Fréttablaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 20
12. apríl 2013 FÖSTUDAGUR| TÍMAMÓT | 20TÍMAMÓT Matarfíkn er skilgreind nákvæmlega eins og aðrar inntökufíknir, til dæmis áfengis- og vímuefnafíkn,“ útskýr- ir Esther Helga. „Þegar við borðum mat með ákveðnum efnum, eins og sykri, sterkju og fitu til dæmis, þá valda þessi efni því að við fáum fíkn og löngun í meira. Það á sér stað efna- ánetjun og hún lýsir sér nákvæmlega eins og með önnur fíkniefni.“ Er þessi fíkn viðurkennd í íslenska heilbrigðiskerfinu? „Nei, ekki enn þá, en það hafa verið gerðar gífurlega miklar rannsóknir sem styðja það að hér sé um fíkn að ræða. Kerfið er bara ekki búið að taka það inn.“ Esther Helga stofnaði MFM-mið- stöðina vorið 2006 og hefur unnið jöfn- um höndum að fræðslu um málefnið fyrir fagaðila og almenning, ásamt því að bjóða upp á einstaklingsmið- aða meðferð við matarfíkn og átrösk- unum. Hún hefur lengi gengið með þá hugmynd að stofna samtök áhuga- fólks um matarfíkn sem yrðu nokk- urs konar regnhlífarsamtök í anda SÁÁ og í dag verður sá draumur að veruleika. „Þessi samtök eru stofnuð til þess að vekja athygli á málefninu og vinna að réttindum fólks sem á við matarfíkn að stríða og þá sérstaklega innan stjórnsýslunnar og heilbrigðis- kerfisins,“ segir Esther Helga. Hvað vakti upphaflega áhuga þinn á þessu málefni? „Nú, ég er matarfíkill í bata. Búin að vera í bata í rúm tíu ár og ég fann það þegar ég fékk bata við mínum vanda að þá vildi ég stuðla að því að aðrir gætu fengið hjálp. Síðan hef ég aflað mér fræðslu um matar- fíknarráðgjöf og fíkniráðgjöf yfirleitt og stofnaði í framhaldinu MFM-mið- stöðina og hef unnið þar síðan.“ Stofnfundurinn hefst með málþingi í stofu V101 í Háskólanum í Reykja- vík klukkan 13 í dag. Þar flytja tveir erlendir fyrirlesarar erindi og fram fara almennar umræður. Að loknu málþinginu verða samtökin stofnuð og Esther Helga hvetur alla sem vilja gerast stofnmeðlimir til að skrá sig inni á vefsíðunni matarheill.is. „Það er þó ekki nauðsynlegt, þeir sem áhuga hafa geta líka bara mætt í HR klukk- an eitt í dag og gerst stofnfélagar á fundinum.“ fridrikab@frettabladid.is Vilja vinna að réttindum matarfíkla Samtökin Matarheill, regnhlífarsamtök áhugafólks um matarfíkn, verða stofnuð í HR í dag. Einn af frumkvöðlum þeirra er Esther Helga Guðmundsdóttir sem lagt hefur stund á fræðslu og ráðgjöf um matarfíkn frá árinu 2006. DRAUMUR RÆTIST Esther Helga hefur lengi átt sér þann draum að samtök áhugafólks um matarfíkn yrðu stofnuð. Sá draumur rætist í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Fjölbreytt úrval legsteina Frí áletrun og uppsetning Sjá nánar á granithollin.is sími 555 38 88 Bæjarhrauni 26 (á móti Fjarðarkaupum) Bæjarhrauni 26 - 220 Hafnarfirði www.granithollin.is Sími 555 38 88 Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN RAFN GUÐMUNDSSON Hraunvangi 3, Hafnarfirði, sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 7. apríl, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 16. apríl kl. 13.00. Kristín Jóhannsdóttir Guðrún Jónsdóttir Ludwig H. Gunnarsson Rannveig Jónsdóttir Þórður Óskarsson Ragnar Jóhann Jónsson Anna María Þórðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA ÓLAFSDÓTTIR frá Látrum í Aðalvík, Seljahlíð, áður Brúnavegi 3, lést á Landspítala við Hringbraut miðvikudaginn 10. apríl. Útför verður auglýst síðar. Sigríður Gunnarsdóttir Theódór Gunnarsson