Fréttablaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 2
13. apríl 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2 VINNUM ALLT AÐ ÁRI 64 Böðvar Guðjónsson, formaður körfu- knattleiksdeildtar KR, segir að KR ætli að vinna alla titla í boði í karla- og kvennafl okki á næsta ári. FLUGUVEIÐI YFIRVARP FÁVÍSRA EINSTAKLINGA 4 SÍMHLERANIR SÉRSTAKS SAKSÓKNARA ENN TIL RANNSÓKNAR 6 „Núna er hún hérna um allt, og er sjálfsagt að fara drepast hérna í stórum stíl. Það eru góðar fréttir fyrir allan þennan þorsk sem þarf eitthvað að éta.“ 8 Þorvaldur Garðarsson, útgerðar- maður og skipstjóri BRASILÍA PARAGVÆ FRÉTTIR 2➜10 SKOÐUN 12➜16 HELGIN 18➜42 SPORT 64 MENNING 52➜70 HEILBRIGÐISMÁL Fullorðnum ein- staklingum sem leita sér aðstoðar vegna athyglisbrests hefur fjölg- að mikið á undanförnum misser- um og er biðtími eftir að komast í greiningarviðtal hjá geðlækni allt að eitt ár. Ástæða biðtímans helg- ast aðalega af skorti á geðlæknum auk þess sem ekki taka allir starf- andi geðlæknar að sér meðferð einstaklinga með ADHD-röskun. Kristófer Þorleifsson geð- læknir segir neikvæða umræðu um ADHD og lyfjameðferð hluta ástæðunnar. Margir læknar vilji fyrra sig óþægindum. „Sumir treysta sér ekki til að vinna greiningar- og meðferðar- vinnu í kringum ADHD og svo eru aðrir sem hafa tekið þá ákvörðun að firra sig óþægindum og þurfa þá ekki að liggja undir ámælum um að vera ávísa einhverju sem ekki á að ávísa,“ segir Kristinn. Hann segir mikilvægt að styrkja grunnstoðir heilsugæslunnar og létta þannig á sérfræðingum. Hann bendir á að nú sé búið að mynda teymi á göngudeild geð- deildar Landspítalans þar sem heimilislæknar geta vísa einstak- lingum í greiningu. „Þar fer þá fram kembileit og greinist einstaklingurinn með kvillann er honum vísað aftur til aðilans sem vísaði honum í grein- inguna og meðferðin þá í hans höndum. Það á hins vegar eftir að leysa praktísk mál í því eins og að heimila heimilislæknum að sækja um lyfjakort.“ Kristófer segir að þessi þjónusta verði vonandi til mikilla bóta en óttast þó að mikil eftirspurn verði til þess að biðtíminn eftir grein- ingu þar verði einnig langur. Ellen Calmon, framkvæmda- stjóri ADHD samtakanna, segir samtökin fá fjölda fyrirspurna á degi hverjum frá einstakling- um sem viti ekki hvert þeir eigi að snúa sér til að fá greiningu og komist ekki að hjá geðlækni. Margir líða fyrir ástandið en Ellen segir mikilvægt að greina ADHD fljótt til að koma í veg fyrir mögulegar afleiðingar af ómeð- höndluðu ADHD. „Ef einstaklingur fær ekki ein- hvers konar meðferð er hætta á að hann þrói með sér kvíða, sem leiðir af sér depurð, sem getur leitt tilþunglyndis,“ segir Ellen. Hún segir nauðsynlegt að ríkið komi að niðurgreiðslu á sálfræði- þjónustu og komi að fjölbreyttari meðferðar úrræðum. „Það er til fullt af öðrum með- ferðarúrræðum en bara lyf og má þá nefna hópatferlismeðferð, hugræn atferlismeðferð og mark- þjálfun. Þessar meðferðir eru vegum sálfræðinga og einka aðila en ríkið niðurgreiðir einungis lyfja meðferð.“ hanna@frettabladid.is Bíða allt að ár eftir greiningu á ADHD Allt að árs bið er fyrir fullorðna eftir greiningarviðtali hjá geðlækni vegna ADHD. Margir geðlæknar meðhöndla ekki kvillann vegna neikvæðrar umræðu um lyfja- meðferð. Mikil aukning fyrirspurna varðandi meðferð hjá ADHD-samtökunum. ELLEN CALMONKRISTÓFER ÞORLEIFSSON GREINING Skortur á geðlæknum er hluti af ástæðunni fyrir því að löng bið er eftir greiningu á ADHD. NORDICPHOTO/GETTY Ef einstaklingur fær ekki einhvers konar með- ferð er hætta á að hann þrói með sér kvíða sem leiðir af sér depurð, sem getur leitt af sér þunglyndi. Ellen Calmon, framkvæmdastjóri ADHD ÞVÍ LITRÍKARA, ÞEIM MUN BETRA 58 Fylgihlutatíska sumarsins er hressileg eins og árstíminn. SPENNAN