Fréttablaðið - 13.04.2013, Síða 104
13. apríl 2013 LAUGARDAGUR| SPORT | 64
Það gefur augaleið
að við erum aldrei sáttir
nema við vinnum titilinn.
Þannig er metnaður inn í
Vesturbænum.
Böðvar Guðjónsson
KÖRFUBOLTI KR-ingar fóru sér-
staka leið með karlalið sitt í vetur.
Þeir voru eina liðið í Dominos-
deildinni sem treysti á Íslendinga í
lykilhlutverkum. Þeir strákar voru
þess utan uppaldir hjá félaginu.
Til stuðnings voru fengnir ódýrir
erlendir leikmenn sem höfðu ákaf-
lega lítið fram að færa.
Þessi virðingarverða tilraun
skilaði liðinu í undanúrslit gegn
Grindavík þar sem liðið virkaði
alltaf númeri minna.
„Það var ekkert sem benti til
þess að þetta KR-lið væri á leið
í undanúrslit er við lentum í sjö-
unda sæti í deildinni. Við náðum að
snúa blaðinu aðeins við en lengra
komumst við ekki. Grindavík er
búið að vera jafnbesta liðið í vetur
og við réðum ekki við þá,“ sagði
Böðvar Guðjónsson, formaður
körfuknattleiksdeildar KR.
Er hann sáttur við árangur-
inn og þá stefnu sem félagið
tók?
„Það gefur augaleið að við
erum aldrei sáttir nema
við vinnum titilinn.
Þannig er metnaður-
inn í Vesturbænum. Ef
við horfum á tíma bilið
í heildina og liðin í
deildinni þá sjáum við
hvað íslenski körfu-
boltinn snýst um.
Þeir sem eru að draga
vagninn í öðrum liðum
eru útlendingarnir,“
sagði Böðvar og bend-
ir á lokaleikinn gegn
Grindavík.
„ G r i n d a v í k e r
me ð A a ron
Broussard
sem klárar
leikinn fyrir
þá. Zeglinski
skorar líka mikið. Ef við hefð-
um verið með Aaron Broussard
í okkar liði í vetur þá værum við
búnir að slá Grindvíkingana út.“
Fyrst að staðan er þannig er
eðlilegt að spyrja hvort það hafi
verið mistök að fara með þetta
upplegg inn í mótið?
„Eigum við ekki frekar að segja
að við því miður lentum við í vand-
ræðum með útlendinga í vetur. Við
skiptum upprunalegu mönnunum
út og annar þeirra sem kom eftir
áramót olli vonbrigðum. Ég sé
ekki eftir neinu. Við tókum þessa
ákvörðun og komumst í undan-
úrslit eftir erfiðan vetur,“ sagði
Böðvar en hann viðurkennir að
útlendingarnir hafi verið ekki
jafn dýrir og undanfarin ár. Spila-
mennskan gaf það reyndar til
kynna.
Breytingar verða á deildinni
næsta vetur þar sem aðeins
einn útlendingur má vera inni á
hverju sinni.
„Sem betur fer er fjórir plús
einn kerfi á næsta ári og ég
ætla rétt að vona að hreyf-
ingin fari ekki að hringla
m e ð þ a ð
aftur. Það
er komið
nóg af
því. Við
stöndum
vel að vígi
á næsta ári og þá verð-
um við með fanta-
l ið. Við erum
bjartsýnir fyrir
næsta vetur,“
sagði Böðv-
ar en hann
gerir ekki
ráð fyrir
miklum
breytingum á liðinu fyrir utan að
Kristófer Acox er á leiðinni utan
í skóla. KR mun aftur á móti lík-
lega endurheimta Matthías Orra
Sigurðsson, sem er á heimleið frá
Bandaríkjunum.
Fyrir utan að spila á heima-
mönnum þá var Helgi Már
Magnús son bæði leikmaður og
þjálfari. Hann gaf til kynna eftir
leikinn á fimmtudag að hann
myndi jafnvel hætta með liðið.
„Það hentar honum betur að
vera bara leikmaður því hann er í
fullri vinnu eins og margir aðrir.
Við munum skoða þjálfara málin
í næstu viku. Við munum ekki
leita til útlanda í þeim málum. Við
erum með fullt af flottum þjálf-
urum í KR og byrjum á að horfa
á þá,“ sagði Böðvar. Finnur Freyr
Stefánsson, þjálfari kvennaliðsins,
kom á bekk karlaliðsins eftir ára-
mót og var Böðvar ánægður með
hans framlag.
