Fréttablaðið - 11.04.2013, Side 12

Fréttablaðið - 11.04.2013, Side 12
Engin heildarlöggjöf er til um kennitölur á Íslandi. Vissulega eru til ákvæði um útgáfu kennitalna, enda eru þær orðnar helsta og mikil vægasta auðkenni Íslendinga í dag. Þegar lög um Þjóðskrá voru sett árið 1952 voru kennitölur ekki til, heldur var einungis stuðst við nafnnúmer, en með þeim var ekki gerð nein breyting á lögum. Gagnrýndu lagabreytinguna Almennt séð eiga Íslendingar að hafa sömu kennitöluna allt sitt líf. Ein undantekning er þó þar á og hún er sú þegar einstaklingur ákveð- ur að fara í kynleiðréttingu. Sam- kvæmt lögum um réttindi fólks með kynáttunarvanda hafa þeir einstak- lingar heimild til að sækja um nafn- breytingu og þar með nýja kennitölu til Þjóðskrár. Rökin eru þau að með því sé verið að veita fólkinu nýtt upphaf. Málið er þó ekki eins einfalt og það hljómar í fyrstu. Fram kemur í umsögn Þjóðskrár Íslands, vegna frumvarps til laga um réttarstöðu einstaklinga með kynáttunarvanda, að ef einstakling- ur fær úthlutað nýrri kennitölu eigi hann á hættu að glata ýmsum rétt- indum sem eru tengd við þá fyrri. Ný kennitala yrði til í Þjóðskrá en sú gamla færist yfir á „horfinna- skrá“ og verður þannig óvirk. Öll gömul fríðindi fyrnast Þetta þýðir að öll fríðindi sem fylgdu gömlu kennitölunni fyrnast, til dæmis hjá tryggingafélögum, þar sem ekki verður hægt að finna tengsl á milli nýju kennitölunnar og þeirrar gömlu. Að sama skapi munu lífeyrissjóðir ekki getað fund- ið umrædd tengsl. Þá gæti reynst ómögulegt að nálgast gamlar ein- kunnir úr framhalds- eða háskóla, jafnvel þótt gömlu kenni tölunni sé framvísað þar sem hún mun ekki finnast á skrá, vegna þess að einungis örfáir aðilar munu hafa aðgang að breytingasögunni og eru skólar ekki þar á meðal. „Þjóðskrá Íslands telur það ekki þróun í rétta átt að heimila breyt- ingar á einkvæmu auðkenni borgar- anna þegar það er ekki nauðsynlegt vegna rangra gagna við uppruna- lega skráningu eða vegna mistaka. Með því er átt við að kennitalan hér á landi er ekki kyngreinanleg og við úthlutun nýrrar kennitölu í þeim til- vikum sem hér um ræðir myndu einungis 3 tölustafir af 10 breytast enda er ekki gert ráð fyrir að ein- staklingur fái nýjan fæðingardag eða fæðingarár við úthlutun nýrrar kennitölu vegna kynleiðréttingar.“ Þegar gefin eru út fæðingar- vottorð fyrir einstaklinga sem hafa leiðrétt kyn sitt í Þjóðskrá þá koma upplýsingar um fyrra nafn og fyrra kyn í neðanmálsgrein á fæðingar- vottorðinu en stofnunin telur sér ekki heimilt að breyta uppruna- upplýsingum úr fæðingarskýrslu. Siðmennt var líka á móti Fram kemur í umsögn Sið menntar um málið að fái einstaklingur nýja kennitölu sé hætta á því að það myndist listi yfir það fólk sem hafi farið í kynleiðréttingu. Kalli einhver fram lista yfir ein- staklinga sem fengið hafa nýjar kennitölur er viðkomandi kominn með lista yfir þá sem hafa farið í kynleiðréttandi aðgerð. Listinn myndi eingöngu ná yfir einstaklinga sem óskuðu eftir nýrri kennitölu vegna þessa, þar sem engum öðrum býðst þessi kostur. Siðmennt lagði til að heimildin til að fá nýja kennitölu færi ekki í lögin, sem þó kom á daginn að hún gerði. Varð engu að síður að lögum Frumvarpið varð að lögum síð- asta sumar og voru ekki gerðar neinar breytingar á ákvæðinu um útgáfu nýrrar kennitölu, þrátt fyrir umsagnir Þjóðskrár og Siðmenntar. „Við leiðréttingu á kyni og nafn- breytingu í Þjóðskrá er heimilt að úthluta umsækjanda nýrri kenni- tölu hjá Þjóðskrá Íslands. Óski hann nýrrar kennitölu skal fyrri kenni- tala vera aðgengileg þeim stjórn- völdum og öðrum aðilum sem starfs síns vegna þurfa að vita