Fréttablaðið - 11.04.2013, Side 2

Fréttablaðið - 11.04.2013, Side 2
11. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 FORNLEIFAR Minjastofnun Íslands (MÍ), eins og fyrri stjórnsýslu- stofnanir um minjavörslu, hefur aldrei fengið nægilegt fjármagn frá ríkinu sem gerir henni kleift að uppfylla lögbundið hlutverk sitt. Á sama tíma bíða verkefni í hundr- uða vís er varða minjavörslu og skráningu forn- leifa. Kristín Huld Sigurðar dóttir, forstöðumaður MÍ, áætlar að fjárveiting til stofnunarinnar fyrir árið 2013 sé innan við helm- ingur þess sem nauðsynlegt væri. „Til að reka góða Minjastofnun veit- ir okkur ekkert af 150 milljónum til viðbótar [MÍ fær um 120 milljónir á fjárlögum 2013]. Það hefur allt- af verið þannig að við fáum minna fjármagn en nauðsynlegt er til að uppfylla lögbundnar skyldur okkar.“ Þau verkefni í minjavörslu sem sitja á hakanum vegna fjársvelt- is eru óteljandi, að sögn Kristínar. Fornleifaskráning er þar framar- lega í röðinni. „Við vitum einfald- lega ekki hvað við eigum af forn- leifum á Íslandi. Slík skráning er til dæmis forsenda þess að sveitar- félögin og framkvæmdaaðilar hafi nauðsynlegar upplýsingar. Svo þarf fjármagn í viðhald minjanna og frekari rannsóknir.“ Aðspurð um ástæður þess að minjaverndin hefur ekki borið meira úr býtum segir Kristín að lög um menningarminjar kveði á um að ríkið eigi að sjá um friðlýsta minja- staði og halda þeim við. „En þeir sem setjast niður og reikna kostnað á vegum ríkisins hafa ekki áttað sig á því hvert verksvið svona stofnun- ar er, og þeirra sem þar starfa. Það er mjög alvarlegt mál en ég trúi því að það standi til bóta. Það er ergi- legt að vera í þessari stöðu þegar við gætum verið að vinna að fjölda spennandi verkefna um allt land; verkefnum sem verður að sinna og gætu byggt undir starfsemi eins og ferðaþjónustu,“ segir Kristín. Úttekt Minjastofnunar á frið- lýstum fornleifum stendur yfir en eina aðgengilega skráin er yfir 20 ára gömul. MÍ er skylt að halda skrá yfir allar fornminjar á Íslandi. Áætlað hefur verið að á Íslandi séu þær á bilinu 150 til 200 þúsund og að fæstar hafi verið skráðar á vett- vangi. svavar@frettabladid.is „Vitum ekki hvað við eigum af fornleifum“ Stjórnsýsla minjavörslu aldrei fengið nægilegt fjármagn til að sinna lögbundnu hlutverki sínu. Fjárveitingavaldið skilur ekki eðli og hlutverk Minjastofnunar, segir forstöðumaður. Aðkallandi verkefni er varða fornleifar eru talin í hundruðum. Friðlýstar fornleifar á Íslandi eru um 800. Fáum hefur verið gert hátt undir höfði; margar þeirra liggja undir skemmdum eða eru þegar glataðar. Fréttablaðið greindi í gær frá einni slíkri; friðlýstum minjum á Akbraut í Rangárvallasýslu þar sem bænhús og kirkjugarður eru að fjúka burt. Þar liggja bein frá 13. öld innan um hleðslusteina á örfoka landinu. Margt hefur aftur verið vel gert; meðal rannsókna og uppbyggingar á friðlýstum minjum nefnir Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, Skálholt, Hóla, Reykholt, Skriðuklaustur og Gásir, en á bak við þær var fjár- magn úr Kristnihátíðarsjóði. Liggja undir skemmdum eða glataðar MINJASTAÐUR Við bæinn Akbraut hafa friðlýstar minjar orðið illa úti í uppblæstri. Innan um grjótið liggja beinaleifar frá 13. öld. MYND/RAGNHEIÐUR HEILBRIGÐISMÁL Kostnaður fjölda einstaklinga vegna lyfjakaupa breytist 4. maí þegar Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) taka í notkun nýtt greiðsluþátttökukerfi. Við breytingarnar lækkar kostnaður einstaklinga sem kaupa mikið af lyfjum en kostnaður fjölda ann- arra hækkar. Nýja kerfið byggir á lögum sem Alþingi samþykkti í fyrra en markmið þeirra var að auka jafnræði milli lyfjakaupenda og tryggja að lyfjakostnaður lækkaði hlutfallslega hjá þeim sem þurfa að nota mikið af lyfjum. Kostnaður SÍ vegna greiðsluþátttöku í lyfjakaupum breytist lítið sem ekkert við breytingarnar. Kostnaður einstak- linga breytist hins vegar í flest- um tilvikum. Eins og áður sagði munu þeir sem greiða mikið í lyfjakaup njóta góðs af breytingunum en þær fela meðal annars í sér að sett er þak á lyfjakostnað ein- staklinga á hverju tólf mánaða tímabili. Margir munu þó þurfa að greiða meira en áður, þar af sérstaklega tveir hópar. Í fyrsta lagi þeir sem eru með lágan lyfjakostnað á ári, miðað er við undir 24.075 krónur hjá almennum notendum og 16.050 krónur hjá börnum, ungmennum og lífeyrisþegum. Þessir hópar munu nú enga niðurgreiðslu fá. Í öðru lagi er það nokkur hluti þeirra ríflega 30 þúsund lyfjakaupenda sem hafa notast við stjörnu- merkt lyf sem hafa verið