Fréttablaðið - 13.04.2013, Page 80

Fréttablaðið - 13.04.2013, Page 80
13. apríl 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 40 Teikningar og texti: Bragi Halldórsson 39 „Þá erum við strand,“ sagði Kata. „Nema ef við komumst í gegnum þetta völundarhús.“ Getur þú hjálpað þeim að komast í gegnum völundarhúsið? Hvað ertu gömul? Ég er 13 ára. Hvenær manstu fyrst eftir þér og hvar? „Ég man fyrst eftir mér á sjóræningjakránni Sporð- lausu hafmeyjunni sem foreldrar hans Matta og Grrra litla bróður hans eiga.“ Hvernig er að alast upp á sjó- ræningjakrá? „Það er mjög gaman þó að ég hefði frekar vilj- að vera á sjóræningjaskipi sem hæfði prinsessu eins og mér.“ Hvernig leikið þið Matti ykkur helst saman? „Við förum í alls konar leiki, helst að skylmast og svona. Matti er reyndar svolítil skræfa og þorir ekki að gera allt sem mér dettur í hug en þá er líka gott að hafa Grrra litla bróð- ur hans sem er til í allt.“ Varstu hrædd við sjóræn- ingjana sem heimsóttu krána? „Nei, enda finnst mér ekki mikil ástæða til þess. Sérstaklega er gaman að Eineygða Golla sem er alltaf að segja okkur skemmti- Á helling af hugrekki Sjóræningjaprinsessan Soff ía sem hægt er að kynnast nánar á fj ölum Hafnar- fj arðarleikhússins óttast fátt og fi nnst bara spennandi að vera á leið til Milljón- maðkaeyju þó að þar búi mannætur. Heilabrot Spurt um Karíus og Baktus 1. Hver er höfundur sögunnar um Karíus og Baktus? 2. Hvar búa Karíus og Baktus? 3. Hvað heitir strákurinn sem á tennurnar sem Karíus og Baktus hertaka? 4. Hvað heimta þeir bræður að fá að borða? 5. Hverjir eru helstu óvinir Karíusar og Baktusar? 6. Hvor þeirra bræðra er rauðhærður? 7. Frá hvaða landi kemur höfundur sögunnar? 8. Hverjir leika þá bræður í uppsetningu Þjóðleikhússins nú í ár? SVÖR: 1. Thorbjörn Egner. 2. Þeir búa í tönnunum hans Jens. 3. Jens. 4. Frans- brauð. 5. Tannburstinn og tannlæknirinn. 6. Baktus. 7. Noregi. 8. Ágústa Eva Erlendsdóttir (Baktus) og Friðrik Friðriksson (Karíus). legar sögur. Hann sagði mér meðal annars hvernig ég endaði hér á Sporðlausu hafmeyjunni en þið verðið að koma og sjá leikritið til að heyra þá sögu.“ En þegar Kapteinn gulltönn kemur, verðurðu þá hrædd? „Nei, síður en svo. Hann er ekkert hræðilegur þó að Matta finnist það en hann er líka soddan skræfa að það er ekkert alveg að marka. Svo er Kapteinn Gulltönn líka mest að hugsa um að ná Fjársjóði Bellu Bakstungu sem er falinn á Milljónmaðkaeyju.“ Hvernig gaur er Rommsvelgur vinur hans? „Hann er hrika- lega fyndinn og rosalega vitlaus. Hann misskilur allt og hélt meira að segja að ef hann borðaði nógu marga lifandi páfa- gauka þá gæti hann flogið.“ Hittir þú fleiri um borð í sjóræningjaskipinu? „Já, þar var sko fullt af sjóræningjum. Til dæmis Jakob sem er bara krakki eins og við. Þar var líka Melspíru-Makki, Silfurtönn, Skakki-Jón og svo Blóðrauði Rýtingurinn sem er erkióvinur Kapteins Gulltannar. Hann er læstur inni í fangaklefa og enginn fær að fara inn til hans.“ Hvernig leið þér þegar þú vissir að þú værir á leið til Milljónmaðkaeyju þar sem mannætur búa? „Ég var eigin- lega bara soldið spennt. Ég hafði aldrei hitt mannætur fyrr. Matti var hins vegar skíthræddur en ég var með áætlun sem hann var bara ekki alveg sammála. Svo eru mannæt- urnar svo flinkar að spila á trommur. Rommsvelgi fannst það allavega mjög grípandi, hehe.“ Ertu rosa sterk – svona eins og Lína Langsokkur? „Nei, ég held að það sé engin jafn sterk og hún en ég á helling af hugrekki sem gagnast mér ekkert síður.“ SOFFÍA SJÓRÆNINGJA- PRINSESSA „Við Matti förum í alls konar leiki, helst að skylmast og svona. Matti er reyndar svolítil skræfa,“ segir hún. DÚKKULÍSA Sjóræningjaprins- essa sem bíður eftir að vera lituð og límd á spjald.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.