EYKST 62 Tinna Rós fer yfi r uppáhaldslög sín í Eurovision í ár. HEFUR LENGI DREYMT UM ÞENNAN SAMNING 70 Tónlistarkonan Dísa Jakobsdóttir er komin á samning í Danmörku og gefur út nýtt lag sem vekur athygli. HÁRGREIÐSLA HELSTA ÁHUGAMÁLIÐ 70 Edda Blumenstein heldur úti vefsíðunni Hárið.is sem fj allar um hár og hártísku. GLÆTA FREMUR EN VON 12 Þorsteinn Pálsson um viðreisn þjóðarbúsins. ÍSLAND OG ERLENDIR KRÖFUHAFAR 16 Steingrímur J. Sigfússon um greiðslur til kröfuhafa. AFTUR Í ÚRVALSFLOKK 16 Elín Hirst um heilbrigðiskerfi ð. NÝTT AFL MIKILVÆGT 30 Andrea Ólafsdóttir kynnir stefnu Dögunar. RÉTTLÁTT ÞJÓÐFÉLAG 30 Þorvaldur Gylfason segir Lýðræðisvaktina rétt að hefj a samtalið við kjósendur. RENNDI BLINT Í SJÓINN 32 Justin Shouse vissi ekkert við hverju hann mátti búast á Íslandi. KVENLEIÐTOGUM FJÖLGAR 36 Hvaða lönd hafa haft konu sem forsætis- ráðherra? GÓÐUM VERKUM VEITT ATHYGLI 38 Tilnefningar til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins. HELLINGUR AF HUGREKKI 40 Sjóræningjaprinsessan Soff ía í Hafnar- fj arðarleikhúsinu. KRAKKASÍÐAN 40 KROSSGÁTAN 42 Kempan Gunnar Nelson þurfti í vik- unni að draga sig út úr fyrirhuguðum bardaga við Bandaríkjamanninn Mike Pyle vegna hnémeiðsla. Pyle hafði haft uppi stórar yfirlýsingar um sigurvissu sína en fær núna ekki tækifæri til að sýna sig. Fríða Björk Ingvarsdóttir hefur verið ráðin nýr rektor Listaháskóla Íslands og tekur við því starfi af Hjálmari H. Ragnarssyni. Fríða er ekki ókunnug menningarlífinu– hún hefur skrifað mikið um menningu, bæði bækur og blaðagreinar, kennt í háskóla og fleira. Lögmaðurinn Ragnar H. Hall kom sér í fréttirnar í vikunni ásamt Gesti Jónssyni þegar þeir sögðu sig báðir frá verjendastörfum í Al Thani-málinu svonefnda. Þeir létu það ekki stoppa sig þótt dómarinn féllist ekki á afsögnina, heldur mættu einfaldlega ekki í dóminn. Það vakti ekki lukku saksóknara. Rapparinn Móri hefur verið ákærður fyrir að ógna kollega sínum, Erpi Eyvindarsyni, með hnífi og bera á sér ólöglega rafbyssu. Móri gerði einu sinni lag sem heitir Atvinnukrimmi og virðist hafa lifað sig einum of vel inn í hlutverkið. LÖGREGLUMÁL Íslensk lögregla reynir nú, með fulltingi Interpol og yfirvalda í Paragvæ, að grafast fyrir um örlög þrítugs Íslendings sem fullyrt er að hafi nýlega verið myrtur, annaðhvort í Brasilíu eða Paragvæ. Lögreglan á Íslandi verst allra fregna af málinu, enda hefur engin staðfesting fengist á því að maður- inn sé yfir höfuð látinn. Hins vegar hefur ekkert spurst til hans í nokkrar vikur og eftirgrennslan hefur engu skilað. Lögreglan hefur fengið ein- dregnar ábendingar frá öðrum Íslendingum um að manninum hafi verið ráðinn bani, en hefur fátt annað til að byggja á en þau orð. Þær upplýsingar þóttu engu að síður nóg til að hefja formlega eftirgrennslan og beinist athugunin, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, einkum að stóru svæði í kring- um landamæri Brasilíu og Paragvæ, þar sem vitað er að maðurinn hefur verið. Stöð 2 greindi frá því í gær að fjölskylda mannsins teldi ábendingarnar sem lög- reglu hafa borist vera trúverðug- ar og óttaðist því það versta. Fréttablaðið hefur haft sam- band við ræðismann Íslands í Brasilíu en sá kvaðst ekkert hafa frétt af málinu. - sh, hó Lögregla grefst fyrir um Íslending sem ekki er vitað hvort er lífs eða liðinn: Sagður myrtur í Suður-Ameríku FIMM Í FRÉTTUM MEIÐSLI, AFSÖGN OG ATVINNUKRIMMI ➜ Guðný Jóna Kristjánsdóttir tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega um þá lífsreynslu sína að vera nánast útskúfað úr samfélaginu á Húsavík fyrir það eitt að hafa kært sveitunga sinn fyrir nauðgun um aldamótin. Síðan hefur afsökunarbeiðnum rignt yfir hana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.