Fréttablaðið - 12.04.2013, Page 4

Fréttablaðið - 12.04.2013, Page 4
12. apríl 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 TANNHEILSA Stefnt er að því niður- greiða að fullu tannlækningar allra barna undir 18 ára aldri. Samn- ingur þess efnis var undirritaður milli Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands í gær. „Þetta var mikill gleðidagur,“ segir Guðbjartur Hannesson vel- ferðarráðherra. Niðurgreiðslunum verður komið á í áföngum. Full endurgreiðsla barna á aldrinum 12-17 ára hefst 15. maí og svo bætast við nýir ár gangar árlega eða fram til ársins 2018 þegar innleið- ingu kerfisins lýkur. Hverju barni verður gert að borga eitt komu- gjald á ári, 2.500 krónur. Eftir það er öll þjónusta barna ókeypis fyrir utan tannréttingar. Samningurinn markar að sögn velferðarráðherra tímamót þar sem tannlæknar hafi starfað að mestu án samnings síðan 1998. „Það er búinn að vera allt of langur aðdragandi að þessum samningi. Þegar ljóst var að niður- stöður síðustu rannsókna voru jafn alvarlegar og raun bar vitni var ljóst að átak þyrfti til að efla tann- heilsu landsmanna,“ segir Guð- bjartur. Í nóvember síðastliðnum lagði velferðarráðuneytið til að tann- lækningar barna yrðu niður- greiddar að fullu. Tillagan var samþykkt af ríkisstjórn og starfs- hópur skipaður í kjölfarið. „Hver velur sinn heimilistann- lækni og skráir í kerfi og með því kemst hann sjálfkrafa inn á opin- bera gjaldskrá,“ útskýrir Guð- bjartur. Ásta Óskarsdóttir tannlæknir telur að tannlæknar séu almennt ánægðir með samninginn. „Þetta er alveg rosalega gott og alveg frábærar fréttir fyrir börnin í landinu. Það er ekki nema eðlilegt á meðan við erum að borga skatta að þetta sé í lagi og í samræmi við það sem við þekkjum á Norðurlöndunum,“ segir Ásta. maria@frettabladid.is GUÐBJARTUR HANNESSON ➜ 15. maí 2013 tekur samningurinn til 15, 16 og 17 ára barna. ➜ 1. september 2013 bætast við 3, 12, 13 og 14 ára börn. ➜ 1. janúar 2014 bætast við 10 og 11 ára börn. ➜ 1. janúar 2015 bætast við 8 og 9 ára börn. ➜ 1. janúar 2016 bætast við 6 og 7 ára börn. ➜ 1. janúar 2017 bætast við 4 og 5 ára börn. ➜ 1. janúar 2018 tekur samningurinn til allra barna yngri en 18 ára. Tannlæknaþjónustan innleidd í áföngum Tannlækningar fyrir börn verða ókeypis Langþráður samningur á milli tannlækna og velferðarráðuneytisins var undirrit- aður í gær. Samningurinn felur í sér stórbætta þjónustu við barnafjölskyldur. Nýtt kerfi verður innleitt í þrepum og fá 15-17 ára ungmenni þjónustuna fyrst. DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykjavíkur sak- felldi í gær Gunnar Þ. Andersen, fyrrver- andi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, fyrir brot á þagnarskyldu með því að koma upplýsingum um viðskipti þingmannsins Guðlaugs Þórs Þórðarsonar til fjölmiðla í því skyni að koma á hann höggi. Saksóknari hafði farið fram á að Gunnar yrði dæmdur til greiðslu tveggja til þriggja milljóna króna sektar eða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar, að hámarki í þrjá mánuði. Niðurstaða dómsins var að sekta Gunnar um tvær milljónir. Þórarinn Már Þorbjörnsson, fyrr- verandi starfsmaður Landsbankans, sem Gunnar fékk til að afla gagnanna úr bankanum, var dæmdur til að greiða einar milljón í sekt. Hann sagði fyrir dómi að hann hefði talið Gunnar vera að undirbúa rannsókn á málefnum Guðlaugs hjá Fjármálaeftirlitinu, en dómurinn segir þá skýringu ótrúverðuga. Í dómnum segir að Gunnar hafi gerst sekur um alvarlegt trúnaðarbrot. Verði sektirnar ekki greiddar innan fjögurra vikna þarf Gunnar að sæta fangelsi í 44 daga og Þórarinn í fjörutíu daga. - sh Fyrrverandi forstjóri FME þarf að greiða tvær milljónir í sekt fyrir alvarlegt brot á þagnarskyldu: Gunnar fundinn sekur um trúnaðarbrot SEKIR Gunnar og Þórarinn takast í hendur við þingfestingu málsins