Fréttablaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 22
FÓLK| Ásdís Björg Jónsdóttir, gæðastjóri hjá N1, segir að fyrirtækið hafi innleitt umhverfisstefnu fyrir nokkrum árum. „Í ár tökum við virkan þátt í Grænum apríl. Við höfum stigið stór umhverfis- væn spor á undanförnum árum, sex stöðvar eru ISO 14001- vottaðar og fimm bætast fljótlega við. Um- hverfisstefna okkar samlagast mjög vel Grænum apríl og vildum við sýna stuðning í verki,“ útskýrir hún. „Hreinsunardagurinn var liður í dag- skrá í Grænum apríl hjá N1 en þegar snjó fer að leysa er ýmislegt sem kemur í ljós. Starfsfólkið á stöðvunum sér um daglega umhirðu. Hins vegar jukum við mannaflann og fóru allir á skrifstofunni út með svarta ruslapoka í nokkra klukkutíma. Það voru margir pokar sem fylltust. Allir taka þátt í þessu átaki en um leið fékk starfs- fólkið súrefni og hreyfingu,“ segir Ásdís Björg og bætir við að allir hafi verið klæddir í öryggisfatnað. „Við létum gott af okkur leiða, umhverfið er hreinna og allir voru ánægðir.“ Ásdís Björg segir að þar sem þjón- ustustöðvar séu gjarna við fjölfarnar götur safnist oft mikið rusl í kringum þær. „Við erum með þrjá skráða atburði er tengjast umhverfiseflingu í þessum mánuði. Höfuðstöðvarnar á Dalvegi flokka allt sorp frá og með næstu viku. Við ljúkum síðan mánuðinum með því að gefa öllum starfsmönnum svarta poka til að fylla í sínu heimaumhverfi og umhverfisvæna innkaupapoka til að taka með sér í búðina.“ HELGIN HREINSUN Ásgeir Örn Rúnarsson og Eva Erlendsdóttir, starfsmenn hjá N1, létu sitt ekki eftir liggja. MYND/GVA HREINSUNARÁTAK HJÁ N1 Starfsfólk N1 tók saman höndum og hreinsaði rusl fyrir utan þjónustustöðvar í vikunni, allt nærumhverfið var tekið í gegn. Átakið er liður í grænum apríl. Eitt stærsta golfmót heims fer fram um helgina þegar Masters-mótið verður haldið á Augusta National-vellinum í Georgíu í Banda- ríkjunum. Ljóst er að margir íslenskir golfáhugamenn á öllum aldri munu sitja límdir við skjáinn um helgina og fylgjast með bestu kylfingum heims etja kappi í einum stærsta sjónvarps viðburði heims á sviði íþrótta. Hjónin Guðmundur Oddsson og Sóley Stefáns dóttir eru í hópi fjöl- margra golfáhugamanna sem munu eyða helginni í að horfa á mótið, enda eru þau miklir golfáhugamenn. Guð- mundur, sem er formaður stjórnar Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar, segir þau hjónin bæði komin á eftir- laun en í dag sé golfið eiginlega at- vinna þeirra. „Við höfum stundað golfið stíft í sextán ár en við byrjuðum seinna en margir að stunda íþróttina. Tengda- pabbi reyndi að koma mér út í golfið fyrr en þá var boltinn bara of lítill fyrir mig. Við verðum því varla heimsmeist- arar úr þessu en berjumst bara við okkur sjálf í staðinn.“ Dagskrá helgarinnar er afar einföld. Það á að horfa á golf í sjónvarpinu og fátt annað kemst að. „Við munum fylgjast rækilega með mótinu um helgina eins og við höfum gert undan- farin ár. Við munum auðvitað fylgjast vel með uppáhaldskylfingum okkar og svo koma alltaf einhver ný nöfn fram á þessu móti.“ Mótið er nánast heilög stund fyrir þau hjónin að sögn Guðmund- ar. „ Maður þolir ekki mikla truflun yfir svona móti og slekkur nánast á símanum. Svona móts vill maður njóta í friði og ró. Tækninni hefur fleygt svo mikið fram að það er eiginlega skemmtilegra að horfa á svona mót í sjónvarpi en á vellinum sjálfum.“ Sjálfur heldur Guðmundur mest upp á Luke Donald og hefur gert það í mörg ár. Sóley heldur mest upp á sigur vegara síðasta árs, Bubba Wat- son, og Phil Mickelson og Ian Poulter, sem er mikið tískufrík að sögn Guð- mundar og heillar allar konur. „Síðan fylgjast auðvitað allir með baráttu Tigers Woods og Rorys McIlroy um helgina.“ ■ starri@365.is HEILÖG STUND FYRIR HJÓNIN GOLFHELGIN Margir Íslendingar munu sitja límdir við sjónvarpsskjáinn um helgina þegar Masters-mótið í golfi fer fram. GOLFHJÓNIN Guðmundur Oddsson og Sóley Stefánsdóttir ætla að fylgjast með Masters-mótinu alla helgina. Á myndinni er barnabarn þeirra sem virðist hafa erft golf- áhuga afa og ömmu. MYND/GVA GRÆNN APRÍL Tilboðsvörur á frábæru verði 70%afsláttur allt að af völdum vörum og sýningareintökum Borðstofustólar frá 7.900 kr Heilsukoddar 2.900 kr Borðstofuborð frá 40.000 Höfðagaflar frá 5.000 Sjónvarpsskápar frá 25.000 Rúm 153cm frá 157.000 Speglar frá 5.000 Fjarstýringavasar frá 2.500 Hægindastólar frá 99.000 Tungusófar frá 75.400 Hornsófar frá 139.900 Sófasett frá 99.900 AquaClean áklæði kynningarafsláttur AquaClean áklæði er sérstaklega auðvelt að hreinsa aðeins með vatni! H Ú S G Ö G N Hornsófar - Tungusófar - Sófasett Sófasett - Hornsófar - Tungusófar Tungusófar - Sófasett - Hornsófar Tungusófar - Sófasett - Hornsófar Verslun okkar er opin: Virka daga kl.9-18 Laugardaga kl.11-16 Sunnudaga lokað Patti verslun I Dugguvogi 2 I Sími: 557 9510 I vefsíða www.patti.is Nýtt Torino Mósel Milano Basel Paris FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.