Fréttablaðið - 11.04.2013, Side 38
11. APRÍL 2013 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● mastersmótið 2013
© GRAPHIC NEWS
Source:
Augusta National Golf Club
AUGUSTA NATIONAL GOLF CLUB
Augusta, Georgia, April 5-8
Rae’s
Creek
Amen Corner
Composed of
second shot at
hole 11, hole 12
and tee shot
at hole 13
Tea
Olive
Pink
Dogwood
Flowering
Peach
Flowering
Crab Apple
Magnolia
Pampas Juniper
Yellow
Jasmine
Carolina
Cherry
Camellia
Holly
Azalea
White
Dogwood
Golden Bell
Chinese
Fir
Firethorn
Redbud
Nandina
Hola 1 2 3 4 5 6 7 8 9 Út 10 11 12 13 14 15 16 17 18 Inn Samtals
Par 4 5 4 3 4 3 4 5 4 36 4 4 3 5 4 5 3 4 4 36 72
Metrar 407 525 320 220 416 164 412 521 420 3.400 453 462 142 466 402 485 155 402 425 3.392 6.792
Stikur 445 575 350 240 455 180 450 570 460 3.725 495 505 155 510 440 530 170 440 465 3.710 7.435
Rae-
lækurinn
Annað höggið á 11.
braut, 12. hola og
upphafshöggið á 13.
braut tilheyra „Amen
Corner“.
Brautir Augusta-vallarins eru allar
nefndar eftir gróðri, trjám eða blóma-
tegundum sem einkenna hverja braut.
U.S. MASTERS 2013
Masters-mótið er eitt af risamótun-
um fjórum sem fram fara árlega.
Ólíkt öðrum risamótum fer mótið
ávallt fram á Augusta National-
golfvellinum í Georgíu í Bandaríkj-
unum. Augusta National er meðal
sögufrægustu golfvalla í heimi.
Klúbburinn var stofnaður árið 1933
af Bobby Jones og Clifford Roberts
en völlurinn var svo hannaður af
Jones og Alister MacKenzie.
Masters-mótið var sett á laggirn-
ar árið 1934 og fjölmargar hefðir
fylgja mótinu. Sigurvegari mótsins
hlýtur forláta grænan jakka sem
hann fær að hafa í sínum fórum í
ár og skilar honum svo aftur að ári
liðnu og er jakkinn svo geymdur í
klúbbhúsinu á Augusta National.
Leikið hefur verið um græna jakk-
ann frá árinu 1949.
Árið 1952 setti Ben Hogan á
laggirnar skemmtilega hefð sem
hefur haldist allar götur síðan.
Þriðjudagskvöldi fyrir Masters-
mótið koma allir fyrrverandi sigur-
vegarar mótsins saman í hófi sem
kallast Kvöldverður meistaranna
og er hefð fyrir því að sigurvegari
síðasta árs velji hvað verður á mat-
seðlinum. Fleiri hefðir hafa skap-
ast því frá árinu 1963 hafa þekktar
goðsagnir í golfinu slegið upphafs-
höggið í mótinu. Yfirleitt eru það
fyrrverandi sigurvegarar í mótinu
sem fá þann heiður. Á síðasta ári
voru það þeir Arnold Palmer, Jack
Nicklaus og Gary Player sem slógu
upphafshöggin í mótinu. Þeir voru
á sínum tíma kallaðir Hinir þrír
stóru og börðust um alla titla sem
voru í boði.
ALLIR KYLFUSVEINAR Í HVÍTUM
SAMFESTINGI
Ein af þeim hefðum sem hafa hald-
ist í sessi á Masters-mótinu er að
allir kylfusveinar þurfa að vera
í hvítum samfestingi. Jafnframt
þurfa kylfusveinar að vera með
græna derhúfu merkta Masters
og í hvítum tennisskóm. Þessi hefð
hefur haldist en þó með örlitlum
breytingum. Fram til ársins 1982
gátu kylfingar ekki notað sína eigin
kylfusveina heldur þurftu að nota
þá kylfusveina sem voru á launskrá
Augusta National-golfklúbbsins.
Þeir kylfusveinar voru allir blökku-
menn. Breyting varð á þessu fyrir
um 30 árum en klúbburinn lét
undan þrýstingi almennings sem
þóttu þær reglur úreltar. Sá kylfu-
sveinn sem starfar fyrir þann kylf-
ing sem á titil að verja í mótinu fær
samfesting sem er merktur nr. 1.
Nokkuð færri kylfingar leika í
Masters-mótinu en í öðrum risa-
mótum. Í ár fengu 94 kylfingar
keppnisrétt. Norður-Írinn Darren
Clarke þurfti að draga sig úr keppni
vegna meiðsla og því eru aðeins 93
keppendur með í mótinu. Enginn
biðlisti er fyrir mótið og því tekur
enginn sæti Clarke í mótinu. Sigur-
vegari í Masters-mótinu fær keppn-
isrétt til lífstíðar og eru margir
fyrrverandi meistarar sem láta sig
ekki vanta á Augusta National ár
eftir ár þótt árangurinn sé oft og
tíðum ekkert sérstakur.
