Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.04.2013, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 18.04.2013, Qupperneq 2
18. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 FÓLK „Ég er síðastur út,“ sagði Pól- verji á miðjum aldri sem í gær flutti úr Vesturvör 27 eftir að öllum var gert að yfirgefa húsið. Vesturvör 27 í Kópavogi er atvinnuhúsnæði. Þar hefur engu að síður um árabil búið fjöldi fólks sem langflest er innflytjendur, fyrst og fremst frá Póllandi og Litháen. Í byrjun mars var sagt frá baráttu fólksins fyrir því að fá að vera áfram í húsinu eða fá aðstoð frá Kópavogsbæ til að fá húsaskjól annars staðar. „Fólkið útvegaði sér á endan- um sjálft staði til að fara á. Sjálf- ur er ég búinn að leita mikið en ekki gengið vel. Ég fer á gistihús uppi í Grafarvogi til að byrja með. Kannski tekst mér að kaupa íbúð,“ sagði Pólverjinn, sem ekki lét nafns getið en kvaðst starfa hjá Póst- húsinu, við útburð Fréttablaðsins. Bæði vatn og rafmagn hafði verið tekið af Vesturvör 27 fyrir nokkru. Innandyra var aðvörun frá slökkviliðsstjóra um að öryggis- kröfur væru ekki uppfylltar og að allir þyrftu að vera farnir úr húsinu fyrir 18. apríl, það er í dag. Pólski viðmæland- inn okkar virtist taka þróun sinna húsnæð- ismála eins og hverju öðru hundsbiti. „Þetta er bara eðli- legt,“ svaraði hann spurður um hvaða augum hann liti að þurfa að yfirgefa vistarveruna sem hann hefði haft á leigu. Eins komið hefur fram í Fréttablaðinu er það félagið Drómi sem á Vesturvör 27. Komið hefur fram í yfirlýs- ingu frá Dróma að félagið sjálft hafi ekki verið leigusali fólksins heldur þriðji aðili. Drómi hafi hins vegar ítrekað krafist þess af leigu- salanum að sjá til þess að húsið yrði rýmt vegna þess að það væri í afar bágu ástandi og óhæft til útleigu, meðal annars vegna skorts á flótta- leiðum við eldsvoða. Til stendur að rífa húsið. gar@frettabladid.is Íbúarnir allir fluttir úr hitalausa húsinu Síðasti íbúinn í Vesturvör 27 flutti í gær úr vatns- og rafmagnslausu húsinu. Hann segir mannskapinn hafa fundið sér þak yfir höfuðið á ýmsum stöðum. Sjálfur flytji hann á gistiheimili en vonist til að geta eignast íbúð. Húsið er óíbúðarhæft. FLUTNINGAR Í VESTURVÖR Síðasti íbúinn í Vesturvör 27 yfirgaf húsið í gær og naut aðstoðar félaga síns við flutn- ing búslóðar sinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GARÐAR SKILABOÐ FRÁ SLÖKK VILIÐSSTJÓ RA FRÉTTABLAÐIÐ 1. APRÍL Þrettán íbúar voru eftir í Vesturvðr 27 í byrjun apríl og sögðust hafa í engin hús að venda. Þau hefðu endurtekið þurft að þola vatns- leysi þrátt fyrir skilvísar leigugreiðslur. REYKJAVÍK Aldrei hafa jafn margar konur setið sem borgarfulltrúar og á fundi borgarstjórnar á þriðjudag, samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins. Af fimmtán fundar- mönnum voru tíu konur. Fréttablaðið ræddi við Helgu Laxdal, skrifstofu- stjóra borgarstjórnar, sem sagði kvennametið líklega hafa verið slegið. „Með öllum hefðbundnum fyrirvörum embættismanna get ég sagt, með 99 prósenta vissu, að þetta hafi aldrei gerst áður.“ Gunnar Eydal, sem var skrifstofustjóri borgar- stjórnar í áratugi, man heldur ekki eftir því að svo margar konur hafi setið borgarstjórnar fund. „Borgarráð var nær ein- göngu skipað konum á einum fundinum en ég man ekki eftir því í borgarstjórn. Þetta er með því mesta sem ég hef heyrt um.“ - kóp Tíu af fimmtán borgarfulltrúum á fundi á fimmtudag voru konur: Kvennametið slegið á borgarstjórnarfundi BRETLAND Útför Margrétar Thatcher, fyrrverandi forsætis- ráðherra Bretlands, fór fram frá Pálskirkju í London í gær- morgun. 