp á móti sér, og jafnvel sjálfir Bítlarnir, sem virðast næsta ókunnir mjög fjandsamlegum straumum um víða veröld. Auðvitað eru á þessu undantekningar, eins og öllu öðru, enda leynist skrýtna fólkið víða. En svo eru það böndin sem kljúfa pælaraheim- inn meira og minna í tvær fylkingar, með og á móti. Pink Floyd er ein af þeim grúppum. Undirritaður er ein af undan- tekningum á þeirri reglu. Mér finnst fyrsta platan þeirra góð og nokkur lög af The Wall allt í lagi. Mörg af vinsælustu lögum sveitarinnar í millitíðinni þykja mér hins vegar óbærileg áheyrnar. Þegar Shine On You Crazy Diamond hljómaði í draumum mínum heila nótt fyrir skemmstu fór ég að velta fyrir mér möguleikanum á því að lifa Pink Floyd-lausu lífi á Íslandi árið 2013. Hverju þyrfti ég að breyta til að slík tilvera gæti orðið að veruleika? Í fyrsta lagi yrði ég að hætta alfarið að líta inn á krár sem bjóða upp á lifandi tónlistarflutning. Rannsóknir hæfustu vísindamanna á því sviði (mínar) benda eindregið til að slíkt sé ómögulegt án þess að heyra Comfortably Numb eða Wish You Were Here gaulað á klukkutíma fresti hið minnsta. Ég þyrfti líka að sneiða alfarið hjá öllum umræðuþáttum um efnahagsmál í sjónvarpi, þar sem Money er jafn mikill fastagestur og myndskeið af mynt og seðlum í talningavélum. Þá væri brátt áfram nauðsynlegt að forðast alla neyslu skynvillandi fíkniefna (að minnsta kosti í félagi við aðra) og, síðast en ekki síst, aldrei, undir neinum kringumstæðum, lenda á spjalli við menntaskólanema sem hafa brenn- andi áhuga á tónlist. Þetta ætti í raun ekki að reynast svo erfitt. Veröld ný og óð Yeah Yeah Yeah‘s - Mosquito Eiríkur Fjalar - The Very Best Off Foxygen - We Are the 21st Century Ambassadors of Peace & Magic Í spilaranum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.