Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.04.2013, Qupperneq 96

Fréttablaðið - 13.04.2013, Qupperneq 96
13. apríl 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 56 Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ði r á sk ilj a sé r r ét t t il le ið ré tt in ga á s lík u. A th . a ð ve rð g et ur b re ys t á n fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 57 48 5 Borg og sól BillundKöben Alicante frá14.900kr.frá9.900kr. frá19.900kr. á frábæru verði maí, júní, júlí, ágúst og september aðra leið með sköttum. apríl og maí aðra leið með sköttum. apríl til október aðra leið með sköttum. BÓKIN SEM BREYTTI LÍFI MÍNU Sindri Freysson Mig minnir að það hafi verið ítalski rithöfundurinn Italo Calvino sem sagði að hvergi væri betra að geyma leyndarmál en í ófullgerðri skáldsögu. Hann skrifaði einmitt bókina Ef ferðalangur um vetrarnótt (Se una notte d‘inverno un viaggiatore) sem mér þótti mjög áhrifarík þegar ég las hana og endurlas skömmu fyrir tvítugt. Hún á það sammerkt með ýmsum bókum og kvikmyndum sem ég fékk dálæti á fyrir margt löngu að ég hef ekki þorað að vitja hennar síðar, af ótta við að minningin standist ekki próf nútímans. Ef ferðalangur um vetrarnóttu fjallar um lesanda sem er að reyna að lesa bók sem heitir Ef ferðalangur um vetrarnótt. Kaflarnir sem lesandinn fær til aflestrar eiga að koma úr tíu mismunandi skáldsögum og eru mis- munandi í stíl, bókmenntategund og efni. Allir hætta þeir í miðjum klíðum án þess að nokkur skýring sé gefin, oftar en ekki þegar leikurinn stendur sem hæst og lesandinn iðar af spennu. Bókin er full af leik, ráð- gátum, stíltilraunum og hugmyndaríkum vangaveltum um eðli skáldskapar og sköpunargáfunnar. Það er stöðugt verið að stríða lesandanum, leika á vænting- ar hans og hefðarkröfu, en sá leikur er græskulaus; maður er tilbúinn til að láta draga sig á asnaeyrum þegar það er gert af svo fágaðri tækni og gríðar- hæfileikum. Höfundurinn spyr nístandi spurninga um ástæður þess að hann skrifar og hvernig, veltir fyrir sér sambandi skáldskapar og veruleika, hvernig draumalesandinn gæti verið og frumleika og spyr hvort hið upprunalega í skáldskap sé tilbúningur eða ekki. Í bókinni má eflaust greina áhrif frá öðrum höfundi sem ég hef dálæti á, rússneska jöfrinum Nabokov, en það er önnur saga. Se una notte d‘inverno un viaggiatore eft ir Italo Calvino Félag heimspekikennara stendur fyrir málþingi í dag undir heitinu Innleiðing grunnþáttanna lýð- ræði, mannréttindi og jafnrétti í þverfaglegu skólastarfi. Tilefni málþingsins er breytt aðalnám- skrá. „Lýðræði, mannréttindi og jafnrétti eiga nú að flæða inn í allar greinar og allt skólastarf,“ segir Sigurlaug Hreinsdóttir, einn aðstandenda málþingsins. „Kenn- arar eru margir hverjir örugglega að velta fyrir sér hvernig þeir eigi að útfæra það að flétta kennslu á þessum gildum inn í hefðbundnar greinar eins og þeim er uppálagt að gera. En þessir þættir flétt- ast mikið saman og eru varla til án hvers annars. Við viljum með þessu málþingi styðja við þessar nýjungar.“ Sex erindi verða flutt á mál- þinginu. Erindi Sigurlaugar ber heitið Samhljómur lýðræðisins. „Þar fjalla ég um það að hlusta með hjartanu, ein grunntilfinn- ing lýðræðislegs samfélags er að manneskjum finnist þær til- heyra í hópnum og þá skiptir máli hvernig er hlustað,“ segir Sigur- laug. Málþingið, sem ætlað er öllum kennurum og áhugafólki um uppeldi og menntun, fer fram í Réttarholts skóla og hefst klukk- an eitt. - sbt Ný nálgun í kennslu Félags heimspekikennara stendur fyrir málþingi í Réttarholtsskóla í dag um innleiðingu lýðræðis, mannréttinda og jafnréttis í þverfaglegu skólastarfi . SIGURLAUG HREINSDÓTTIR Talar um hlustun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.