Fréttablaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 2
12. apríl 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 SAMFÉLAGSMÁL Lögmaður Guð- nýjar Jónu Kristjánsdóttur, Berg- lind Svavarsdóttir, reyndi að koma í veg fyrir birtingu stuðningslista með 113 nöfnum í blaðinu Skránni á Húsavík árið 2000. Blaðinu var meðal annars hótað lögsókn en listinn birtist engu að síður. „Við létum kyrrt liggja því við vildum ekki fara niður á þeirra plan og ákváðum bara að trúa því að réttlætið sigraði að lokum,“ segir Berglind. Hún bendir þó á að eitt af því sem listinn gerði að verkum var að miskabætur til Guðnýjar vegna nauðgunarinnar voru hækkaðar, en hann var lagður fram sem sönn- unargagn í Hæstarétti og dómarar ákváðu að hækka bæturnar úr 400 þúsund í 500 þúsund „með vísan til óvenjumikillar félagslegrar rösk- unar“. „Oft hef ég verið réttargæslu- maður en ég hef aldrei upplifað svona, hvorki fyrr né síðar. Þetta var algjörlega absúrd mál í alla staði,“ segir Berglind Svavars dóttir lögmaður. Berglind starfaði sem réttar- gæslumaður Guðnýjar á Húsavík fyrir um fjórtán árum þegar hún kærði nauðgun og rak mál hennar fyrir dómstólum. „Ég var alveg látin finna það að ég væri ekki réttum megin í mál- inu, en það var auðvitað ekkert miðað við það sem Guðný þurfti að þola. Hún stóð sig alla tíð eins og hetja.“ Berglind gefur lítið fyrir umræðuna undan- farna daga að svona gömul mál eigi ekki að ræða í dag og vísar meðal annars til orða Sigur- geirs Aðalgeirssonar í Fréttablaðinu í gær að málið væri of erfitt fyrir samfélagið til að vera að rifja það upp í dag. „Auðvitað verður að ræða þetta mál því það verður öðrum víti til varnaðar. Þá er tilgang- inum náð.“ - sv Lögmaður Guðnýjar Jónu var látinn finna fyrir því árið 2000 að hún „væri ekki réttum megin í málinu“: Reyndi að stöðva birtingu stuðningslistans STJÓRNSÝSLA „Meirihlutinn í nefnd- inni er sammála því að gera þetta svona,“ segir Álfheiður Inga dóttir, formaður Þingvallanefndar, um samkomulag sem felur í sér að ekk- ert verður af banni við næturveiði í Þingvallavatni. Samkomulagið sem Ólafur Örn Haraldsson gerði við Landssam- band Stangaveiðifélaga, Stanga- veiðifélag Reykjavíkur og Veiði- kortið felur, að sögn Álfheiðar, í sér að þjóðgarðurinn leggur til 250- 300 þúsund krónur til að taka upp lágmarksveiðieftirlit að næturlagi. Hún segir það fé verða tekið af 400 þúsund krónum sem áætlað sé að hækkun veiðileyfa skili. Veiðimenn munu einnig leggja sitt af mörkum. Þannig hyggst Veiði- kortið fá sjálfboðaliða til að sinna veiðieftirliti um nætur gegn því að fá ókeypis Veiðikort. „Þeir verða þannig hálfgerðir veiðiverðir með skírteini frá Veiðimálastjóra upp á að þeir megi trufla veiðimenn og biðja þá um veiðileyfi,“ segir Ingi- mundur Bergsson, framkvæmda- stjóri Veiðikortsins. „Veiðimenn eru vel sáttir og þetta er líka góð lend- ing fyrir Þingvallanefnd.