Fréttablaðið - 13.04.2013, Síða 25
LAUGARDAGUR 13. apríl 2013 | HELGIN | 25
Nafn: Karen Björk Guðjónsdóttir
Aldur: 35 ára
Starf/menntun: Grunnskólakennari í
Foldaskóla í Grafarvogi.
Börn: Brynja Vigdís 5 ára og Hrafn-
katla Rún 15 mánaða.
Davíð Örn lést aðfaranótt 17.
nóvember 2012, á 32 ára afmælis-
daginn sinn, lést á líknardeild Land-
spítalans þar sem við höfðum dvalið
síðustu fjóra mánuði ævi hans.
Hann hafði glímt við krabbamein í
hálsi síðan snemma árs 2008 og fór
í skurðaðgerðir og í geisla meðferð
það ár. Meinið tók sig upp aftur síðla
árs 2010 og milli jóla og nýárs það
ár fengum við að vita að það hafði
dreift sér í bæði lungun. Davíð valdi
að fara óhefðbundnar leiðir og þáði
því ekki hefðbundna læknismeðferð
sem Landspítalinn hefur upp á að
bjóða gegn krabbameini.
Nafn: Ína Ólöf Sigurðardóttir
Aldur: 36 ára
Starf/menntun: Grunnskólakennari í
Lækjarskóla í Hafnarfirði.
Börn: Selma Lind 9 ára og Sigurður
Bjarmi 5 ára.
Árni Sigurðarson var 35
ára gamall flugmaður
með konu og tvö börn
þegar hann lést. Hann
greindist með heilaæxli
haustið 2010. Þá upp-
hófst mikil barátta með
fimm skurðaðgerðum,
tveimur geisla meðferðum
og tveimur lyfja-
meðferðum. Aðgerðirnar
voru gerðar bæði erlendis
og hérlendis. Árni lést á
líknardeild Landspítalans
sunnudagskvöldið 18.
nóvember 2012.
tilgangurinn með síðunni að
veita sérfræðiaðstoð. En mælum
eindregið með því að fólk sæki
sér slíka aðstoð,“ segir Karen en
hópurinn hefur fengið góðar við-
tökur. Fjórir dagar eru síðan hópur-
inn var stofnaður og nú þegar eru
um meðlimir fjörutíu. Viðtökurn-
ar hafa komið þeim stöllum í opna
skjöldu og greinilega þörf fyrir hóp
á borð við þennan.
Sameinuðust í sorginni
Þær kynntust allar í kjölfarið eða í
aðdraganda makamissisins, nema
þær Ína og Sara sem voru vinkonur
áður. Þær grunaði nú samt ekki að
þær myndu upplifa sömu raunina
og standa báðar eftir makalausar
með stuttu millibili.
Sara missti eiginmann sinn í
nóvember 2011 en maður Ínu lést
í nóvember síðastliðnum eftir
tveggja ára baráttu við krabba-
mein. Á líknardeildinni kynntust
Ína og Karen Björk. „Við Karen
segjum stundum að við bjuggum
saman því við eyddum tveimur
mánuðum saman á líknardeildinni
þar sem við hlúðum að mökum
okkar. Þeir dóu svo með eins dags
millibili,“ segir Ína og bætir við að
þær hafi getað veitt hvor annarri
stuðning inni á deildinni þar sem
þær eyddu svo til hverri stundu síð-
asta haust.
Sara, Ína og Karen hittust þrjár
eftir missinn og fundu hvað það
var gott að tala við einhvern í sömu
stöðu. Þær ítreka þó að sorgar ferlið
og allt sem því tengist sé mjög
persónubundið og fólk upplifi hlut-
ina misjafnlega eins og allt annað.
„Við manneskjurnar erum bara
svo miklar hópsálir og höfum þörf
fyrir að finna okkur meðal fólks
sem við getum samsamað okkur
við. Þess vegna fannst mér mjög
gott að hitta þær og geta talað,“
segir Karen og Ína tekur undir
en bætir við. „Við erum samt eng-
inn grátkór þegar við hittumst,
þvert á móti. Við erum allar á mis-
jöfnum stað í sorgarferlinu þó að
álíka langt sé liðið frá missinum.
Svo er það þannig að þú getur tekið
tíu skref fram á við einn daginn og
tuttugu afturábak þann næsta.“
Þörf fyrir stuðningshópa
Elísabet og Sara kynntust eftir að
hafa fengið ábendingu um hvor
aðra í gegnum meðgöngusund-
kennara þeirra. Þannig kom Elísa-
bet svo inn í hópinn.
