Fréttablaðið - 13.04.2013, Síða 38

Fréttablaðið - 13.04.2013, Síða 38
KYNNING − AUGLÝSINGPallurinn LAUGARDAGUR 13. APRÍL 20132 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Sigurður Helgi Grímsson, sigurdurhg@365.is, s. 512 5464 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Hér má finna nokkur góð ráð um hvernig best er að sjóða egg án skurnar og búa til svokallað „poached“ egg. ■ Veljið grunnan og víðan pott sem getur tekið 1,5 lítra af vatni. ■ Fyllið pottinn að tveimur þriðju. ■ Bætið ediki, til dæmis 1-2 tsk. af hvítvínsediki, út í vatnið. ■ Hitið að suðu en látið ekki bull- sjóða (hitinn skal vera í kring- um 71 til 82 gráður). ■ Notið ný egg því hvítan er þykk- ari í þeim. ■ Brjótið hvert egg í litla skál. Þannig er auðveldara að láta það síga varlega ofan í vatnið. ■ Eggin eru látin sjóða í 5 til 7 mínútur. ■ Takið eggin upp með fiski- spaða, setjið á pappír og saltið. ■ Eggin skal snæða sem fyrst eftir að þau eru soðin. ■ Auðveldast er að sjóða eitt egg í einu. Þá er hrært í vatninu og eggið látið varlega út í meðan vatnið þyrlast. ■ Þegar fleiri en eitt egg er soðið í einu þarf vatnið að vera kyrrt. Eggin eru sett varlega út í en passa þarf að þau blandist ekki hvert öðru. „Poached“ egg henta með fjöl- mörgum réttum. Þau eru ómiss- andi í Egg Benedict en einnig góð ein og sér, með beikoni eða út á salat. Egg Benedict (Fyrir 4) Fjögur egg soðin án skurnar, veidd upp úr, sett á pappír og sölt- uð. Hollandaise-sósa 300 g smjör 3 eggjarauður 1 msk. hvítvínsedik eða sítrónu- safi salt pipar Eggjarauður þeyttar yfir volgu vatnsbaði, smjörið brætt og því hellt varlega út í og þeytt saman allan tímann. Athugið að smjör- ið má ekki vera of heitt. Kryddað með hvítvínsediki/sítrónusafa, salti og pipar. Brúnið brauðið á pönnu upp úr smjöri, þar til fallegur gylltur litur er kominn. Létthitið skinkuna á sömu pönnu og setjið yfir brauð- ið. Eggið er sett ofan á skinkuna og loks sósan yfir allt. Klassískur dögurður Hinn klassíski réttur Egg Benedict lítur út fyrir að vera mun flóknari en hann raunverulega er. Aðalmálið er að klúðra ekki eggjasuðunni. Egg sem er soðið án skurnar verður svolítið skemmtilegt í laginu. Gott er að hafa eggið í skál og setja það síðan varlega út í heitt vatnið. Á sólríkum sumardegi er fátt betra en að gæða sér á girnilegum dögurði. Egg Benedict eru tilvalin á matarborðið á slíkum degi. NORDICPHOTOS/GETTY GRÁR OG GUGGINN SÓLPALLUR Sólpallar grána með tímanum við það að sólarljós skín á þá. Gráminn sem myndast er þó einungis á yfirborði timbursins og auðvelt að fjarlægja hann með því að skafa eða pússa timbrið. Þegar mála á eða bera á timbrið er nauðsynlegt að fjarlægja grámann þar sem hann hindrar viðloðun máln- ingarinnar við timbrið. Eins er gott að hreinsa eldri palla með sérstökum hreinsiefnum sem vinna á ýmsum blettum, örveru- og sveppagróðri. Gætið þess að fylgja leiðbeiningum hreinsiefn- anna ítarlega. Val á viðarvörn fer eftir viðnum og notkun á pallinum. Olíu- viðarvörn endist alla jafna lengur og þarfnast minna viðhalds en viðarvörn sem byggir á vatns- grunni. Ekki bera viðarvörnina á í sólskini þar sem hún þornar fljótt á yfirborðinu og gengur ekki inn í viðinn. Viðarpallur þarfnast reglulegs viðhalds. ZENBOOK™ HÖNNUN HRAÐI FEGURÐ LEGIÐ Í LETI Hengirúm eru tilvaldir fylgihlutir á pallinn. Það er eitthvað heillandi við að liggja í hengirúmi, loka augunum og vagga hægt til hliðanna. Saga hengirúmsins er reyndar nokkuð áhugaverð. Hengirúmið var þróað af frumbyggjum Mið- og Suður-Ameríku. Fyrstu hengirúmin voru ofin úr berki af hamack-trénu en hengirúm eru kölluð hammock á ensku. Ein af ástæðum þess að hengirúmið var vinsælt hjá frum- byggjunum var að það veitti vörn gegn ýmsum sjúkdómum. Með því að hengja rúmið upp af jörðinni minnkuðu líkur á að fólk væri bitið af snákum eða stungið af skordýrum. Christopher Columbus kynnti hengi- rúmið fyrir Evrópubúum fyrstur manna þegar hann kom með nokkur slík til Spánar frá eyjum sem í dag eru þekktar sem Bahama-eyjar. Hengirúmin voru mikið notuð af sjómönnum til að auka þægindi þeirra en einnig til að spara pláss um borð í skipum. Þau voru einnig vinsæl meðal landkönnuða og hermanna sem voru á ferð um skógi vaxin svæði. Yndislegt er að slaka á í hengirúmi. Christopher Columbus kynnti hengirúmið fyrir Evrópubúum. idan@idan.is www.idan.is Sólpallar og skjólgirðingar Námsmat: 100% mæting. Kennari: Björn Jóhannsson, landslagsarkitekt. Staðsetning: Skúlatún 2, Reykjavík. Tími: Laugardagur 20. apríl, kl. 9.00 – 16.00. Lengd: 10 kennslustundir. Fullt verð: 20.000 kr. Verð til aðila IÐUNNAR: 4.000 kr. Þetta námskeið fjallar um hönnun og smíði trépalla og skjólgirðinga. Góð hönnun tryggir notagildi og skjól á pallinum, á meðan vönduð smíði lengir líftíma palls og eykur fegurð umhverfis. Skoðaðar eru ýmsar útfærslur og hvernig hægt er að mynda gott samræmi milli húss, palls og skjólgirðinga. Sérstaklega er fjallað um veðurfar en skjól er forsenda þess að góðir útivistardagar á pallinum verði sem flestir. Farið er yfir gerð grindarteikninga, útfærslu og smíði. Einnig er farið yfir helstu timburtegundir, festingar, undirstöður og frágang. Námskeiðið er í fyrirlestraformi stutt fjölda ljósmynda og teikninga. Kennari er höfundur bókarinnar „Draumagarður“ sem er hluti námskeiðsgagni. Hönnun útfærsla og smíði Námskeið laugardaginn 20. apríl Skráning á idan.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.