Fréttablaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 50
12. apríl 2013 FÖSTUDAGUR| SPORT | 34SPORT FÓTBOLTI „Af hverju flaggaði ekki þessi sprotadómari, hvað er hann eiginlega að gera þarna,“ eru setn- ingar sem heyrast iðulega um nýj- ustu viðbótina í dómaraflóruna. Það eru nýju aukadómararnir sem standa við hlið markanna og halda á sprota. Eru þeir því iðulega kall- aðir sprotadómarar hér á landi. Æði oft í vetur hafa komið upp atvik í Evrópuleikjum þar sem kvartað er undan almennu að- gerðar leysi sprotadómarans. Fréttablaðið spurði hinn reynda Kristin Jakobsson út í hlutverk dómaranna, en hann hefur dæmt Evrópuleiki í vetur með sprota- dómara sér við hlið. „Þetta eru fyrst og fremst auka- augu. Þeir eru dómarar en ekki aðstoðardómarar. Þeir sem sinna þessu hlutverki eru vanir að sinna starfi aðaldómara. Þeirra hlutverk er að vera í samskiptum við okkur í gegnum samskiptakerfið sem við erum með,“ sagði Kristinn en hvað með sprotann sem þeir eru með og flagga aldrei. Til hvers er hann? „Ef samskiptabúnaðurinn bilar, eins og getur komið fyrir og hefur gerst, þá geta þeir ýtt á hnapp á sprotanum til þess að ná athygli aðaldómarans. Sprotinn er því ekki til þess að sveifla honum eins og einhverjir virðast halda. Þeir mega ekki sýna neinar bendingar. Það er ætlast til þess að öll þeirra samskipti fari eingöngu í gegnum kerfið.“ Dómari tekur lokaákvörðun Blaðamaður hafði heyrt því fleygt að ástæðan væri sú að ef þeir tækju afdrifaríka ákvörðun væru þeir í hættu með áhorfendur beint fyrir aftan sig. Kristinn segir það ekki vera rétt. „Endanleg ákvörðunartaka liggur alltaf hjá aðaldóm aranum, sama hvort eitthvað kemur frá aðstoðardómara eða sprota- dómara. Þeir eru settir inn til þess að aðstoða og koma í veg fyrir mis- tök. Þarna fáum við fleiri augu og það munar um þau. Leikmenn vita líka af því. Þeir kannski láta sig ekki falla eða annað ef þeir vita af augum fyrir framan sig og aftan. Allt slíkt hefur minnkað til muna með komu sprotadómaranna og er það vel,“ sagði Kristinn. En mega þeir skipta sér af öllum ákvörð- unum? „Af öllu saman. Allt það sem ég sé ekki og þeir sjá eiga þeir að láta mig vita af. Það var frægt atvik þegar John Terry var rekinn af velli í Meistaradeildinni gegn Barcelona í fyrra. Hann setti þá hnéð í andstæðing. Aðaldómarinn sá það ekki en sprotadómarinn sá það. Terry var rekinn af velli eftir ábendingu sprotadómarans.“ Kristinn bendir á að öll dóm- arateymin þekkist vel. Aðaldóm- arar þekki sprotadómarana vel og treysti þeim. „Þessir strákar segja aldrei víti og rautt nema þeir séu algjörlega vissir í sinni sök. Við verðum því að treysta þeim þó svo að endan- leg ákvörðun sé alltaf hjá aðal- dómara. Þegar menn efast um að þeir séu ekki að skipta sér af þá er alveg 100 prósent að þeir hafa sagt eitthvað. Stundum sjá þeir ekki hlutina og þá láta þeir vita af því ef svo ber undir. Þeir eru alls ekki hræddir við að skipta sér af.“ Kristinn segir að almenn ánægja sé með þessa viðbót hjá dómurum í Evrópukeppnum. „Ég var mjög skeptískur til að byrja með. Ég vildi bara vera íhaldssamur og gera þetta nánast einn eins og í gamla daga. Svo gaf ég þessu séns. Ég var valinn í þetta verkefni strax frá upphafi þegar var verið að prófa þetta. Mér fannst þetta vera meiriháttar strax frá fyrsta leik,“ sagði Krist- inn kátur og bætti við. „Þetta er fyrst og fremst fyrir- byggjandi. Í hornum og föstum leikatriðum eru menn að toga áður en það er sparkað. Þá getur maður sagt við leikmenn að ég sjái þetta og sprotadómarinn geri það líka. Þá haga menn sér betur og reyna minna en ella,“ sagði Kristinn, en hvað finnst honum um þá gagnrýni að sprotadómarar séu ragir að láta til sín taka? „Ég skil þá gagnrýni því menn átta sig ekki á því hvernig ákvörðun er tekin. Það getur vel verið að dómari sé að dæma eftir ábendingu sprotadómara án þess að áhorfendur fatti það.