Fréttablaðið - 18.04.2013, Side 4
18. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4
DÓMSMÁL Héraðsdómur Norður-
lands eystra hefur dæmt 25 ára
mann í þriggja og hálfs árs fang-
elsi fyrir að ganga hrottalega í
skrokk á manni á áttræðisaldri
í febrúar í fyrra. Maðurinn var
að hefna sín á gamla manninum,
sem er sagður hafa beitt móður
hans grófu kynferðisofbeldi
þegar hún var barn.
Gamli maðurinn er afa bróðir
árásarmannsins, sem viður-
kenndi að hafa framið árásina
þótt hann hafi ekki viljað gangast
við öllu sem honum var gefið að
sök í ákærunni.
Maðurinn er sakfelldur fyrir
að hafa ruðst inn á heimili þess
gamla með því að kasta steini inn
um rúðu, slegið hann og sparkað
í hann, traðkað á höfði hans og
barið hann með fimmtán kílóa
leðurstól með fimm arma fæti.
Alvarlegustu áverkarnir voru af
völdum stólsins.
Í dómnum segir að árásin hafi
verið „heiftúðug, hrottafeng-
in og stórhættuleg“. Þá er það
virt manninum til refsiþyng-
ingar að árásin var framin „að
næturlagi, á heimili brotaþola
og í hefndartilgangi“. Hann var
hins vegar sýknaður af tilraun
til manndráps, enda þótti ekki
sýnt að hann hefði ætlað að bana
manninum eða að hann hefði mátt
vita að árásin gæti leitt til dauða.
Árásarmaðurinn, sem á saka-
feril að baki, þarf að greiða afa-
bróður sínum 1,3 milljónir í
bætur.
- sh
Fékk þriggja og hálfs árs dóm fyrir að hefna mömmu sinnar með því að berja afabróður sinn:
Dæmdur fyrir að berja meintan níðing
Móðir árásarmannsins og önnur kona kærðu kynferðisbrot þess gamla
eftir að hann varð fyrir ofbeldinu í fyrra. Málin voru kærð í janúar síðast-
liðnum og hefur lögreglan lokið rannsókninni og sent málin til Ríkis-
saksóknara. Þau eru mögulega fyrnd.
Kynferðisbrotin kærð
FERÐAÞJÓNUSTA Hvalaskoðunar-
fyrirtækið Norðursigling á Húsa-
vík hefur fjárfest í skonnortu sem
hefur verið gefið nafnið Opal.
Í fréttatilkynningu frá fyrir-
tækinu segir að Opal sé 32 metra
löng tvímastra skonnorta með níu
segl. Skipið hefur káetur fyrir 12
farþega, í sex klefum, auk áhafnar.
Opal er byggð sem togari í Dam-
garten árið 1952 en árið 1973 tóku
danskir eigendur við skipinu og
breyttu í skonnortuna sem hún er
í dag.
Með þessari viðbót hyggst
Norðursigling byggja enn frekar
undir framboð á skútusiglingum
og mæta aukinni eftirspurn eftir
lengri ferðum og leiðöngrum. - shá
Norðursigling bætir við sig:
Ný skonnorta
til Húsavíkur
FAGURT FLEY Skonnorta sem þessi er
mikil bæjarprýði.
209,7224
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
117,13 117,69
178,79 179,65
154,05 154,91
20,656 20,776
20,381 20,501
18,185 18,291
1,1956 1,2026
176,71 177,77
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
GENGIÐ
17.04.2013
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn
Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir
elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
LEIÐRÉTT
Í fyrirsögn um Bjarta framtíð í blaði
gærdagsins átti að standa „frjáls
framlög“ en ekki „frjáls félagasamtök“.
Beðist er velvirðingar á mistökunum.
Sumarkort
Komdu og svitnaðu með okkur!
Einstakt tilbo
ð í ræktina.
Gildir til 1. ág
úst.
Verð kr. 16.90
0.
BANDARÍKIN „Ég hef aldrei upp-
lifað neitt þessu líkt. Aðrir
læknar á spítalanum lýstu svip-
uðum aðstæðum þann 11. sept-
ember, en þá var allur spítalinn
í viðbragsstöðu
og eins þegar
næturklúbbur
brann í nær-
liggjandi ríki
fyrir nokkrum
árum,“ segir
Ólöf Viktors-
dóttir, svæf-
inga- og gjör-
gæslulæknir á
Massachusetts
General-spítal-
anum í Boston. Ólöf var á vakt á
spítalanum þegar sprengjuárás-
in í maraþoninu varð á mánudag.
Ólöf segir daginn vera almenn-
an frídag í Boston og að flestir
spítalar hafi aðeins verið mann-
aðir eins og það væri helgi. „Það
er hins vegar ekki gefið frí á
þessum degi á Mass General
þannig að það var sem betur fer
nóg starfsfólk til að taka á móti
sjúklingum.“ Hún var í vinnunni
þegar fréttirnar af sprengingun-
um bárust.
„Allt var mjög óljóst til að
byrja með, hversu margir voru
særðir og hversu alvarlega.