um tengsl nýju og eldri kennitölunnar,“ segir í 8. grein laganna. Gloppa í Þjóðskrá varðandi kennitölur Kennitölum hér á landi er aðeins breytt ef sótt er um nafnbreytingu vegna kynleiðréttingar. Engin heildarlöggjöf er til um kennitölur. Þeir sem fara í kyn- leiðréttingu segja nýja kennitölu valda miklu flækjustigi innan kerfisins. Ugla Stefanía Jónsdóttir kláraði sitt kynleiðréttingarferli síðasta sumar, á svip- uðum tíma og lögin gengu í gegn á Alþingi. Hún ákvað þó að sækja ekki um nýja kennitölu hjá Þjóðskrá, þar sem hún hafði horft upp á vinkonu sína, sem einnig gekkst undir kynleiðréttingu, ganga í gegnum flókið ferli vegna kennitalnanna tveggja hjá hinum ýmsu stofnunum. „Hún fór til dæmis í bankann og ætlaði að færa peninga yfir á nýju kenni- töluna sína, en þá sagði kerfið einfaldlega að hún væri látin. Það koma upp ýmis svoleiðis vandamál innan kerfisins svo ég ákvað bara að halda minni gömlu,“ segir Ugla. „Það er að mínu mati mun skárra að fá stundum upp gamla nafnið sitt heldur en að einhver segi mér að ég sé dáin.“ Ugla segist hafa íhugað að fara fram á nýja kennitölu ef vand- kvæðin væru ekki svona mikil. Fréttablaðið ræddi við fleiri einstaklinga sem höfðu fengið kyn sitt leiðrétt og sögðu allir sömu söguna; að þetta væri verulega flókið innan kerfisins. Rétt eins og Ugla bendir á er ekkert sem segir til um að nauðsynlegt sé að sækja um nýja kennitölu fái maður nýtt kyn, enda eru númerin ekki kyn- greinanleg líkt og tíðkast víða í nágrannalöndum okkar. „VILL FREKAR FÁ UPP GAMLA NAFNIÐ HELDUR EN ÚRSKURÐ UM AÐ ÉG SÉ DÁIN“ Á Íslandi byggist kennitalan upp á fæðingardegi og ári sem eru fyrstu sex tölustafirnir en síðustu fjórir eru hlutlaus auðkenni að öðru leyti en því að síðasta talan táknar þá öld sem viðkomandi er fæddur á. Ef viðkomandi fær nýja kennitölu breytast einungis þrír stafir í aftari hluta talnarun- unnar, enda verður að halda eiginlegum fæðingardegi og öld. Á Vísindavefnum er tekið dæmi um mann sem fæðist 12. janúar 1960. Sex fyrstu stafirnir tákna fæðingardag og ár og sá síðasti öldina. Sjöundi og áttundi eru raðtala án merkingar, sem er úthlutað frá 20 og upp úr, til dæmis 33. Níunda talan er svokölluð vartala, eða öryggistala, sem má vera á bilinu 0 til 9. Hún er fundin út með því að margfalda hverja tölu með ákveðinni annarri tölu eins og sýnt er í töflunni hér til hliðar. Niðurstöðutölurnar eru síðan lagðar saman og í sýnidæminu er útkoman 58. Deilt er í summuna með 11. Hér er útkoman 5, en þá vantar 3 til að dæmið gangi upp. Sú tala er dregin frá 11 og út fæst 8. Vartalan er því 8 og kennitalan 120160-3389. KENNITALAN ÞÍN ER STÆRÐFRÆÐIFORMÚLA FLÓKIÐ KERFI Fái einstaklingur nýja kennitölu hjá þjóðskrá vegna kynleiðréttingar getur skapast sú hætt að hann missi gömul fríðindi sem tilheyrðu gömlu kennitölunni. Í sumum tilvikum er viðkomandi úrskurðaður látinn innan kerfisins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Sunna Valgerðardóttir sunna@frettabladid.is Undirritaðar umsóknir skulu berast sjóðnum á þar til gerðum eyðublöðum í þríriti ásamt fylgigögnum fyrir miðnætti hinn 30.apríl 2013 merktar „Tónskáldasjóður Rásar 2“ Laufásvegi 40, 101 Reykjavík Tónskáldasjóður Rásar 2 Umsóknareyðublöð má fá á heimasíðum FTT og STEFs | FRÉTTASKÝRING | 11. apríl 2013 FIMMTUDAGUR12 1 2 3 4VANDI ÞJÓÐSKRÁR ÍSLANDS Við leiðréttingu á kyni og nafnbreytingu í Þjóðskrá er heimilt að úthluta umsækjanda nýrri kennitölu hjá Þjóðskrá Íslands. Úr lögum um réttarstöðu fólks með kyn- áttunarvanda 1 2 0 1 6 0 3 3 x x x x x x x x 3 2 7 6 5 4 3 2 3 4 0 6 30 0 9 6

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.