Fréttablaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 24
FRÉTTABLAÐIÐ Fólk og annað frábært. Heimili, hönnun og hugmyndir. Melkorka Árný Kvaran. Heilsa, matur og hamingja. Spjörunum úr og helgarmaturinn. 2 • LÍFIÐ 12. APRÍL 2013 HVERJIR HVAR? Umsjón blaðsins Kolbrún Pálína Helgadóttir kolbrunp@365.is Umsjón Lífsins á Vísir.is Ellý Ármanns elly@365.is Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Valgarður Gíslason Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Lífið Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 www.visir.is/lifid Lífi ð Hamingja, fólk og annað frábært Menntaskólavinkonurnar Sigríður Ragna Jóns- dóttir og Guðrún Scheving Thorsteinsson fengu þá hugmynd í vetur að leita leiða til að opna uppáhaldsverslunina sína, Indiska, hér á landi. Indiska er verslunarkeðja með föt, fylgihluti og húsbúnað ýmiss konar sem á rætur sínar að rekja til Svíþjóðar en Íslendingar gætu líka þekkt frá hinum Norðurlöndunum. „Guðrún hefur búið í Svíþjóð og þekkti Ind- iska mjög vel þaðan. Ég hef búið í Indlandi og þekkti vel handbragðið þaðan. Við fengum þá flugu í höfuðið að spreyta okkur á verslunar- rekstri og flytja þessa flottu keðju hingað til Íslands,“ segir Sigríður. „Kraftar okkar voru svo leiddir til þeirra Sigrúnar Andersen og Dag- bjartar Guðmundsdóttur sem höfðu fengið sömu hugmynd og þá vorum við orðnar fjórar sem var enn betra.“ Sigríður segir Indiska í uppáhaldi hjá þeim stöllum fyrir margvíslegar sakir. „Vörurnar frá þeim eru svo litríkar og lifandi, flottar en ekki dýrar. Svo er auðvitað afar mikilvægt að fyrirtækið er leiðandi í samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja og umhverfisvernd. Skuldbinding þess til að láta gott af sér leiða á rætur sínar að rekja aftur til 7. áratugarins. Okkur fannst vanta þessa verslun hér á landi,“ segir Sigríður. Þess má geta að Indiska er með sitt eigið hönnunarteymi en vinnur reglulega með öðrum sænskum og alþjóðlegum hönnuðum. Meðal hönnuða sem verslunin hefur unnið með má nefna Jade Jagger sem hannaði fyrir fyrir- tækið árin 2010 og 2011. Meðal hönnuða húsbún- aðar Indiska má nefna íslenska hönnuðinn Siggu Heimis. Undanfarin ár hefur Indiska framleitt föt undir vörumerkinu „Bohemian modern“ þar sem ástríðan fyrir litadýrð, mynstrum og vönd- uðum efnum fær að njóta sín. Sigríður, Guðrún og Sigrún munu allar koma að rekstri Indiska en Dagbjört verður í fullu starfi við verslunarreksturinn. „Við hinar vinnum einnig annars staðar og sinnum Indiska meðfram því,“ segir hún að lokum. Verslunin opnar í Kringlunni í maí. HÖNNUN VINKONUR Í REKSTRI Vinkonurnar Sigríður Ragna Jónsdóttir og Guðrún Scheving Thorsteinsson hafa báðar haldið upp á Indiska-verslanirnar sem margir þekkja frá Norðurlöndum. Þær ákváðu að ráðast í það að opna búðina hér á landi. Indiska hefur lengi verið í uppáhaldi hjá vinkonunum. Hvað gerir þú til að tæma hugann eftir erf- iða vinnuviku? Ég er í erilsömu starfi og þarf að gæta þess vel að láta starfið ekki gleypa mig og ég þarf að vera ákveðin í minni tímastjórnun. Ég vinn til dæmis aldrei eftir klukkan fimm á föstu dögum og helst ekki um helgar. Það er því orðinn vani að vinda ofan af sér eftir vinnuvikuna með því að baka pitsu með börnunum á föstudögum og horfa svo saman á fjölskyldumynd. Mjög mikilvægt atriði er að þetta fari fram á náttfötunum. Hvernig hleður þú batteríin? Ég hleð batteríin með því að hitta skemmtilegt fólk. Ég á marga góða vini og skipulegg ýmislegt skemmtilegt með þeim, þar af leiðandi er alltaf eitthvað að hlakka til. Einnig finnst mér gott að fara út að hreyfa mig, ganga, hjóla eða fara í sund. Og svo verðlauna ég mig reglulega með því að fara í spa. Mér finnst dásamlegt að eiga stund í pottum og gufum þar sem síminn nær ekki til mín. Hugleiðir þú eða notar þú aðrar aðferðir til að rækta hugann? Ég hugleiði ekki markvisst en leiði hugann að því á hverjum degi hvernig ég vil haga mínu lífi og mínum tilfinningum. Viltu deila með okkur uppáhaldshamingju- molanum þínum/tilvitnun? Ég á ýmsa uppá- haldshamingjumola en ég tel að „komdu fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig“ myndi breyta heiminum ef fleiri færu eftir því. Það yrði sannkölluð hamingjusprengja og öll dýrin í skóginum yrðu vinir. VERÐLAUNAR SIG MEÐ ÞVÍ AÐ FARA Í SPA Borgin iðar af mannlífi þessa dagana enda vor í lofti og stutt í kosningar. Sáust hjónin glæsilegu Guðmundur Steingrímsson og Alexía Björg Jóhannesdóttir á leiksýning- unni Blam á dögunum en þar sást einnig leikaraparið Álfrún Örnólfsdóttir og Friðrik Friðriksson. Söngkonan Björk Guðmundsdóttir er stödd hér á landi en til hennar sást meðal annars á Mokka- kaffi og á veitingastaðnum Snaps. Með henni þar var eiginkona Jóns Gnarr, Jóka. Að lokum kíkti fjölmiðlakonan Kolbrún Björnsdóttir á sér- staka forsýningu kvikmyndarinnar Oblivion í Laugarásbíó. HAMINGJUHORNIÐ Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir lögfræðingur á Fasteignasölunni Húsaskjól reynir að eiga frí um helgar til að hlaða batteríin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.