2.300 manns voru viðstaddir útförina, ættingjar, vinir, sam- starfsmenn og embættismenn víðs vegar að úr heiminum. Benedikt Jónsson, sendiherra Íslands í Bretlandi, var fulltrúi Íslands. Elísabet Bretlandsdrottning og forsætis ráðherrann David Cameron voru meðal gesta, auk forsætisráðherranna fyrr- verandi Tony Blair, Gordon Brown og John Major. Biskupinn yfir London hélt minningarræðu um Thatcher, en hún hafði sjálf skipulagt stóran hluta athafnarinnar. Þá las David Cameron ritningarorð, en Thatcher hafði óskað þess að sitjandi forsætisráðherra lands- ins gerði það við útför hennar, sama úr hvaða flokki hann væri. Björgvin Guðmundsson, rit- stjóri Viðskiptablaðsins, var meðal þeirra sem fylgdust með útförinni í London. „Það er ekki oft á lífs leiðinni sem fólki gefst tækifæri til að vera við útför einstaklings sem hefur haft eins mikil áhrif á hugmyndafræði stjórnmál- anna um allan heim og Margret Thatcher,“ sagði Björgvin. „Þess vegna var það löngu ákveðið að fara út til að vera viðstaddur jarðarförina. Athöfnin var auð- vitað tilkomumikil og það kom svolítið á óvart hversu margir mættu til að fylgjast með.“ - þeb Eini kvenforsætisráðherra Bretlands var umdeildur jafnvel í útförinni: Thatcher borin til grafar SORG David Cameron forsætisráðherra var sorgmæddur við útförina í gær. NORDICPHOTOS/AFP ■ Áslaug Friðriksdóttir ■ Diljá Ámundadóttir ■ Eva Baldursdóttir ■ Eva Einarsdóttir ■ Hanna Birna Kristjánsdóttir ■ Hildur Sverrisdóttir ■ Margrét Sverrisdóttir ■ Oddný Sturludóttir ■ Sóley Tómasdóttir ■ Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Þær sátu fundinn á þriðjudaginn KONUR Í BORGARSTJÓRN Hanna Birna, Sóley, Oddný og Diljá voru á meðal þeirra tíu kvenna sem sátu fundinn. Páll, ætlarðu að taka þátt í samkeppninni? „Ég mun reyna það eftir föngum.“ Ríkisstjórnin hefur ákveðið að blása til hug- myndasamkeppni um það hvað á að gera við fangelsið á Skólavörðustíg, Níuna, eftir að starfsemi þess verður lögð af. Páll Winkel er fangelsismálastjóri. LÖGREGLUMÁL Seðlabankinn hefur kært Samherja til Sérstaks saksóknara vegna gruns um að útgerðarfélagið hafi brotið gegn gjaldeyrislögum. RÚV greindi frá þessu í gærkvöldi. Forsaga málsins er sú að í mars í fyrra var gerð húsleit hjá Samherja og lagt hald á töluvert magn gagna. Farið var í aðgerð- ina vegna gruns um að Samherji hefði brotið gegn gjaldeyris- lögum með því að selja dóttur- félagi sínu í Þýskalandi sjávar- afurðir frá Íslandi á undirverði. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur frá upp- hafi haldið því fram að fyrir- tækið hafi farið að lögum. - th Gruna gjaldeyrislagabrot: Kæra Samherja til Sérstaks NÁTTÚRA Óðalsjörðin Teigarhorn í Djúpavogshreppi hefur verið frið- lýst, en Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undir- ritaði friðlýsingu jarðarinnar sem fólkvangs. Íslenska ríkið festi fyrr á árinu kaup á jörðinni. Þar er einn þekkt- asti fundarstaður geislasteina (zeólíta) í heiminum og var sá hluti jarðarinnar friðlýstur sem náttúruvætti árið 1975. Teigarhorn við Berufjörð hefur gegnt mikilvægu hlutverki í sögu og skráningu veðurfars hér á landi. Þar hafa verið stundaðar veðurfar- sathuganir síðan 1881 og mælingar á hitafari frá 1873. Einnig var undirritaður samningur Umhverfisstofnunar við Djúpa- vogshrepp um daglega umsjón og rekstur friðlýstu svæðanna. - shá Djúpavogshreppur annast umsjón og rekstur: Teigarhorn við Berufjörð friðlýst GEISLASTEINAR Teigarhorn er heimsfrægt vegna steinanna sem finnast þar. Brotist var inn á steinasafnið á staðnum fyrir nokkrum árum og steinum stolið í tugavís. Málið er óupplýst. DANMÖRK Lögregla og borgar- yfirvöld í Kaupmannahöfn hyggj- ast leggja beint til atlögu við stóru glæpaklíkurnar sem hafa staðið fyrir ofbeldisverkum í borginni síðan í janúar. DR segir frá þessu. Markmiðið er að einbeita sér að einni klíku í einu og kljúfa niður; handtaka brotamenn og bjóða öðrum meðlimum leið út úr glæpalíferninu. Fyrsta klíkan sem einblínt verður á er LTF, Loyal to Familia, sem hefur verið verið fyrirferðar mikil að undanförnu og er talin standa á bak við tvö morð í borginni í ár. - þj Lögreglan í