að fullu niðurgreidd. Þeirra á meðal eru glákulyf, sykursýkilyf og krabbameins- lyf. Framvegis þurfa notendur þessara lyfja að taka þátt í kostnaði þeirra og mun kostn- aður einstaklinganna því í mörgum tilfellum aukast. Nálgast má upplýsingar um hvernig lyfjakostnaður hvers og eins breytist á vef- síðu SÍ. - mþl Sjúkratryggingar Íslands taka brátt í notkun nýtt greiðslukerfi: Lyfjakostnaður margra eykst LYF Svokölluð stjörnumerkt lyf verða ekki lengur að fullu niður- greidd þegar breytingarnar taka gildi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR KRISTÍN H. SIGURÐAR- DÓTTIR UTANRÍKISMÁL Ísland hefur ákveð- ið að gerast aðili að netöryggissetri NATO sem staðsett er í Tallinn í Eistlandi. Össur Skarphéðinsson tilkynnti Urmas Paet, eistneskum starfsbróður sínum, þetta í gær. Um er að ræða svokallað önd- vegissetur þar sem fram fara rannsóknir um baráttu gegn tölvu- glæpum og netárásum. Fimmtán aðildarríki NATO eru aðilar að net- öryggissetrinu. Í tilkynningu frá utanríkisráðu- neytinu er haft eftir Össuri að Paet hafi hvatt Íslendinga til að gerast aðilar að setrinu og það hafi orðið úr eftir nánari könnun. - þj Ísland í samstarf við fimmtán aðildarríki NATO: Nýr kafli í netöryggi ÞJÓÐLEGIR RÁÐHERRAR Össur Skarphéðinsson og Urmas Paet funduðu á Litlu kaffistofunni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SPURNING DAGSINS Björn, ætlið þið að biðja útvarpsstjóra að spila meira diskó á langbylgjunni? „Það er allt betra en ljósasjóið í mastrinu.“ Héraðsbúar kvarta undan óvenjulegum ljósagangi frá langbylgjumastri Ríkisútvarps- ins á Eiðum og vilja útvarpsstjóra til fundar eystra. Björn Ingimarsson líkir fyrirbrigðinu við diskóljós. SVANDÍS ÁRNI FYRIR FÓLKIÐ Í LANDINU FUNDUR Í KOSNINGAMIÐSTÖÐ VG Í BORGARTÚNI 16 Í KVÖLD KL. 20. Ávinningur í umhverfismálum, mikilvægi Rammaáætlunar, ný náttúru- verndarlög, verndun Mývatns og svo margt fleira. Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra og Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands verða með framsögur. Líflegar umræður og léttar veitingar. VERNDUN MÝVATNS ALLIR VELKOMNIR UMHVERFISMÁL OG NÁTTÚRUVERND SKIPULAGSMÁL Byggingarfulltrú- anum í Reykjavík hefur borist fyrirspurn varðandi skilyrði fyrir uppsetningu og rekstri á svokölluðu svefnklefahóteli. Fram kemur að fyrirmyndin sé japönsk en að sennilegast verði notast við kínverska klefa sem séu 2,2 metrar á dýpt en aðeins 1,2 metrar á breidd og hæð. Starfsmaður verði aðeins á staðnum hluta úr degi en annars verði notast við sjálfsafgreiðslu- kerfi. Klefarnir eru sagðir vera úr eldvörðu efni og hver sig vera með loftræstingu, reykskynjara, slökkvitæki, rafmagnsinnstungu, skúffu og spegli. - gar Nýjung í ferðaiðnaði hér: Svefnklefahótel í burðarliðnum FRAMKVÆMDIR „Þetta virtist ekki fara sérstaklega í taugarn- ar á háskólanemum. Ég held að fólk hafi frekar viljað fá aðeins meiri sprengingu,“ segir Ólafur Guðnason, hússtjóri Þjóðar- bókhlöðunnar, en í gær var byrjað að sprengja í grunni Húss íslenskra fræða sem til stendur að reisa við hlið Þjóðar- bókhlöðunnar. Gleranddyri Þjóðarbókhlöð- unnar var lokað í tíu mínútur meðan á sprengingunni stóð í varúðarskyni. Þá voru gestir varaðir við fyrir fram og sýndu allir því sem fram fór skilning. - mþl Sprengt í grunni við HÍ: Spenna vegna sprengingar DANMÖRK Bann við kaupum á vændi verður meðal kosningamála í borgar- stjórnarkosningunum í Kaupmannahöfn í nóvember. Þetta staðfestir, Frank Jensen, yfirborgarstjóri í Kaupmannahöfn og annar tveggja varaformanna Jafnaðar- mannaflokksins, í samtali við blaðið Information. Þessi stefna gengur gegn stefnu stjórn- valda, þar sem jafnaðarmenn eru einnig í forystu, en Jensen segir engan árekst- ur verða vegna þessa. Bann við vændis- kaupum sé yfirlýst stefna Jafnaðar- mannaflokksins frá landsfundi árið 2009. „Þetta er afstaða Jafnaðarmanna- flokksins og fulltrúar flokksins hljóta að mega fylgja henni eftir,“ sagði Jensen við Information. Helle Thorning-Schmidt, forsætisráð- herra og formaður Jafnaðarmanna, sló slíkar hugmyndir út af borðinu í vetur, eftir ráðleggingar sérfræðinganefndar. „Það er engin von til þess að uppræta vændi með því að gera vændiskaup ólög- leg,“ sagði Thorning-Schmidt við það til- efni. Jensen hyggst þó halda sínu striki ótrauður. - þj Yfirborgarstjórinn í Kaupmannahöfn gengur gegn stefnu stjórnvalda: Borgarstjóri vill banna vændiskaup NÝHÖFN AÐ NÆTURLAGI Yfirborgarstjórinn í Kaupmannahöfn vill vinna að banni á vændiskaupum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.