Fréttablaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 8
12. apríl 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 DÓMSMÁL Pétur Guðgeirsson, dóms- formaður í Al Thani-máli sérstaks saksóknara, frestaði málinu um ótil- tekinn tíma í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. Gestur Jónsson og Ragnar Hall, verjendur Sigurðar Einars sonar og Ólafs Ólafssonar, mættu ekki í fyrirhugaða aðalmeð- ferð málsins í gær og því þurfti að skipa nýja verjendur og gefa þeim tíma til að setja sig inn í málið. Salur 101, sá stærsti í dómshúsinu, var troðfullur af fólki þegar klukkan 9.15 í gærmorgun. Á staðnum var urmull fjölmiðlamanna, laganema, starfsmanna sérstaks saksóknara og annarra sem áhuga höfðu á málinu og þurftu margir að gera sér að góðu að standa á meðan þinghaldið stóð yfir. Þeir urðu þó ekki þreyttir, því að það varði aðeins í um fimmtán mínútur. Dómsformaðurinn sagðist ekki eiga neinn annan kost en að skipa Ólafi og Sigurði nýja verjendur og fresta mál- inu. Ákveðið var að málsaðilar mundu funda með dómnum 22. apríl næst- komandi og ákveða þá næstu skref. Gestur og Ragnar sögðu sig frá málinu vegna þess að þeir töldu sér ófært, sannfæringar sinnar vegna, að sinna verjendastörfum í máli þar sem jafngróflega væri brotið á réttindum sakborninga og þeir telja að gert hafi verið í þessu máli. stigur@frettabladid.is Al Thani-máli frestað um óákveðinn tíma Ekkert varð af því að aðalmeðferðin í Al Thani-málinu hæfist í gær í troðfullum sal í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þinghaldið tók korter, dómari skipaði Ólafi Ólafssyni og Sigurði Einarssyni nýja verjendur og frestaði svo málinu um óákveðinn tíma. SÓLGLERAUGU NÆST? „Maður þarf bara að vera með sólgleraugu,“ sagði Sigurður Einarsson þegar flöss ljósmyndaranna ætluðu að blinda hann. Hreiðar Már Sigurðsson og Ólafur Ólafsson voru líka mættir í dóminn, en ekkert bólaði hins vegar á fjórða sakborningnum, Magnúsi Guðmundssyni, þótt dómari hafi mótmælalaust bókað að hann væri mættur. Lengst til hægri á myndinni sitja þeir hlið við hlið nýju verjendurnir tveir, Þórólfur Jónsson og Ólafur Eiríksson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég er bara hneykslaður,“ segir Björn Þorvaldsson, saksóknari í málinu, um framferði Gests Jónssonar og Ragnars Hall. „Dómarinn kemst að þeirri niðurstöðu að þeir eigi að mæta og flestir virða nú niðurstöðu dómara. Þeir kusu að gera það ekki.“ Björn lét bóka fyrir dómi að hann teldi augljóst að ákvörðun þeirra um að hætta málsvörninni væri einungis til þess ætluð að fresta máls- meðferðinni. „Ef maður lítur bara á ferilinn, hvernig þeir byggja þetta smátt og smátt upp og enda svo á þessu, þá er þetta hreinlega borð- leggjandi,“ segir Björn við Fréttablaðið. Hann fór jafnframt fram á það við dómara að hann legði réttarfars- sekt á lögmennina tvo. Hvort svo fer kemur ekki í ljós fyrr en dómur gengur í málinu. Björn segir það munu koma í ljós 22. apríl hversu lengi málið frestast. „Maður vonar að þetta klárist sem fyrst en það er stutt í sumarið.“ Hneykslaður á Gesti og Ragnari ÓSÁTTUR Björn Þorvaldsson, lengst til hægri, ásamt saksóknarteymi sínu. Hann óttast að málið kunni að dragast fram á haust. YFIR 40 GERÐIR GASGRILLA OG 20 GERÐIR KOLAGRILLA E N N E M M / S ÍA / N M 5 7 4 3 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.