Öllum aðgerðum sem voru skipu-
lagðar þennan eftirmiðdag var
frestað og allar lausar skurð-
stofur snarlega settar í stand til
að taka á móti særðum sjúkling-
um frá maraþoninu. Allt gerðist
mjög hratt og innan við hálftíma
eftir atburðinn voru komnir sjö
sjúklingar til okkar inn á skurð-
stofurnar.“
Eins og fram hefur komið
eru þrír látnir eftir sprengju-
árásina, og nú er talið að 176 hafi
særst. Hluti þessa fólks kom
á Mass General. „Alls kom 31
sjúklingur á spítalann, með mis-
slæm meiðsli. Allt frá skrámum
að alvarlegum brunasárum og
sérstaklega virtust vera mikil
meiðsli á neðri útlimum. Margir
misstu fótlegg,“ segir hún.
Ólöf segir stemninguna í borg-
inni nú vera undarlega en yfir-
vegaða á sama tíma. „Allir eru
mjög slegnir og það er ekki um
annað talað. Samt sem áður held-
ur fólk ró sinni og lífið heldur að
mestu áfram eins og vanalega.“
thorunn@frettabladid.is
Íslenskur læknir í Boston
aldrei upplifað annað eins
Ólöf Viktorsdóttir, svæfinga- og gjörgæslulæknir á Mass General-spítalanum í Boston, var á vakt þegar sprengjuárás
var gerð í borginni á mánudag. Alls kom 31 á spítalann og aðstæður voru eins og 11. september 2001, segir hún.
Enginn hafði verið handtekinn eða var grunaður um að hafa staðið fyrir
sprengjuárásinni í gærkvöldi. Yfirmaður FBI í Boston, Richard DesLauriers,
sagði á blaðamannafundi að rannsókn málsins væri enn á frumstigi. Hann
hvatti fólk til að láta lögreglu vita ef það hefði séð eitthvað sem gæti
tengst sprengjunum. „Einhver veit hver gerði þetta,“ sagði hann. Lögregla
hefur hvatt alla sem voru á svæðinu til þess að senda myndir og mynd-
bönd til lögreglu í þeirri von að þar finnist vísbendingar.
Enginn handtekinn eða grunaður enn
Þrír eru látnir eftir árásina. Martin
Richard, átta ára, var að fylgjast
með maraþoninu ásamt fjölskyldu
sinni. Móðir hans og systir eru báð-
ar alvarlega slasaðar, en faðir hans
og yngri bróðir sluppu ómeiddir. Þá
var í gær greint frá því að 29 ára
kona, Krystle Campbell, hefði látist.
Boston-háskóli greindi einnig frá
því að þriðja manneskjan sem lést
hefði verið kínverskur framhalds-
nemi við skólann. Nafn hennar var
ekki opinberað af skólanum en fjölmiðlar hafa greint frá
því að hún hafi heitið Lu Lingzi.
Barack Obama Bandaríkjaforseti er kominn til Boston
og mun tala í minningarathöfn fyrir fórnarlömbin í dag.
ÞAU SEM LÉTUST
ÓLÖF
VIKTORSDÓTTIR
MINNINGARATHÖFN Fjöldi fólks kom saman til minningar um fórnarlömbin í gær.
Þessir háskólanemar grétu saman. NORDICPHOTOS/AFP
MARTIN
RICHARD
KRYSTLE
CAMPBELL
Ingibjörg Karlsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
Laugardagur
Strekkingur/allhvasst S- og V-lands,
annars heldur hægari.
ÞAÐ HLÝNAR á morgun með töluverðum vindi og úrkomu. Líklega verður slydda í
fyrstu og síðan rigning. Á laugardag og sunnudag kólnar heldur aftur með skúrum eða
slydduéljum. Norðausturlandið sleppur þó að mestu við úrkomu þessa daga.
-1°
3
m/s
0°
3
m/s
2°
5
m/s
3°
7
m/s
Á morgun
Vaxandi vindur, strekkingur eða
allhvasst um tíma.
Gildistími korta er um hádegi
3°
2°
4°
4°
1°
Alicante
Aþena
Basel
24°
16°
24°
Berlín
Billund
Frankfurt
19°
13°
17°
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
21°
12°
12°
Las Palmas
London
Mallorca
23°
14°
24°
New York
Orlando
Ósló
15°
29°
10°
París
San Francisco
Stokkhólmur
17°
19°
11°
3°
4
m/s
3°
3
m/s
0°
4
m/s
-3°
6
m/s
-2°
4
m/s
-1°
3
m/s
-5°
5
m/s
6°
3°
6°
4°
5°
AKUREYRI
Grunur um fjárdrátt
Stjórnendur Verkmenntaskólans á
Akureyri hafa vikið manni frá störfum,
sem vann við bókhald skólans. Starfs-
maðurinn er grunaður um fjárdrátt.
Fjölmiðillinn Vikudagur greinir frá
þessu. Ríkisendurskoðun hefur verið
fengin til að skoða málið og í framhaldi
af því verður tekin ákvörðun um það
hvort starfsmaðurinn verði kærður.