Formaðurinn er kokhraustur
fyrir næsta tímabil og segir að
menn hugsi stórt í Vesturbænum.
„Við ætlum að byrja á því að
vinna Íslandsmeistaratitilinn í
kvennaflokki núna. Það er alveg
ljóst að þetta verður ekki titla-
laust ár í Vesturbænum. Síðan
ætlum við að taka allt sem í boði
er í karla- og kvennaflokki á næsta
ári.“
henry@frettabladid.is
Vinnum allt að ári
Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, sér ekki eft ir því að
hafa veðjað á Íslendinga í vetur. Hann segir það vera staðreynd að útlendingarnir
dragi vagninn í deildinni. Hann segir KR ætla að vinna alla titla næsta vetur.
VIRÐINGARVERÐ TILRAUN KR veðjaði á Íslendinga í vetur og það kom liðinu í undanúrslit. Böðvar kynnir hér Brynjar Þór og
Helga Má til leiks fyrir tímabilið. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
PRESSA
Það mæddi
mikið á Helga Má
sem þjálfara og
lykilmanni KR í vetur.
HANDBOLTI Eftir 19 daga frí hefst
úrslitakeppni N1-deildar karla. Veisla
dagsins fer fram í Hafnarfirði þar
sem FH mætir Fram og Haukar taka
á móti ÍR. „Við erum mjög bjart-
sýnir fyrir þessa úrslitakeppni,“ segir
Óskar Ármannsson, aðstoðarþjálfari
deildarmeistara Hauka.
ÍR-ingar voru seinasta liðið inn í
úrslitakeppnin og línumaðurinn Jón
Heiðar Gunnarsson segir enga pressu
á sínu liði. „Við komum inní þetta
sem litla liðið og pressan er á þeim.“
FH hafnaði í öðru sæti deildarinn-
ar og fá fyrir vikið heimaleikjaréttinn
gegn Fram.
„Ég gæti trúað að heimavalla-
rétturinn gæti reynst dýrmætur. Það
er frábært að spila í fullum Krikanum
eins og hann verður vonandi í úr-
slitakeppninni,“ segir markvörðurinn
Daníel Freyr Andrésson. Daníel var
kjörinn besti leikmaður síðustu sjö
umferða Íslandsmótsins á fimmtudag
en við sama tilefni var Ægir Hrafn
Jónsson úr Fram kjörinn besti
varnarmaðurinn.
„Ef við náum að haldast nokkuð
heilir í gegnum þessa leiki er ég
sannfærður um að við tökum þetta.
Ég tel okkur vera með betra lið,“
segir varnartröllið.
Leikurinn í Kaplakrika hefst
klukkan 15 en tveimur tímum síðar
hefst ballið að Ásvöllum. - ktd
Nítján daga biðin er loks á enda
HRAUSTIR MENN Það verður hart
tekið á því í Hafnarfirði í dag.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Fáðu þér áskrift
512 5100
stod2.is
CHELSEA
MAN. CITY
MEISTARA-
SLAGUR
SUNNUDAG KL. 14:45
UNDANÚRSLITIN Í FA BIKARNUM
Ensku meistararnir mæta Evrópumeisturunum í
elstu og virtustu bikarkeppni í heimi.
Sjáðu besta boltann í leiftrandi háskerpu!
KÖRFUBOLTI Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitaeinvígi
Dominos-deildar karla í körfubolta með þrettán stiga
sigur á Snæfelli, 97-84, í Garðabæ í gær. Justin
Shouse (til hliðar), skoraði 21 af 24 stigum sínum
í seinni hálfleiknum. Stjarnan vann einvígið 3-1
og mætir Grindavík í lokaúrslitum en fyrsti
leikurinn er í Grindavík á miðvikudagskvöldið.
Grindavík á titil að verja en Stjarnan hefur
aldrei orðið Íslandsmeistari.
Kvennalið KR og Vals geta bæði tryggt sér
sæti í lokaúrslitum Dominos-deildar kvenna
á heimavelli í dag. KR tekur þá á móti Snæfelli í
DHL-höllinni og Valur fær deildarmeistara Keflavíkur
í heimsókn í Vodafonehöllinni á Hlíðarenda. Leikirnir
hefjast klukkan 16.00.
Stjörnumenn í lokaúrslitin
SPORT