Fréttablaðið - 11.04.2013, Side 8
11. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8
Regluleg meðallaun fullvinnandi fólks
400
300
200
100
0
2008 2009 2010 2011 2012
Þú
su
nd
k
ró
nu
r
meðaltal
357 291 377 312 389 327 408 343 436 367
HAGTÖLUR Regluleg meðallaun
fullvinnandi fólks voru hér 402
þúsund krónur að meðaltali árið
2012, að því er fram kemur í
nýjum tölum Hagstofu Íslands.
Í umfjöllun Hagstofunnar segir
að algengustu reglulegu laun hafi
verið 300 til 350 þúsund krónur,
en um 18 prósent launamanna hafi
verið á því bili. „Þá voru um 65 pró-
sent launamanna með regluleg laun
undir 400 þúsund krónum,“ segir í
frétt Hagstofunnar. „Regluleg laun
fullvinnandi karla voru 436 þúsund
krónur að meðaltali á mánuði en
kvenna 367 þúsund krónur.“ 69
þúsund krónum munar þar á kynj-
unum. Þá kemur fram að heildar-
laun fullvinnandi hafi í fyrra verið
að meðaltali 488 þúsund krónur á
mánuði, karlar með 548 þúsund og
konur 425 þúsund. Þar munar 123
þúsund krónum.
Regluleg laun voru hæst í fjár-
mála- og vátryggingastarfsemi,
eða 584 þúsund krónur, en lægst í
fræðslustarfsemi, 346 þúsund krón-
ur að meðaltali. - óká
Fólk í fjármála- og vátryggingastarfsemi fékk hæstu launin í fyrra en þau lægstu fékk fólk í kennslu:
123.000 krónum munar á konum og körlum
ÖRYGGISMÁL Hagræðingar aðgerðir
Orkuveitu Reykjavíkur
(OR) hafa ekki bitnað á
öryggi veitu kerfis fyrir-
tækisins, að sögn Bjarna
Bjarnasonar, forstjóra OR.
Fréttablaðið hefur greint
frá því að hluti hitaveitu-
lagna OR á Vestur landi sé í
slæmu ástandi. Lagnir hafi
reglulega farið í sundur
síðustu misseri og skapað
hættu fyrir menn og dýr, auk þess
að valda gróðurskemmdum.
Lögn á milli Deildartungu og
Akraness hefur fjórum sinnum farið
í sundur síðustu tvö ár, í eitt skiptið
með þeim afleiðingum að hross fest-
ist í sjóðheitu dýi og drapst.
OR hefur á síðustu tveimur árum
gripið til viðamikilla hagræðingar-
aðgerða með það fyrir augum
að tryggja rekstrargrundvöll
fyrirtækis ins sem er mjög skuld-
sett. Til dæmis hafa fjárfestingar í
veitukerfi fyrirtækisins verið lækk-
aðar um 6,6 milljarða króna miðað
við fyrri áætlanir og þá stendur til
að lækka þær um 8,4 milljarða til
viðbótar til ársins 2016.
Þrátt fyrir þennan niðurskurð
segir Bjarni Bjarnason að öryggi
veitukerfisins hafi ekki verið
fórnað. „Þetta er auðvitað
góð og gild spurning. Við
höfum skipt öryggismálum
í tvennt. Annars vegar er
afhendingaröryggi til við-
skiptavina; að þeir fái heitt
og kalt vatn og rafmagn og
að við tökum við úrgangi.
Við sjáum ekki að það hafi
minnkað neitt þessi ár frá
því að við drógum úr fjár-
festingum,“ segir Bjarni. „Hins
vegar eru það öryggismál; líf og
limir og slysahætta. Þar er aldrei
hægt að leyfa sér að taka áhættu
með of miklum niðurskurði. Við
höfum því nálgast það þannig að
ef það reynist vera hætta einhvers
staðar þá skoðum við það alveg sér-
staklega.“
Bjarni segir að sumar lagnir á
Vesturlandi séu því miður ekki í
góðu ástandi. OR hafi þó verið að
taka fyrir verst förnu hluta þeirra
en hann ætlar að biðja um að þessi
svæði verði skoðuð sérstaklega.
magnusl@frettabladid.is
Niðurskurður
ekki bitnað á
öryggi hjá OR
Hituveitulagnir OR á Vesturlandi hafa ítrekað farið í
sundur og valdið slysahættu. Síðustu tvö ár hefur OR
minnkað fjárfestingar í veitukerfi um 6,6 milljarða.
SKORRADAL Á SUNNUDAG Þúsundir lítra af 90 gráða heitu vatni láku út þegar
heitavatnslögn í Skorradal fór í sundur á sunnudag. Þegar ljósmyndara Fréttablaðs-
ins bar að garði var vatnið að mestu þornað. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ÞJÓÐ Á TÍMAMÓTUM
Opinn stjórnmálafundur ASÍ á Grand Hótel,
fimmtudaginn 11. apríl kl. 19.30
1. Gengis- og verðlagsmál
2. Atvinnu- og menntamál
3. Nýtt félagslegt húsnæðiskerfi
Formönnum þeirra flokka sem eiga sæti á þingi og bjóða
fram í alþingiskosningunum 2013 er boðið til að ræða:
Þátttakendur:
Signý Jóhannesdóttir,
varaforseti ASÍ,
fundarstjóri
Þóra Arnórsdóttir,
umræðustjórn
Gylfi Arnbjörnsson,
forseti ASÍ
Árni Páll Árnason,
formaður
Samfylkingarinnar
Bjarni Benediktsson,
formaður
Sjálfstæðisflokksins
Björn Valur Gíslason,
varaformaður Vinstri-
hreyfingarinnar –
græns framboðs
Guðmundur
Steingrímsson,
formaður
Bjartrar framtíðar
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson,
formaður
Framsóknarflokksins
Fundurinn verður sendur beint út á www.asi.is
KOSNINGAR Utankjörfundar-
atkvæðagreiðsla hefst í Laugar-
dalshöll næsta mánudag. Opið
verður alla daga frá 10 til 22. Á
kjördag verður opið frá 10 til 17
fyrir þá kjósendur sem búa utan
höfuðborgarsvæðisins. Hægt er
að kjósa hjá sýslumanninum í
Reykjavík í dag og á morgun.
Á vefnum kosning.is er hægt
að kynna sér hvenær kjör fundur
fer fram á sjúkrastofnunum,
hjúkrunar heimilum og öðrum
stofnunum. - hó
Alþingiskosningar 2013:
Hægt að kjósa í
Laugardalshöll
ÞEKKIR ÞÚ TIL?
Þekkir þú dæmi um slæmt ástand
hitaveitulagna? Sendu okkur línu á meira@
frettabladid.is
BJARNI
BJARNASON