Fréttablaðið - 13.04.2013, Qupperneq 8
13. apríl 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8
SJÁVARÚTVEGUR „Það virðist vera
töluvert af loðnu hérna á svæðinu.
Það er gríðarlegt magn af þorski,
en hann tekur ekki línuna hjá
okkur af því að það er svo mikið
æti. Þess vegna er tregfiskerí á
línubátunum,“ segir Þorvaldur
Garðarsson, útgerðarmaður og
skipstjóri á Sæunni Sæmunds-
dóttur ÁR.
Sögur berast frá sjómönnum
sem eru við veiðar fyrir Suður-
landi að loðnu sé að finna víða.
Nefnt er að til loðnu sjáist allt
frá Reykjanesi austur að Höfn í
Hornafirði. Þorvaldur, sem hefur
róið frá Þorlákshöfn í fjóra ára-
tugi, hefur ekki séð loðnu á miðun-
um svo seint áður en hann var við
veiðar djúpt á Selvogsbanka í gær.
Hann segir þvert á móti að venju-
lega gangi loðnan hratt með land-
inu og hverfi vestur fyrir land þar
sem hún hrygnir og drepst. „Hún
virðist hins vegar vera dreifð
hérna um gríðarlega stórt svæði
núna. Núna er hún hérna um allt,
og er sjálfsagt að fara drepast
hérna í stórum stíl. Það eru góðar
fréttir fyrir allan þennan þorsk
sem þarf eitthvað að éta,“ segir
Þorvaldur.
Þorvaldur segir að handfæra-
bátar séu að fá góða veiði og mok
sé hjá netabátunum um allan sjó.
Hann telur að þorskur líti ekki
við línunni af því að beitan leggst
á botninn; fiskurinn sé hins vegar
að elta lifandi bráð og því taki
hann hjá krókabátunum, en færa-
krókarnir líkja eftir lifandi síli.
Sveinn Sveinbjörnsson, fiski-
fræðingur hjá Hafrannsókna-
stofnun, segir að þessar fregnir
af loðnu við Suðurland hafi ekki
borist á sitt borð. Hins vegar þurfi
þetta ekki að koma sérstaklega á
óvart. „Þegar við mældum seinni
partinn í janúar og fram í febrúar
þá fundum við loðnu á gríðarstóru
svæði frá miðjum Vestfjörðum og
vestur fyrir Hala. Svo kom þessi
vesturganga sem gekk suður með
Vestfjörðum og inn á Breiðafjörð,
en hins vegar virðist loðna hafa
gengið austur úr og farið þessa
löngu hringleið. Þetta gætu verið
eftirhreyturnar af slíkri göngu,“
segir Sveinn.
Sveinn telur að mæling Haf-
rannsóknastofnunar á loðnunni
hafi náð yfir alla loðnugöng-
una, og ekkert hafi orðið útund-
an. „Það getur jafnframt verið
að loðna sé enn að hrygna fyrir
vestan og norðan. Í þessum kalda
sjó seinkar þessu, því eftir að
hún kemur í hlýja sjóinn þá tekur
hrognaþroskinn fyrst við sér, sem
ræður því hvað hún lifir lengi.
Þess vegna hef ég enga ástæðu til
að efast um að sjómenn séu að sjá
loðnu,“ segir Sveinn.
svavar@frettabladid.is
EFNAHAGSMÁL Gert er ráð fyrir
að hagvöxtur í ár verði 1,9 pró-
sent í nýrri þjóðhagsspá Hagstofu
Íslands. Spáin gerir jafnframt ráð
fyrir aukningu hagvaxtar á næsta
ári, verði „um það bil 2,8 prósent
á ári frá og með 2014“.