Það sem aðallega tengdi þær
fyrst saman er að þær voru báðar
óléttar þegar menn þeirra féllu frá,
báðir skyndilega. Elísabet vissi
reyndar ekki að hún væri orðin
ólétt þegar eiginmaður hennar
lést af slysförum og viðurkennir
að tilfinningar hennar hafi verið
blendnar fyrst þegar hún upp-
götvaði að hún væri barnshafandi.
„En að vita af Söru og að ég væri
ekki ein í þessari stöðu fannst
mér hjálpa. Þess vegna teljum við
að þessi síða verði mikill styrkur
fyrir þá sem kannski upplifa sig
eina. Við erum ekki ein, það eru
fleiri í sömu stöðu,“ segir Elísabet
og hamrar þannig að markmiðum
þessa nýstofnaða hóps.
Þeim fannst einfaldlega vanta
stuðning eftir makamissi, hvort
sem það er eftir langvarandi veik-
indi eða skyndidauða. Út frá þeirra
reynslu er ekki mikið um aðstoð
fyrir syrgjendur innan heilbrigðis-
kerfisins. Þær ákváðu að fara
saman á fundi á vegum samtaka
sem nefnast Ný dögun og aðstoða
fólk sem misst hefur maka. Á fund-
unum var ýmislegt rætt sem vinir
og vandamenn kannski kunna ekki
við að tala um við þær. „Ýmsar pæl-
ingar eins og hvernig ætlarðu að
halda jólin án makans? Hvenær er
tímabært að fjarlægja tannburst-
ann? Eða tæma fataskápinn? Allt
mjög gagnlegt því þetta eru mál-
efni sem aðrir þora ekki að ræða
við mann,“ segir Ína.
Þær eru sammála um að fund-
irnir hafi gert þeim mjög gott.
Þær hafi hins vegar viljað hafa
þann tíma lengri enda er þetta
ferli sem klárast ekki á sex vikna
námskeiði. Makamissirinn er
kominn til að vera og það þarf að
læra að lifa með honum. Sá lær-
dómur getur tekið tíma. Til þess
er stuðnings hópurinn. „Dauðinn
er tabú á Íslandi. Það tipla allir á
tánum í kringum hann og vilja forð-
ast að ræða um hann og þau við-
brögð sem honum fylgja. En það
er svo nauðsynlegt fyrir okkur að
tala um hann sem og látinn maka
okkar án þess að það sé vandræða-
legt og óþægilegt,“ segir Karen og
Ína tekur undir: „Við viljum fá að
halda minningu makans á lofti og
geta talað um hann.“
Börnin syrgja líka
Ein af aðalástæðum þess að þær
ákváðu hafa aldurstakmark á hópn-
um var að þær vildu sameina fólk
með ung börn. Börn sem einnig eru
að syrgja, hvert á sinn hátt.
„Mín börn fengu aðstoð frá
Ljósinu sem eru samtök fyrir
krabbameinsgreinda og aðstand-
endur þeirra. En það virðist vera
lítið í boði fyrir börn eins og t.d.
börn Söru og Elísabetar. Við vilj-
um kanna hvernig börnum þessa
hóps hefur verið sinnt og jafnvel
leita eftir aðstoð fagaðila til að
þau börn sem missa foreldri fái
viðeigandi þjónustu óháð dánar-
orsök. Börnin okkar eru öll í sömu
stöðu, að syrgja foreldri, burtséð
frá því hvort mamma eða pabbi dó
úr krabbameini, af slysförum eða
annað. Það er líka mikilvægt fyrir
börnin að hittast og deila reynsl-
unni með hvert öðru,“ segir Ína og
Sara tekur undir.
„Strákurinn minn var bara fjög-
urra og hálfs þegar pabbi hans dó
og hann þótti of ungur til að fara
til sálfræðings þá en kannski hefði
hann haft gott af því að hitta önnur
börn í svipaðri stöðu eða allavega
ræða við einhvern annan en fjöl-
skylduna. Þau eru að syrgja á sinn
hátt og við verðum að hlúa að þeim
og læra að tækla það líka. Læra
að fara í gegnum sorgarferlið með
barninu sínu og þar getur þessi
hópur aðstoðað líka,“ segir Sara.
Bæði gleði og sorg
Hópurinn er kominn til að vera
og þær sjá fyrir sér að þetta geti
þróast eitthvað áfram enda virðist
þörfin mikil. Það er misjafnt hvort
fólkið sem bætist í hópinn sé nýbúið
að missa eða mörg ár liðin frá
makamissinum enda engin tíma-
mörk á sorginni. „Við upplifðum
bæði gleði og sorg við að sjá hversu
margir sóttu í hópinn. Gleði yfir
viðtökunum við síðunni og sorg
yfir því að sjá hversu margir hafa
misst,“ segir Karen og hinar eru
sammála um að stofnun hópsins
hafi gefið þeim mjög mikið.