Danmörku: Hyggst kljúfa klíkurnar niður Það er ekki oft á lífs- leiðinni sem fólki gefst tækifæri til að vera við út- för einstaklings sem hefur haft eins mikil áhrif... Björgvin Guðmundsson ritstjóri Viðskiptablaðsins SPURNING DAGSINS FYRIR FÓLKIÐ Í LANDINU VIÐ HÖFUM … innleitt dag íslenskrar náttúru … JANA SALÓME JÓSEPSDÓTTIR 16. SÆTI NORÐAUSTURKJÖRDÆMI auðgun ngið tveggja og ja ára fangelsisdóma fyrir ofbeldisverk. Fram kemur í dómi Hæsta réttar að maðurinn hafi haldið því fram að hann hafi engan áhuga á að eiga samskipti eða samneyti við stúlkuna. - sh ðgun. FÓLK „Við höfum engan stað að fara á,“ segir Danguole Visoc- kiene, einn þrettán íbúa sem standa nú frammi fyrir því að verða bornir út úr Vesturvör 27, jafnvel strax í dag samkvæmt við- vörunum frá leigusalanum. Danguole kveðst hafa búið í Vesturvör 27 frá því hún flutti til Íslands fyrir um sjö árum. Líkt og aðrir íbúar í húsinu fékk hún tilkynningu í fyrrahaust um að rýma ætti húsið vegna niðurrifs. Fyrir rúmu ári komst húsið í eigu Dróma hf. sem sýslar með eignir þrotabús SPRON.Danguole segir að íbúar hafi í vetur flutt úr fimm íbúðum af ellefu en að í sex íbúðum búi enn samtals tólf fullorðnir og eitt fimm ára barn. Þetta fólk er frá Litháen og Póllandi. „Ég hef ítrekað óskað eftir því við Félagsþjónustuna í Kópavogi að fá íbúð en mér er hafnað,“ segir Danguole og sýnir svar frá ráð- gjafa- og íbúðadeild um að hún fái aðeins 17 punkta af þeim 24 sem þurfi til að uppfylla skilyrði til að fá félagslega íbúð. Hún kveðst vera óvinnufær um þessar mundir vegna veikinda. Hún lifi því af bótum frá Tryggingastofnun. „Hér í húsinu bjó kona sem þekkti konu hjá Félagsþjónust- unni. Það tók hana bara 24 klukku- stundir að fá þar íbúð. Okkur finnst það mjög óeðlilegt en fáum engar skýringar,“ segir Danguole sem aðspurð kveðst leita logandi ljósi að öðru húsnæði. „Margir leigusalar vilja fá leiguna greidda svart og þá eru ekki húsaleigu- bætur í boði. Aðrir vilja kannski 150 þúsund krónur á mánuði og það er engin leið að ég geti borgað það.“ Innifalið í leigunni sem íbúarnir borga er tiltekin upphæð fyrir heitt vatn. Danguole kveðst ávallt hafa staðið í skilum með greiðslur. Samt sem áður hafi heita vatnið ítrekað verið tekið af húsinu í vetur. Sömuleiðis hafi fulltrúi leigusalans ítrekað birst með hót- anir og jafnvel sparkað göt í veggi. Nágranni Danguole í næstu íbúð er Jurijus Teterevas og kona hans og fimm ára barn sem þarfnast mikillar umönnunar vegna ein- hverfu. Jurijus er atvinnul Hann segir þau, eins og Danguole, hafa reynt án árangurs að fá íbúð hjá Félagsþjónustunni, síðast í fyrradag.„Það virðast allar dyr ver okkur lokaðar. Við i hvað við eiei Bíða eftir útburði úr hitalausum íbúðum Íbúar í Vesturvör 27 í Kópavogi segjast nú bíða þess að verða varpað á dyr með allt sitt án þess að eiga í önnur hús að venda. Drómi keypti húsið í fyrra og hyggst rífa það niður. Íbúarnir segja heita vatnið ítrekað hafa verið tekið af húsinu í vetur. ÍBÚAR Í VESTURVÖR 27 Nágrannarnir Danguole Visockiene og Jurijus Teteveras eru hér fyrir á miðri mynd fyrir framan heimili sitt síðustu árin og bíða þess að verða borin út. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Okkur finnst það mjög óeðlilegt en fáum engar skýringar.Danguole Visockiene, íbúi í Vesturvör 27 ví að a í ns- t m: oðið að fá ðum er skilað. r. éttindi og ldi áfram í viðtali éttar fólks og sam- - þeb þrot: bréf mkomulagið en FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR aunakostnaður AriA i Atlantshaf u, sé sokkið. Verið var að draga skipið frá Nýfundnalandi til Dómin íska lýð- veldisins á Karíbahafi þegar tog- vírarnir slitnuðu. Írska strandgæslan nam í fyrra- dag merki frá neyðarsendi sem aðeins kviknar á þegar hann lendir í sjó. Skipið var afar illa farið og mikið var af rottum um borð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.