Fréttablaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 12
12. apríl 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 Umboðs- og dreifingaraðili Ray Ban á Íslandi Fastir vextir Óverðtryggðir innlánsvextir m.v.  mánaða bindingu Fastir vextir Verðtryggðir innlánsvextir m.v.  mánaða bindingu Við bjóðum ölbreytt úrval innláns- reikninga með föstum vöxtum. Hafðu samband og kynntu þér málið. Ármúli 13a / Borgartún 26 / 540 3200 / www.mp.is Óverðtryggðir innlánsreikningar með föstum vöxtum. Verðtryggðir innlánsreikningar með föstum vöxtum. 3 mánuðir 4,8% 6 mánuðir 5,0% 12 mánuðir 5,2% 24 mánuðir 5,4% 36 mánuðir 6,3% 60 mánuðir 6,4% 36 mánuðir 2,5% 60 mánuðir 2,75% Save the Children á Íslandi EFNAHAGSMÁL Þverpólitísk nefnd um afnám gjaldeyrishafta segir nauðsynlegt að horfa heildrænt á erlendar eignir hérlendis við afnám haftanna. Lausnir á afmörkuðum vanda, svo sem krónueignum eða sölu banka, geti seinkað afnámi haft- anna og jafnvel ógnað fjármála- og gengisstöðugleika. Þetta kemur fram í bréfi sem nefndin ritaði fjármála- og efna- hagsráðherra og formönnum stjórn- málaflokka. Fréttablaðið ræddi við nefndarmenn, en nefndin var skipuð fulltrúum allra þingflokka. Jón Helgi Egilsson, fulltrúi Hreyf- ingarinnar, segir að stjórnmála- flokkarnir verði að geta svarað því hvernig leysa eigi það vandamál, sem innlendar eignir erlenda kröfu- hafa eru, í heild sinni. Um gríðar- legar upphæðir sé að ræða, eða 2.700 milljarða. Hann varar við umræðu um einstakar aðgerðir, svo sem sölu bankanna. „Það vantar alveg að setja stóru myndina niður. Innlendar krónu- eignir erlendra aðila geta haft veru- leg áhrif á gengið til framtíðar.“ Huginn Freyr Þorsteinsson, fulltrúi Vinstri grænna, tekur undir það og segir að ekki megi búa til ímyndaða tímapressu. „Mikið hvílir á því að afnám gjaldeyris- hafta takist vel. Ef ekki þá myndi hvaða skuldaleiðrétting sem er duga skammt gagnvart því vandamáli sem myndi þá blasa við í íslensku efnahagslífi.“ Tryggvi Þór Herbertsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir það geta skert samningsstöðu Íslands verði farið út í einhverjar sértækar aðgerðir. „Við leggjum gríðarlega mikla áherslu á að þetta verði allt saman gert í samstöðu allra stjórn- málaflokka og það verði gert á trú- verðugan hátt.“ Bolli Héðinsson, fulltrúi Samfylk- ingarinnar, segir erfitt ef búið er að ráðstafa þeim eignum sem talið sé að liggi í fjármununum. „Ef menn eru búnir að lofa mjög miklu þá vita kröfuhafarnir sem er að þú þarft að fara að afhenda til kjósenda og þá er hættara við því að þú sért að ein- hverju leyti búinn að gera þér verri samningsstöðu en þú þyrftir að vera í.“ kolbeinn@frettabladid.is Þarf að horfa til allra eigna við afnám gjaldeyrishafta Fulltrúar í þverpólitískri nefnd vara við einstökum aðgerðum varðandi erlendar eignir hérlendis. Ekki megi selja banka eða losa snjóhengju í sértækum aðgerðum. Fjárþörf úr krónueignum geti skert samningsstöðu. JÓN HELGI EGILSSON TRYGGVI ÞÓR HERBERTSSON SEÐLABANKINN Þar sem hér ríkja gjaldeyrishöft þarf Seðlabankinn að samþykkja alla nauðasamninga, þar með talið þá sem lúta að erlendum eignum hér á landi og föllnu bönkunum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Alþingi samþykkti samhljóða, 9. mars, að gera gjaldeyrishöft- in ótímabundin. Hin þverpólitíska nefnd hafði lagt það til, þar sem það mundi skerða samningsstöðu Íslands að hafa skilgreindan endapunkt á þeim. Þá myndu kröfuhafarnir ein- faldlega bíða þess dags og hvati til samninga væri lítill. Bolli Héðinsson segir það gera samningsstöðuna verri hafi væntanleg ríkisstjórn lofað miklu um það hvernig eyða eigi þeim fjármunum sem fást úr krónueignum þegar höftin verða afnumin. „Það hversu brýnt það er að þú komist yfir hagnaðinn til að efna kosningaloforðin getur gert samnings- stöðuna verri.“ Alþingi samþykkti samhljóða UMHVERFISMÁL Stefnt er að því að fyrirhugaðar vinnu búðir Bjarnar flagsvirkjunar verði reistar á lóð Kísiliðjunnar. Gert er ráð fyrir tólf byggingarreitum alls 13.200m². Þetta kemur fram í auglýsingu um deiliskipulag frá skipulags- og byggingarfulltrúa Skútustaðahrepps sem birt var í Mýflugunni í gær. „Þetta er óeðlilegt miðað við yfirlýsingar um að ekk- ert sé ákveðið við Bjarnar- flag. Það er mjög vont að menn segi eitt og séu svo að vinna að allt öðru. Þetta bendir bara til þess að Landsvirkjun vinni óhikað, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað,“ segir Guðmundur Hörður Guðmundsson, forstjóri Land verndar. Hann bendir á að Umhverfisstofnun hafi í gær sett Mývatn og Laxá á rauðan lista, lista yfir svæði í hættu. Hörður Arnarsson forstjóri Landsvirkjunar, segir ekkert athugavert við auglýsinguna og málið í eðlilegum farvegi, lögum samkvæmt. Unnið sé að því að gera svæðið tilbúið undir virkj- unarframkvæmdir. Það verði svo að koma í ljós hvort virkjunarleyfi fáist. Það sé pólitísk ákvörðun. -mlþ Auglýsing Skútustaðahrepps um deiliskipulag veldur náttúruverndarsamtökum óhug: 13.200 fermetra vinnubúðir við Bjarnarflag GUÐMUNDUR HÖRÐUR GUÐMUNDSSON HÖRÐUR ARNARSON BOLLI HÉÐINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.