Þær hafa sett á síðuna lista með
ýmiss konar praktískum upplýs-
ingum eins og tryggingamálum,
útfararþjónustu og upplýsingum
um komandi námskeið eða fyrir-
lestra. Einnig er þar að finna lista
fyrir vini og vandamenn sem hafa
skal í huga þegar hjálpa á þeim sem
hefur misst. „Við erum þannig gerð
að það vilja allir hjálpa og láta vita
af sér en það passar kannski ekki
alltaf að banka upp á. Það geta
allir hjálpað á einhvern hátt en þú
þarft alltaf að skoða þín tengsl við
syrgjandann og hvað er viðeigandi
að þú gerir fyrir hann. Við settum
saman lista út frá okkar reynslu
með ráðum hvernig er hægt að
hjálpa syrgjandanum eftir miss-
inn,“ segir Ína en það er líka mjög
mikilvægt að hafa allar helstu upp-
lýsingarnar aðgengilegar á einum
stað. „Þegar þú ert í sorg hefurðu
enga orku til að leita þér upplýsinga
og veist jafnvel ekkert hvar þú átt
að leita.“
Stöllurnar fjórar halda hópinn og
hittast reglulega. Á dögunum fóru
þær út að borða og í bíó saman en
fengu svo hláturskast þegar þær
uppgötvuðu að myndin sem þær
voru á hét Dead Man Down. „Mjög
kaldhæðnislegt. Ekki planað en
mjög fyndið. Maður verður að leyfa
sér að hafa húmor, brosa og fíflast
saman. Við erum enn þá á lífi og
verðum að lifa því lífi,“ segir Ína
og fær að hafa lokaorðið.
Dauðinn er tabú á
Íslandi. Það tipla allir á
tánum í kringum hann og
vilja forðast að ræða um
hann og þau viðbrögð sem
honum fylgja
Karen Björk Guðjónsdóttir
Nafn: Elísabet Anna Kolbeinsdóttir
Aldur: 24 ára
Starf/menntun: Símsvörun og af-
greiðsla hjá Logalandi.
Börn: Tvær stelpur, Eva Viktoría 5 ára
og Ester María 7 mánaða.
Óskar Páll lést
eftir að hafa fallið
í hlíðum Helgafells
þann 12. janúar
2012. Hann var
32 ára. Áttum við
eina að verða 4
ára ( fósturdóttir)
og ég komst að því
eftir að hann lést
að ég var ólétt af
yngri stelpunni. Við
höfðum verið gift í
rúma fjóra mánuði
þegar slysið varð.
Nafn: Sara Óskarsdóttir
Aldur: 32 ára
Starf/menntun: Starfsmaður hjá
Iceland Backpackers.
Börn: Tvö börn, Logi Þór (að verða) 6
ára og Matthildur Rúna 1 árs.
Hermann Fannar
lést skyndilega
þegar hann fór
út að skokka
við Kaplakrika í
Hafnarfirði. Hann
var 32 ára. Við
áttum son sem
var þá rúmlega
fjögurra ára og
svo var ég gengin
þrjá mánuði með
dóttur okkar.
HALDA HÓPINN Þær
Sara Óskarsdóttir, hér
ásamt dóttur sinni Matt-
hildi, Ína Sigurðardóttir,
Karen Björk Guðjóns-
dóttir og Elísabet
Kolbeins dóttir hafa
stofnað hjálparsíðu fyrir
fólk sem hefur upplifað
makamissi eins og þær.
Þær segjast geta talað
um maka missinn og
látinn maka án þess að
það sé óþægilegt.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
7
4
6
6
Vilborg pólfari átti sér þann stóra draum að
ganga á suðurpólinn og hún gerði hann að
veruleika með því að setja sér markmið.
Íslandsbanki býður viðskiptavinum upp á
frábæran fyrirlestur með Vilborgu þar sem
hún segir frá því hvernig lítil markmið geta
á endanum orðið að stórum sigri.
Hér býðst unglingum og foreldrum kjörið tæki-
færi til að hlusta saman á uppbyggilegan fróðleik.
#svaltmarkmið
Það er svalt að setja
sér markmið
Við bjóðum þér að hlusta á Vilborgu pólfara
á eftirfarandi stöðum:
15. apríl Háskólabíó
16. apríl Akureyri
17. apríl Háskólabíó
22. apríl Háskólabíó
23. apríl Vestmannaeyjum
26. apríl Ísafjörður
29. apríl Háskólabíó
30. apríl Háskólabíó
2. maí Reykjanesbæ
3. maí Akranes
Skráðu þig á islandsbanki.is/fyrirlestur
og þú mátt taka einn vin með.