“ Hefur gefið góða raun Kristinn hefur trú á því að þetta kerfi sé komið til þess að vera. Reynslan í vetur sé það góð. „Þetta á eftir að hjálpa til áfram. Það þarf samt tíma til þess að þróa þetta. Það er auð vitað ókostur að nota þetta aðeins í stóru keppnunum,“ sagði Kristinn. Annar sprotadómara hans, Gunnar Jarl Jónsson, var í eld- línunni fyrr í vetur er hann tók ákvörðun um að reka mann af velli í Evrópuleik Atletico Madrid og Viktoria Plzen. „Þá var leikmaður skallaður. Ég sá það ekki en Gunnar sá það. Hann sagði að þetta væri ekkert annað en rautt spjald. Ég rak því manninn af velli og myndbands- upptökur sýndu síðan að það var hárréttur dómur. Það sýnir að þetta virkar.“ henry@frettabladid.is Mér fi nnst meiriháttar að hafa þessa sprotadómara Sprotadómararnir í Evrópuboltanum eru alls ekki óumdeildir og hafa margir velt fyrir sér hlutverki þeirra. Mörgum fi nnst þeir ekki taka neinar ákvarðanir og í raun ekki bæta neinu við leikinn. Fréttablaðið ræddi málið við reyndasta dómara landsins, Kristin Jakobsson, en hann er mjög ánægður með nýju dómarana. Hættir sumarið 2014 Kristinn hefur verið einn fremsti dómari landsins um árabil og var um árabil í algjörum sérflokki íslenskra dómara. Hann er þó að komast á þann aldur að mega ekki dæma í Evrópu- keppnum lengur. Það mun gerast næsta vetur. Kristinn ætlar því að dæma tvö sumur í viðbót og svo stefnir hann á að leggja flautuna á hilluna eftir afar farsælan feril. „Það styttist í þessum hjá mér. Ég tek svo sumarið 2014 og þá leyfi ég öðrum að komast að. Það kemur að þessum tímamótum hjá mér eins og öðrum,“ sagði Kristinn en dómarar detta út af dómaralista FIFA er þeir ná 45 ára aldri. Það finnst mörgum of snemmt. „Er ekki fínt að fá unga og ferska menn inn hið fyrsta? Menn verða að vera í toppformi allan tímann en auðvitað er reynslan mikilvæg. Ég styð það að hleypa ungum og gröðum strákum að,“ sagði Kristinn en verður hann búinn að fá nóg er hann hættir? „Á maður þá ekki að vera búinn að gera nánast allt? Heilt yfir er ég mjög ánægður með minn feril og mun ganga sáttur frá borði.“ REYNDUR Kristinn hefur dæmt fjölmarga Evrópuleiki og landsleiki. Hann er hér að dæma hjá enska landsliðinu. Emile Heskey krýpur á vellinum. NORDICPHOTOS/GETTY ÚRSLIT DOMINOS-DEILD KARLA UNDANÚRSLIT, 4. LEIKUR KR - GRINDAVÍK 88-92 (39-47) KR: Brandon Richardson 21/5 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 19, Helgi Már Magnússon 16/8 fráköst, Kristófer Acox 10/12 fráköst, Martin Hermannsson 10, Darshawn McClellan 6/5 fráköst, Finnur Atli Magnusson 6. Grindavík: Aaron Broussard 32/7 fráköst, Samuel Zeglinski 23/5 fráköst/5 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 11/7 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 11/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 9/4 fráköst/3 varin skot, Ryan Pettinella 4/5 fráköst, Davíð Ingi Bustion 2. Grindavík vann einvígið, 3-1. N1-DEILD KARLA, UMSPIL UNDANÚRSLIT, 2. LEIKUR VÍKINGUR - STJARNAN 25-27 Staðan í einvíginu er jöfn, 1-1. GRÓTTA - VALUR 22-34 Valur vann einvígið, 2-0. EVRÓPUDEILD UEFA RUBIN KAZAN - CHELSEA 3-2 0-1 Fe rnando Torres (4.), 1-1 Ivan Marcano (51.), 1-2 Victor Moses (55.), 2-2 Gökdeniz Karadeniz (62.), 3-2 Bebars Natcho, víti (75.). Chelsea komst áfram, 5-4 samanlagt. BASEL - TOTTENHAM 2-2 0-1 Clint Dempsey (23.), 1-1 Mohamed Salah (27.), 2-1 Aleksandar Dragovic (49.), 2-2 Dempsey (82.). xxx komst