Fréttablaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 12. apríl 2013 | SKOÐUN | 17 Í DAG Pawel Bartoszek stærðfræðingur Ég er átta ára. Ég sit í landa- fræðitíma. Í bókinni er kort af landinu mínu með þeim 49 sýslum sem þá eru. Í sumum sýslnanna eru lítil merki. Sums staðar eru þetta lítil svört kol, annars staðar lítil brún kol. Sums staðar myndir af litlum álverum, annars staðar myndir af einhverjum öðrum verksmiðj- um sem breyta einu í annað og skila mismuninum út í andrúms- loftið. Við skoðum kortið saman. Í einni sýslunni er mjög mikið af svona merkjum, slatti af litlum brúnum og svörtum kolum og fullt af skorsteinum. Kennarinn reynir að skapa þá stemningu að það sé nú sýsla sem sé að skila sínu til samfélagsins. Sýsla sem skapar verðmæti. Annað en sýsl- an okkar. Samt á ég erfitt með að kyngja þessu alveg. Mér finnst ekki vont að búa í sýslunni okkar. Þar er gott loft, gott vatn og stutt í fjöllin. Ég hef komið í hina sýsl- una. Amma mín býr þar. Þar er fullt af skorsteinum og mengun úti um allt. Snjórinn er svart- ur. Vatnið í krönum gult. Allir karlmenn í sýslunni deyja fyrir aldur fram. Ég er átta ára og kenni sýslunni um. Svarta gullið Mikill iðnaður byggðist í kring- um kolavinnslu áður fyrr. En þegar leið á 20. öldina virðist manni sem þetta hráefni færi svæðum ógæfu frekar en hitt. Margar af kolanámum heims eru reknar með bullandi ríkis- styrkjum. Þeir styrkir eru oftast rökstuddir með vísan í einhvers konar „orkuöryggi“. Skrít- ið samt að það þurfi að borga svona mikið fyrir að ná í þennan „ódýra“ orkugjafa. Og þá er ótalinn sá gríðarmikli mannlegi kostnaður sem felst í því að þeir sem grafa upp kol lifa skemur en aðrir. Margaret Thatcher lagði breskan kolaiðnað í rúst. Gott hjá henni. Ekki veit ég hvers vegna menn vilja enn halda uppi vörnum fyrir ríkisniðurgreiðslu þessa tiltekna þungaiðnaðar sem er eins ógrænn, óumhverf- isvænn og óheilnæmur og hugs- ast getur. Varla getur nokkur umhverfisverndarsinni gagn- rýnt Thatcher fyrir það að hafa lokað námum. Kannski fyrir eitthvað annað, en varla fyrir það. Þeir sem það gera hljóta einfaldlega að hafa tamið sér að jánka hverri einustu neikvæðu fullyrðingu um þessa manneskju sem þeim hefur verið kennt að líka illa við. Sannleikurinn Fyrir það eitt að hafa „lagt kolanámuiðnaðinn í rúst“ hefur nafnið Thatcher vakið hjá mér jákvæðar tilfinningar frá því að ég var pjakkur. En ekki bara fyrir það. Líkt og aðrir sem fengu að alast upp í austurhluta Evrópu dáist ég að leiðtogum eins og Reagan og Thatcher sem sögðu bara hreint út hvað þeim fannst um stjórnarfarið í Sovét- blokkinni, án þess að sykurhúða það. Og svo vildi til að það sem þeim fannst um það stjórnarfar kom heim og saman við sann- leikann og reynslu fólks sem þar bjó. Sumir halda að þegar tveir deila um staðreyndir þá hljóti sannleikurinn að liggja einhvers staðar á milli. En sannleikanum er sama um allar deilur. Hann liggur bara þar sem hann liggur. Í tilfelli kalda stríðsins var það staðreynd að milljónir manna sem sátu fastar í Austur-Evrópu vildu frekar búa á Vesturlönd- um, ekki öfugt. Það var enginn millisannleikur í því. Á tímum kalda stríðsins lögðu margir vestrænir menntamenn mikið á sig til að sjá hina hliðina í deilunni milli austurs og vest- urs. Þegar Vaclav Havel sagði í ræðu í bandaríska þinginu árið 1990 að kalda stríðið hefði verið „barátta tveggja stórvelda, eins sem var