“ Álfheiður segir samkomu lagið verða tekið fyrir á næsta fundi Þingvallanefndar sem stefnt sé á að verði næsta miðvikudag. „Ég er mjög ánægð með að hafa fundið svona mikinn skilning á þeim vanda sem er uppi við Þingvallavatn,“ segir Álfheiður og nefnir sérstak- lega veiðiþjófnað og notkun ólög- legrar beitu sem þurfi að stöðva. - gar Þjóðgarðsfólk og veiðimenn fagna samningi um afnám næturveiðibanns: Fá veiðikortið fyrir nætureftirlit Á ÞINGVÖLLUM Samkomulag er um að herða eftirlit með stangveiði við Þing- vallavatn til að útrýma veiðiþjófnaði, ólöglegum veiðiaðferðum og sóðaskap. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR BERGLIND SVAVARSDÓTTIR EFNAHAGSMÁL Íslenska ríkið hefur eignast 18,67% hlut slita- stjórnar LBI í Landsbankanum. Samningar um þetta voru undir- ritaðir í gær. Steinþór Pálsson bankastjóri sagði þetta vera mikilvægan áfanga fyrir Landsbankann og eigendur hans. „Ríkið fær í dag afhentan mjög verðmætan eignarhlut í Lands- bankanum án þess að greiða fyrir hann. Bókfært verðmæti eignar- hlutar ríkisins hefur hækkað töluvert og er ávinningur ríkisins eftir fjármagnskostnað 55 millj- arðar króna,“ sagði Steinþór. - jhh Á 98% í Landsbankanum: Ríkið hagnast um 55 milljarða Útskúfuð Blönduós- lögga í mál við ríkið Fyrrverandi lögregluvarðstjóri vill komast aftur til starfa á Blönduósi eftir að hann var sýknaður af kynferðisbroti. Hann segist vera „milli steins og sleggju tveggja stjórnvalda“ og kvartar undan því að lögreglustjórinn svari ekki erindum hans. DÓMSMÁL Fyrrverandi lögregluvarð- stjóri á Blönduósi, sem sýknaður var af ákæru um kynferðisbrot, hefur höfðað tvö dómsmál á hendur íslenska ríkinu, annað til að komast aftur til starfa hjá embættinu og hitt til að innheimta laun sem hann telur sig eiga inni hjá embættinu. Varðstjórinn, sem er tæplega fimmtugur, var í september 2010 ákærður fyrir að hafa káfað á ung- lingsstúlku og leystur tímabundið frá störfum fljótlega eftir það. Málið þvældist í kjölfarið á milli dómstiga en endaði loks með sýknu- dómi í Hæstarétti í nóvember síðast- liðnum og gerði Ríkislögreglustjóri þá lögreglustjóranum á Blönduósi að ráða varðstjórann aftur til starfa. Það vildi lögreglustjórinn á Blönduósi ekki og bar fyrir sig að til rannsóknar væri nýtt mál gegn varðstjóranum. Það var fellt niður í janúar. Síðan hefur varðstjórinn reynt að komast aftur til starfa og fá greidd laun í þann tíma sem hann var frá vinnu að ósekju að hans mati. Í annarri stefnu mannsins gegn hinu opinbera segir að mikilvægt sé að réttaróvissu um stöðu hans verði eytt. „Þetta á sérstaklega við þegar lögreglustjórinn á Blönduósi neitar að svara símtölum og erindum frá umboðsmönnum stefnanda,“ segir í stefnunni. Í fyrri stefnunni, gegn Ríkislög- reglustjóra, lögreglunni á Blöndu- ósi og innanríkisráðherra, fer varð- stjórinn fram á að réttur hans til að vera settur í embættið á nýjan leik verði viðurkenndur með dómi. Þar segir að ríkislögreglustjóri hafi mælt fyrir um að hann skuli settur aftur í embætti. „Hvað lög- reglustjórinn á Blönduósi telur við hæfi eða ekki við hæfi breytir engu í því sambandi,“ segir í stefnunni. Varðstjórinn sé nú „milli steins og sleggju tveggja stjórnvalda“. Í þeirri síðari, gegn íslenska ríkinu, krefst hann 11,7 milljóna í vangreidd laun ásamt vöxtum. Bjarni G. Stefánsson, lögreglu- stjóra á Blönduósi, segist í samtali við Fréttablaðið hafa sent innan- ríkisráðherra greinargerð sína um málið. „Ég vil ekki tjá mig um þetta að öðru leyti.