áfram eftir vítaspyrnukeppni eftir framlengdan leik. NEWCASTLE - BENFICA 1-1 1-0 Papiss Cisse (71.), 1-1 Eduardo Salvio (92.). Benfica komst áfram, 4-2 samanlagt. LAZIO - FENERBAHCE 1-1 Fenerbahce komst áfram, 3-1 samanlagt. SÆNSKA ÚRVALSDEILDIN UNDANÚRSLIT, 4. LEIKUR NORRKÖPING - SUNDSVALL 72-102 Jakob Örn Sigurðarson skoraði nítján stig fyrir Sundsvall, gaf sex stoðsendingar og tók fjögur fráköst. Hlynur Bæringsson var með ellefu stig, níu stoðsendingar og átta fráköst en báðir leika með Sundsvall. Pavel Ermolinskij skoraði tvö stig og tók fjögur fráköst fyrir Norrköping. Sundsvall er komið áfram í lokaúrslitin eftir 3-1 sigur. Það getur vel verið að dómari sé að dæma eftir ábendingu sprota- dómara án þess að áhorfendur fatti það. Kristinn Jakobsson alþjóðadómari SUND Íslandsmeistaramótið í sundi í 50 metra laug hófst í Laugar- dalslauginni í gær en eitt met féll á fyrsta keppnisdeginum. Anton Sveinn McKee bætti metið í 400 m skriðsundi karla en hann deildi því áður með Erni Arnarsyni. Anton Sveinn synti á 3:56,65 mínútum og bætti gamla metið um 26 hundraðshluta úr sekúndu. Þá var Eygló Ósk Gústafs- dóttir nálægt því að bæta metið sitt í 200 m fjórsundi. Hún synti á 2:14,93 mínútum og var aðeins 0,06 sekúndum frá Íslandsmeti sínu. Önnur í greininni varð Hrafnhildur Lúthersdóttir en báðar kepptu þær á Ólympíu- leikunum í sumar. - esá Anton bætti Íslandsmet NÝTT MET Anton Sveinn McKee setti met á fyrsta keppnisdegi Íslands- meistara mótsins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HANDBOLTI Svartfellingurinn Nemanja Malovic skrifaði í gær undir tveggja ára samning við svissneska liðið Amicitia Zürich. Hann lék síðast með ÍBV hér á landi og því ljóst að hann mun ekki leika með liðinu í N1- deild karla á næstu leiktíð. Þetta var staðfest á heimasíðu sviss- neska liðsins í gær. Á heimasíðu ÍBV segir að það hafi verið mikill vilji til að fá Malovic aftur en ekki hafi verið hægt að keppa við þau laun sem hafi verið í boði í Sviss. Malovic var markahæsti leikmaður 1. deildar karla á nýliðinni leiktíð en var sendur úr landi í síðasta mánuði þar sem hann var ekki með atvinnu- og dvalarleyfi. Hans síðasta verk var að hjálpa ÍBV að tryggja sér sæti í N1- deild karla með sigri á Stjörnunni en morguninn eftir fór hann úr landi. Svissneska félagið var fljótt að bregðast við og hefur nú samið við Malovic. Hann er í U-21 liði Svartfjalla- lands og ekki langt frá því að vinna sér sæti í A-landsliðinu. Malovic kom fyrst hingað til lands árið 2011 til að spila með Haukum. ÍBV baðst á sínum tíma afsökunar á því hafa ekki útvegað Malovic þau leyfi sem hann þurfti til að búa og starfa hér á landi. - esá Malovic samdi við Amicitia Zürich KEMUR EKKI AFTUR Nemanja Malovic er farinn til Sviss. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Tottenham féll í gær úr leik í Evrópudeild UEFA eftir að hafa tapað fyrir svissneska liðinu Basel í vítaspyrnukeppni. Gylfi Þór Sigurðsson lék allar 120 mínúturnar í leiknum sem var sá síðari í fjórðungsúr- slitrimmu liðanna. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 2-2 og þurfti því að framlengja leikinn. Tottenham lék manni færri alla framlenginguna eftir að Jan Vertonghen fékk rautt í lok venjulegs leiktíma en hélt út án þess að fá á sig mark. Basel vann svo vítaspyrnukeppnina örugglega, 4-1, en Gylfi Þór var sá eini sem nýtti sína spyrnu hjá Totten- ham. Tom Huddlestone lét verja frá sér en Emmanuel Adebayor skaut yfir. Auk Basel komust Chelsea, Fenerbahce og Benfica áfram í undanúrslitin en dregið verður í dag. - esá Gylfi sá eini sem nýtti sína spyrnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.