uppspretta martraða og annars sem stóð vörð um frelsi“, vandaði Noam Chomsky honum ekki kveðjurnar og kallaði ræð- una „vandræðalega kjánalega og siðferðilega fráhrindandi sunnu- dagspredikun“. Svona getur ofurvíðsýnin farið með fólk. Ekki var ég aðdáandi alls sem Margaret Thatcher sagði og gerði. Kannski var hún stundum dálítið þver. En gagnvart komm- únismanum þá var sú þver- móðska réttmæt. Íbúar í ríkjum austan járntjaldsins vildu bara mannréttindi, lýðræði og mark- aðsbúskap að vestrænni fyrir- mynd, ekki einhverja millileið. Margaret Thatcher tók undir þessar kröfur við hvert tæki- færi. Þannig kveð ég hana. Sem einn af „leiðtogum hins frjálsa heims“. Það hljómar eins og frasi. En slíkur leiðtogi var hún samt. Thatcher hafði rétt fyrir sér Margaret Thatcher lagði breskan kola- iðnað í rúst. Gott hjá henni. Að auka hagsæld Í nýjasta hefti Harvard Business Review er full- yrt að tvær einfaldar reglur geri gæfumun- inn fyrir árangur fyrir- tækja. Regla númer eitt: gæði skipta meira máli en verð. Regla númer tvö: mikilvægara er að auka tekjur en lækka kostnað. Ekkert skal til sparað í framleiðsl- unni og áhersla lögð á að varan skili góðri inn- komu. Um skólastarf gildir hið sama. Auka þarf gæði náms og ekkert til spara svo nem- endur nái árangri. Síðan þarf að innheimta tekjurnar. Fjárfesting í menntun skilar sér í aukinni hag- sæld. Allir njóta þess. Ungt fólk er fjöregg samfélagsins. Það býr yfir sköpunarkrafti sem er ótæmandi auðlind. Hættum að skera niður í menntamálum og sköpum auð með því að hækka menntunar- stig landsmanna. MENNTUN Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari og formaður Félags íslenskra fram- haldsskóla ➜ Fjárfesting í menntun skilar sér í aukinni hagsæld. Allir njóta þess. Kosningar og atvinnulíf Opin fundaröð FA – apríl 2013 Félag atvinnurekenda efnir til fundaraðar í tilefni af kosningum til Alþingis í lok apríl. Fjórir fundir verða haldnir þar sem markmiðið er að ná fram skilmerkilegri umræðu um hvern og einn málaflokk. Áhersla er lögð á málaflokka sem tengjast félagsmönnum FA. Fulltrúar fimm stærstu framboða miðað við skoðanakannanir verða boðaðir á hvern fund, sem verður auglýstur sérstaklega. I. Umhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja – föstudagur 12. apríl kl. 8.30 – 10.00 Tryggingagjald, launaskattar og skattkerfið almennt? Samskipti fyrirtækja og hins opinbera – leyfisveitingar og eftirlit? Almennir hvatar til fjárfestinga og uppbyggingar? II. Heilbrigðiskerfið og velferðarmál – þriðjudagur 16. apríl kl. 8.30 – 10.00 Stefna í heilbrigðismálum – hvað þarf að bæta? Samskipti ríkis og einkaaðila? Er pláss fyrir meiri einkarekstur? Hvers þarf að gæta? Nýr Landspítali? Nauðsyn eða bruðl? III. Sjávarútvegsmál og fiskveiðistjórnun – föstudagur 19. apríl kl. 8.30 – 10.00 Hvaða form á nýtingarrétti hentar best? Hvernig tryggjum við heilbrigða samkeppni í útgerð og vinnslu? Stefna hvað varðar meiri virðisauka íslensks sjávarútvegs? IV. Ísland í alþjóðaviðskiptaumhverfi og peningamál – þriðjudagur 23. apríl kl. 8.30 – 10.00 Aðild að Evrópusambandinu? Aðildarviðræður áfram? Upptaka evru, einhliða upptaka annars gjaldmiðils eða krónan áfram? Fríverslun við Kína? Tollar og tollfrelsi? Fundirnir fara fram í húsakynnum félagsins Kringlunni 7, 9. hæð. Skráning á www.atvinnurekendur.is Stjórn Félags atvinnurekenda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.