og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdasonur, bróðir, mágur og svili, VILHJÁLMUR ÓLI VALSSON stýrimaður/sigmaður, Furugrund 54, sem lést laugardaginn 30. mars á Krabba- meinsdeild Landspítalans við Hringbraut verður jarðsunginn frá Digraneskirkju föstudaginn 12. apríl kl. 11.00. Berglind Jónsdóttir Kristberg Óli Vilhjálmsson Dagný Heiða Vilhjálmsdóttir Bjarki Freyr Vilhjálmsson Guðný Sunna Vilhjálmsdóttir Valur Heiðar Einarsson Dagný Heiða Vilhjálmsdóttir Margrét Viðarsdóttir Einar Heiðar Valsson Magdalena Ólafsdóttir Halldóra Sigrún Valsdóttir Birgir Snær Valsson Erla Heiðveigardóttir Guðný Jónsdóttir Þorkell Sigurgeirsson Kæru ættingjar og vinir, þökkum fyrir samúð og vináttu vegna andláts HALLDÓRS EINARS HALLDÓRSSONAR sem lést 15. mars sl. Þökkum einnig starfsfólki á hjartadeild Landspítalans fyrir hlýju og góða umönnun. Halldóra Halldórsdóttir Vignir Freyr Andersen Alexandra Vignisdóttir Vignir Freyr Vignisson Karen Elísabet Vignisdóttir Sólveig B. Halldórsdóttir Sigríður M. Halldórsdóttir Finnbogi H. Alexandersson Stefán Már Halldórsson Þórunn Traustadóttir 100 ára afmæli 15. apríl næstkomandi verður Inga Dagmar Karlsdóttir 100 ára. Í tilefni þess ætla afkomendur hennar að efna til kaffisamsætis í safnaðarheimili Háteigskirkju sunnudaginn 14. apríl kl. 15.00 – 18.00. Gjafir eru vinsamlegast afþakkaðar en gaman væri að sem flestir ætting jar, vinir og kunning jar gætu komið og glaðst með henni. Á þessum degi árið 1992 var Disney- garðurinn í nágrenni Parísar opnaður. Garðurinn var opnaður undir nafninu Euro Disney en því var fljótlega breytt í Disneyland París. Hönnuninni á garðinum svipar mjög til annarra Disney-garða um heim allan. Kastali Þyrnirósar er á sínum stað og var hann rómaður fyrir að vera fegurri en for- veri hans í hinu upphaflega Disney-landi í Kaliforníu. Söguhetjur Disney-myndanna í gegnum árin eiga sér allar samastað í garðinum þar sem meðal annars er að finna ævintýra- land Péturs Pan og skötuhjúin Mikka og Mínu mús. Þótt nú sé liðið tuttugu og eitt ár síðan garðurinn var opnaður virðist honum ekki ætla að takast að festa sig nægilega vel í sessi til að skila almennilegum hagnaði. Þrátt fyrir að gríðarlegur fjöldi ferðamanna heimsæki garðinn á hverju ári er hann ekki nándar nærri eins vinsæll og systurgarðar hans í Vesturheimi. ÞETTA GERÐIST 12. APRÍL 1992 Evrópubúar kynnast Disneylandi „Við erum með metnaðarfullt pró- gramm á vortónleikunum þar sem við flytjum þekktustu perlur tónbók- menntanna í óperutónlist,“ segir Þor- leifur Jóhannesson, ritari Karlakórs Hreppamanna. Kórinn er að koma suður og syngur í Árbæjarkirkju klukkan 14 á sunnudag og Víðistaða- kirkju klukkan 17 sama dag. Þorleifur segir meistara Verdi verða sérstaklega gerð skil, enda 200 ár frá fæðingu hans, en einnig verði sungin verk eftir Wagner, Gounod, Offenbach, Weber og Puccini. „Til að fá sem mesta breidd í litróf tónlistarinnar hefur kór- inn fengið tvo góða einsöngvara, þau Elsu Waage og Gissur Páll Gissurarson, til að flytja þekktar aríur og dúett,“ segir hann og tekur fram að stjórnandi kórsins sé Edit Molnár og undirleikari Miklós Dalmay. gun@frettabladi.is Hreppamenn í óperustuði Karlakór Hreppamanna verður með tvenna tónleika á höfuðborgarsvæðinu á sunnu- daginn. Elísabet Waage og Gissur Páll Gissurarson syngja með. LYKILFÓLK Miklós Dalmay undirleikari, Edit Molnár stjórnandi og Elsa Waage söngkona.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.