Verðbólguhorfur fyrir árið
2013 eru sagðar stöðugar eftir
að veiking krónunnar frá síðasta
hausti hafi tekið að ganga til baka
í nýliðnum febrúarmánuði. „Spáð
er að neysluverð verði 4,2 prósent-
um hærra 2013 en 2012 en að verð-
lag 2014 hækki um 3,4 prósent.“
Bent er á að góður afgangur sé af
utanríkisviðskiptum og að ferða-
þjónusta sé í miklum vexti. „Gert
er ráð fyrir því að lágt raungengi
krónunnar styðji áfram við þessa
þætti,“ segir í spánni.
Vöxtur einkaneyslu er talinn
verða 2,5 prósent á þessu ári en
um og yfir 3,0 prósentum á ári frá
2014. Fjárfesting er talin munu
dragast saman um 2,3 prósent á
þessu ári en aukast um 16,9 pró-
sent á næsta ári. - óká
Verðbólguhorfur stöðugar eftir að veiking krónunnar tók að ganga til baka:
Hagvöxtur taki kipp á næsta ári
Hagvöxtur til 2015
Undrast að sjá loðnu
fyrir öllu Suðurlandi
Fréttir af miðunum fyrir Suðurlandi greina frá því að þar sé allnokkuð af loðnu.
Óvenjulegt ástand á þessum tíma árs, segir skipstjóri með 40 ára reynslu. Sérfræð-
ingur Hafró telur að um eftirhreytur stóru loðnugöngunnar geti verið skýringin.
MOK Blóðbað var hjá netabátnum Kristbjörgu á dögunum en á meðan fæst lítið á
línu. Kristján Hilmarsson, alltaf kallaður Stjáni Nínon, er hér á rúllunni.
MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON
Dýraverndarsambands Íslands, DÍS.
Aðalfundur DÍS verður haldinn þann 20. apríl 2013 kl.13.00
Fundað verður í nýjum húsakynnum félagsins að Grensásvegi 12A (bakhús).
Dagskrá fundar:
1. Kynning framboða til stjórnar
2. Ársskýrsla
3. Tillögur um verkefni næsta árs og stefnumótun DÍS
4. Endurskoðun reikninga og skýrsla gjaldkera
5. Félagsgjöld
6. Lagabreytingar
7. Kosning stjórnar
8. Önnur mál
Framboð
Ef menn hyggjast bjóða sig fram til stjórnarsetu þarf framboð að hafa borist til félagsins
eigi síðar en viku fyrir aðalfund. Síðasti skiladagur framboðs er 13.apríl kl. 24.00.
Framboð sendist til dyravernd@dyravernd.is.
Nánar um aðalfundinn, framboð og lagabreytingar má finna inni á vef sambandsins
www.dyravernd.is.
Stjórn Dýraverndarsambands Íslands
Bílabúð Benna Reykjavík
Bílabúð Benna Reykjanesbær
Verð aðeins: 5.590.000 kr.
Chevrolet Captiva bílaleigubílum CHEVROLET CAPTIVA
160.000 kr.
NOTAÐIR
BÍLAR
Aðalfundur Félags Rafeindavirkja verður haldinn
mánudaginn 22. apríl 2013 kl.17:30 á Stórhöfða 27,
gengið inn Grafarvogsmegin.
Dagskrá:
• Baldur Viðar Baldursson forstöðumaður símkerfa
hjá Símanum kynnir 4G
• Venjuleg aðalfundarstörf
• Kosning fulltrúa á ársfund Stafa lífeyrissjóðs
• Önnur mál
Reykjavík 10. apríl 2013
Stjórn Félags Rafeindavirkja
AÐALFUNDUR
Félags Rafeindavirkja
Save the Children á Íslandi
2012* 2013 2014 1015
*Skv. bráðabirgðatölum.
Heimild: Hagstofa Íslands
1,6% 1,9% 2,7% 2,9%
Núna er hún hérna
um allt, og er sjálfsagt að
fara drepast hérna í stórum
stíl. Það eru góðar fréttir
fyrir allan þennan þorsk
sem þarf eitthvað að éta.
Þorvaldur Garðarsson,
skipstjóri á Sæunni