í héraðsdómi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MENNING Þjóðminjasafnið ætlar að opna geymslur sínar almenn- ingi næstkomandi þriðjudag og fimmtudag. Í þessu felst mikið tækifæri fyrir áhugafólk um þjóðminjar því að í geymslunum eru um 350.000 gripir. Munirnir í geymslunum, sem eru í Vesturvör 16-20, eru af ýmsu tagi; fornleifar, kirkju- gripir, textíll, skart, handverk, leikföng, umbúðir og ílát, verk- færi og áhöld, húsgögn og svo mætti lengi telja. Ljósmyndasafn Íslands er einn- ig með aðstöðu sína í Vesturvör en tæplega fimm milljónir mynda eru til á safninu. - shá 350.000 gripir til sýnis: Sýna gersemar í geymslunum GERSEMAR Aðeins brot af gripum Þjóðminjasafns er til sýnis. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NOREGUR Norskur tánings piltur fann í fyrradag handtösku með tæpri hálfri milljón norskra króna í reiðufé, jafngildi tæpra tíu milljóna íslenskra, í lest og skilaði til lögreglu. Fjármunirnir vöktu forvitni lögreglu en auk þess var vegabréf í töskunni. Lögregla hafði sam- band við manninn sem átti vega- bréfið, en hann sagði peningana í eigu fyrirtækis sem hann rekur. Nú er rannsakað hvort hann sé sannarlega eigandi fjárins og hvort þess hafi verið aflað með lögmætum hætti. Pilturinn má eiga von á fundarlaunum sem nema um tíunda hluta upphæðar- innar. - þj Heiðarlegur Norðmaður: Fann og skilaði seðlabúnti SVÍÞJÓÐ Lögregluyfirvöld í Stokk- hólmsléni í Svíþjóð hafa heimilað bænaköll frá mosku í hverfinu Fittja við Stokkhólm. Bænaköllin mega vara í þrjár til fimm mín- útur milli klukkan 12 og 13 á föstudögum. Formaður félags múslíma, Ismail Okur, fagnar ákvörð- uninni. Í frétt á vef Svenska Dagbladet segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær bænaköllin hefjast. Haft er eftir Okur að félagið eigi eftir að útvega búnað vegna bænakallanna. - ibs Múslímar í Svíþjóð fagna: Bænaköll leyfð í Stokkhólmi SJÁVARÚTVEGUR Mun færri á grásleppu Alls hafa 165 bátar hafið grásleppu- veiðar á móti 249 á sama tíma í fyrra. Landssamband smábátaeigenda segir frá því að það sem af er vertíð er búið að landa grásleppu sem jafngildir 2.190 tunnum af hrognum. Borið saman við síðustu vertíð er það aðeins helmingur þess sem þá var. 211,9397 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 118,24 118,80 182,04 182,92 155,15 156,01 20,805 20,927 20,692 20,814 18,649 18,759 1,1873 1,1943 178,17 179,23 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR GENGIÐ 11.04.2013 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is allt að 35% afs láttur af árgerð 2012 49.995 kr. Verð áður 75.995 kr. Tilboð Wheeler Pro 60 21 gíra • álstell • dömu og herra HALDIÐ TIL HAGA Vegna mistaka féllu nokkur orð niður úr grein Kristrúnar Höllu Helgadóttir á miðvikudag, um Íslendingaappið. Rétt útgáfa greinarinnar er á Vísi. Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Sunnudagur Hlánar með vaxandi vindi og úrkomu. MINNKANDI FROST á landinu á morgun og hlánar allra syðst. Á sunnudag heldur áfram að hlána og bætir í vind og úrkomu þegar á daginn líður, norðanlands verður snjókoma og svo líklega slydda en slydda og svo rigning sunnan til. -4° 8 m/s -3° 10 m/s -2° 9 m/s 0° 8 m/s Á morgun Vindstrengir með SA-strönd og ströndum V-fj arða annars hægari. Gildistími korta er um hádegi 2° 0° 3° 1° -1° Alicante Aþena Basel 22° 17° 15° Berlín Billund Frankfurt 12° 7° 15° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 15° 6° 6° Las Palmas London Mallorca 21° 11° 22° New York Orlando Ósló 12° 29° 2° París San Francisco Stokkhólmur 13° 19° 4° -1° 6 m/s -2° 12 m/s -4° 7 m/s -3° 6 m/s -5° 5 m/s -5° 8 m/s -9° 7 m/s -1° -2° 0° -2° -1° HJÁ TANNLÆKNINUM Tannlæknaþjónustan verður innleidd í áföngum en fyrsti áfanginn tekur gildi um miðjan maí næstkomandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.