Fréttablaðið - 13.04.2013, Side 52

Fréttablaðið - 13.04.2013, Side 52
| ATVINNA | Staða stjórnanda Skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts Skóla- og frístundasvið Laus er til umsóknar staða stjórnanda Skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts Reykjavíkurborg rekur 4 skólahljómsveitir sem starfa í Vesturbæ-Miðbæ, Austurbæ, Árbæ-Breiðholti og Grafarvogi. Megin- markmið þeirra er að jafna tækifæri nemenda til tónlistarnáms og stuðla að hæfni þeirra til að flytja og skapa tónlist, svo og að njóta hennar. Á fimmta hundrað nemenda stunda nám í skólahljómsveitunum og koma þeir á hverjum vetri fram við fjölmörg tækifæri sem tengjast skólastarfi og viðburðum í þeirra hverfum. Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts var stofnuð 1968. Í henni eru nemendur á grunnskólaaldri úr Norðlingaholti, Árbæ og Breiðholti. Starfið fer fram í þremur blásarasveitum og skipast nemendur í þær eftir aldri og getu. Megináhersla er lögð á að kenna nemendum hljómsveitarsamleik, en hljóðfæranám fer jafnframt fram í einkatímum í heimaskóla nemenda. Kennt er á þau málm- og blásturshljóðfæri sem leikið er á í hefðbundnum blásarasveitum, auk slagverks og rafbassa. Aðsetur sveitar- innar er í Breiðholtsskóla og fara hljómsveitaræfingar fram í sal skólans. Leitað er að einstaklingi sem hefur kunnáttu, færni og metnað til að leiða faglegt starf hljómsveitarinnar, býr yfir leiðtogahæfi- leikum og hefur góða og víðtæka þekkingu á sviði tónlistarmenntunar barna. Óskað er eftir að umsókn fylgi greinargerð í stuttu máli um hugmyndir umsækjenda um framkvæmd hljómsveitarstarfsins, framtíð þess og möguleika á samstarfi við grenndarsamfélagið. Auk þess fylgi umsókn yfirlit yfir nám og fyrri störf, upp- lýsingar um framsækin verkefni sem umsækjandi hefur leitt og annað sem málið varðar. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2013. Umsóknarfrestur er til og með 2. maí 2013. Laun eru skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FT. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf. Nánari upplýsingar um starfið veita Sigfríður Björnsdóttir, deildarstjóri listfræðslu, og Valgerður Janusdóttir, mannauðsstjóri, sími 411-1111. Netföng: sigfridur.bjornsdottir@reykjavik.is / valgerdur.janusdottir@reykjavik.is Helstu verkefni stjórnanda skólahljómsveitarinnar: • Ábyrgð á listrænni stjórnun og stefnu skólahljómsveitar- innar. • Stjórn og ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi. • Ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun. • Ábyrgð á samstarfi við aðila skólasamfélagsins. Menntunar- og hæfniskröfur: • Lokapróf á blásturshljóðfæri, framhaldsmenntun æskileg. • Reynsla af stjórnun hljómsveita. • Reynsla af kennslu og vinnu með börnum og unglingum. • Reynsla og þekking af rekstri og fjármálum æskileg. • Góð tölvukunnátta. • Færni til að leiða framsækið og metnaðarfullt hljómsveitarstarf. • Lipurð og hæfni í samskiptum. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Deildarstjóri óskast Staðan er laus nú þegar – umsóknarfrestur er 28. apríl. Helstu verkefni og ábyrgð Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra, þ.m.t.: • Að bera ábyrgð á uppeldis- og menntunarstarfinu sem fram fer á deildinni. • Stjórnun, skipulagning og mat á starfi deildarinnar. • Að bera ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá. • Að bera ábyrgð á foreldrasamvinnu. Leitað er að leikskólakennara í fullt starf sem hefur áhuga á að byggja upp metnaðarfullt leikskólastarf. HOLT LEIKSKÓLINN Leikskólinn Holt er 5 deilda leikskóli, staðsettur í tveimur húsum í Völvufelli 7-9 í Breiðholtinu. Frábært og spennandi tækifæri Í starfinu er lögð áhersla á málörvun, umhverfismennt og fjölmenningu. Við erum samstarfsaðilar í hinu frábæra þróunarverkefni „Okkar mál“ en það byggir á samstarfi um menningu, mál og læsi í Fellahverfi. Að auki erum við að vinna með umhverfismennt, fjölmenningarlegan barnahóp, tannvernd, nýjar leiðir í foreldrasamstarfi og innleiðingu á kennslu með spjaldtölvum. Hæfniskröfur • Leikskólakennaramenntun. • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum. • Góð færni í samskiptum. • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður. • Sjálfstæð og skapandi vinnubrögð. • Tölvukunnátta. • Góð íslenskukunnátta er skilyrði. Frekari upplýsingar um starfið Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags leikskólakennara. Nánari upplýsingar um starfið veitir Halldóra Björg Gunnlaugsdóttir í síma 693-9882 eða með því að senda fyrirspurnir á halldora.bjorg.gunnlaugsdottir@reykjavik.is Vinsamlegast sækið um starfið á starfsumsóknarsíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf vélvirki eða bifvélavirki á nýtt, fullkomið þjónustuverkstæði eimskips í sundahöfn Eimskip óskar eftir að ráða vélvirkja eða bifvélavirkja til framtíðarstarfa á nýtt þjónustuverkstæði Eimskips í Sundahöfn. Í boði er fjölbreytt og skemmtilegt starf við fyrsta flokks vinnuaðstæður á nýju verkstæði. F ÍT O N / S ÍA Hæfniskröfur: Sveinspróf í bifvélavirkjun eða vélvirkjun. Reynsla af viðgerðum á lyfturum eða vinnuvélum er æskileg. Íslenskukunnátta er skilyrði. Góð þjónustulund og jákvæðni. Nánari upplýsingar um starfið veitir Stefán Níels Guðmundsson, deildarstjóri þjónustuverkstæðis, í síma 525 7412, stn@eimskip.is Umsjón með ráðningunni hefur Sigríður Guðmundsdóttir í síma 525 7364, srr@eimskip.is Hreint sakavottorð er skilyrði fyrir ráðningu hjá Eimskip. Við hvetjum áhugasama til að sækja um á heimasíðu okkar www.eimskip.is. Umsóknarfrestur er til og með 20. apríl 2013. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. Eimskip er leiðandi flutningafyrirtæki sem veitir alhliða flutningaþjónustu, byggða á áreiðanlegu og skilvirku framleiðslukerfi á Norður-Atlantshafi og alþjóðlegri frystiflutningsmiðlun, með framúr- skarandi þjónustu að leiðarljósi. Eimskip skapar tækifæri fyrir starfsmenn til að dafna og vaxa í starfi í góðu og heilbrigðu starfsumhverfi með grunngildi félagsins að leiðarljósi: Árangur – Samstarf – Traust. Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.eimskip.is 13. apríl 2013 LAUGARDAGUR8
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.