“ stigur@ frettabladid.is 14. september 2010 Ríkissaksóknari gefur út ákæru á hendur varðstjóranum fyrir að káfa á unglingsstúlku. 19. október 2010 Varðstjórinn er leystur frá störfum tímabundið. 15. mars 2011 Héraðsdómur Norðurlands vestra sýknar varðstjórann af ákærunni. 20. október 2011 Hæstiréttur ómerkir dóminn og vísar honum aftur heim í hérað. 31. maí 2012 Héraðsdómur Norðurlands vestra sakfellir varðstjórann og dæmir hann í hálfs árs fangelsi. 15. júní 2012 Varðstjórinn er leystur af fullu frá störfum. 29. nóvember 2012 Hæstiréttur snýr sektardómnum í sýknu. 4. desember 2012 Ríkislögreglustjóri býður varðstjóranum starf sitt aftur bréfleiðis og sendir afrit af bréfinu á lögreglustjórann á Blönduósi. 10. desember 2012 Lögreglustjórinn á Blönduósi tilkynnir varðstjóranum að til meðferðar sé nýtt mál á hendur honum sem varði mögulegt blygðunarsemisbrot hans gegn stúlku árið 2010. 28. janúar 2013 Ríkissaksóknari fellir niður þetta nýja mál. Atburðarásin SVARAR EKKI Bjarni G. Stefánsson, sýslumaður og lögreglustjóri á Blönduósi, er sakaður um að svara ekki erindum varðstjórans. Hann vill ekkert ræða það við Fréttablaðið. Árið 2006 fékk hann verðlaunabikarinn Umferðarljósið frá samgönguráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA SPURNING DAGSINS En Björn Ingi, hvað ef tölvan segir nei? „Það kemur alltaf eitthvað í netið.“ Björn Ingi Halldórsson rekur stefnumótavef- inn makaleit.is. Þar geta einhleypir notað netið til að komast í samband við hugsan- legan lífsförunaut. STUND MILLI STRÍÐA Vladimír Pútín Rússlandsforseti fór í göngutúr með hund- unum sínum á dögunum. Ásakanir um mannréttindabrot hafa ekki verið að plaga hann við það tilefni. NORDICPHOTOS/AFP RÚSSLAND Vladimír Pútín Rússlandsforseti liggur nú undir ámæli fyrir meint mannréttindabrot, meðal annars fyrir að þrengja enn að samkyn- hneigðum þar í landi og einu sjálfstæðu kosningaeftirlitsstofnuninni. Mitt í þeirri umræðu sendi skrifstofa forsetans frá sér myndir af Pútín þar sem hann gantast með hundunum sínum, Buffy og Yume. Pútín hefur, á löngum ferli, oftsinnis birt myndir af sjálfum sér við leik og störf. Þar hefur hann meðal annars verið ber að ofan á hestbaki og við fiskveiðar, við merkingar á hvítabirni og leitt hóp fugla svífandi á svifdreka. - þj Vladimír Pútín sendir frá sér myndir úr einkalífinu: Ærslagangur í Rússlandsforseta FYRIR FÓLKIÐ Í LANDINU VIÐ HÖFUM … tvöfaldað kvikmyndasjóð … UNA HILDARDÓTTIR 11. SÆTI SUÐVESTURKJÖRDÆMI BJÖRGVIN Kona játaði í gærkvöld fyrir lögreglu í Noregi að hafa kveikt í þremur húsum í miðbæ Björgvinjar. Samkvæmt norskum fjöl- miðlum lagði talsverðan reyk um svæðið. Þó að fljótt hafi tekist að ráða niðurlögum allra eldanna var fólk engu að síður látið yfirgefa nærliggj- andi byggingar sem flestar eru úr timbri og standa mjög þétt saman. Talið var að skemmdir vegna brunanna væru fyrst og fremst vegna vatns sem notað var við slökkvistarfið. - gar Brennuvargur í Björgvin: Kona kveikti í þremur húsum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.