MÓTIN VINNAST Í AMENHORNINU
Flestir íslenskir golfáhugamenn
eru farnir að kannast vel við Aug-
usta National-golfvöllinn, sem er af
mörgum talinn einn besti golfvöll-
ur í heimi. Völlurinn þykir gríðar-
lega fallegur fyrir augað og þeir út-
völdu sem gefst tækifæri á að leika
völlinn dásama hann. Völlurinn
hefur þó tekið miklum breytingum.
Allar brautir vallarins hafa sitt
heiti og draga nafn sitt af tré eða
af runna sem er á hverri braut
fyrir sig. Eitt frægasta kennileiti
vallarins er Amen-hornið sem nær
frá öðru höggi á 11. braut til upp-
hafshöggsins á 13. braut. Það er á
þessum kafla sem mörg Masters-
mót vinnast eða tapast.
Heitið er dregið af umfjöllun
Herbert Warren í Sports Illustrated
frá árinu 1958 en með heitinu vildi
hann leggja áherslu á að þetta væri
sá hluti vallarins þar sem hlutirnir
gerðust. 11. brautin er jafnan talin
vera meðal erfiðustu brauta vallar-
ins og svo er 12. brautin stutt par-3
hola þar sem þó er auðvelt að tapa
höggum líkt og sagan hefur sýnt.
Talsverð sóknarfæri eru hins vegar
á 13. braut sem er par-5 hola þar
sem upphafshöggið skiptir höfuð-
máli ætli kylfingar sér að eiga von
um að slá inn á flöt í tveimur högg-
um.
Jack Nicklaus hefur oftast stað-
ið uppi sem sigurvegari á Masters-
mótinu en hann hefur alls sex sinn-
um klæðst græna jakkanum. Arn-
old Palmer og Tiger Woods hafa
unnið mótið fjórum sinnum. Banda-
ríkjamenn hafa verið sigursælir í
mótinu og fyrsti sigur evrópsks
kylfings kom ekki fyrr en árið 1980
þegar Seve Ballesteros sigraði. 16
kylfingar hafa unnið mótið oftar en
tvisvar sinnum.
Spennandi verður að sjá hvort ný
met verða sett á Masters-mótinu í
ár þegar mótið fer fram í 77. sinn.
Haldið í hefðirnar á Augusta
● Fyrsta Masters-mótið fór fram á Augusta National-golfvellinum fyrir 79 árum og mótið hefur síðan alltaf verið eitt af stærstu mótum ársins.
Fjórtán ára gamall drengur frá Kína mun skrá nafn sitt í
metabækurnar á Masters-mótinu í ár þegar hann verður
yngsti kylfingurinn í sögu mótsins til að taka þátt. Guan Ti-
anlang vann sér inn keppnisrétt í mótinu með því að sigra
á Opna asíska áhugamannamótinu en helstu áhugamanna-
meistarar fá boð í mótið. Guan mætti á Augusta National fyrir
þremur vikum og hefur æft stíft í aðdraganda mótsins.
Guan lék á mánudag níu holur með Tiger Woods og var
besti kylfingur heims heillaður af kínverska undrabarninu.
Woods sagði að leikur Guan og ákvörðunartaka væri líkari
því sem er hjá kylfingi við þrítugsaldur en hjá unglingi frá
Kína.
Guan hefur engu að tapa og allt að vinna á Masters-mótinu.
Sökum aldurs hefur hann ekki sama líkamlega styrk og flest-
ir mótherjar hans í mótinu. Hann slær talsvert styttra en þeir
bestu en er með mjög gott stutta spil sem mun hjálpa honum.
„Það verður smá pressa á mér en ég ætla ekki að setja of
mikla pressu á sjálfan mig. Ég ætla að njóta þess að að spila á
Masters-mótinu,“ segir Guan. Hann mun slá við meti Ítalans
Matteo Manassero sem var 16 ára þegar hann lék á Masters
fyrir þremur árum.
„Ég hef sjálfstraust og veit að ég get spilað vel. Ég ætla að
spila minn eigin leik eins og ég er vanur. Ég mun ekki fara
fram úr sjálfum mér,“ segir Guan. Það er í raun stórkostlegt
afrek að Guan skuli vera að fara að leika á Masters-mótinu.
Guan er greinilega gríðarlega efnilegur kylfingur og hver veit
nema að hann slái í gegn á mótinu í ár. Alveg sama hver ár-
angur hans verður þá er nafn hans komið til að vera í sögu-
bókunum á Augusta National. Hvað varst þú að gera þegar þú
varst 14 ára?
14 ára undrabarn leikur á Masters
Tianlang Guan tekur þátt í Mastersmótinu í ár og setur með því
nýtt met. NORDICPHOTOS/GETTY
Jack Nicklaus er í sérflokki þegar
kemur að því að vinna Masters-
mótið. Hér sést hann eftir sigur
sinn árið 1972.
NORDICPHOTOS/GETTY