Fréttablaðið - 18.04.2013, Side 8
18. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8
VIÐSKIPTI Sigrún Ragna Ólafs dóttir,
forstjóri VÍS, verður við skráningu
VÍS á markað eftir helgi fyrsti
kvenforstjórinn til að stýra skráðu
félagi eftir hrun.
„Mér hafði verið bent á að þetta
kynni að vera tilfellið, en svo sem
ekki leitt hugann mikið að þessu,“
segir Sigrún Ragna. Allur tími
hennar hafi farið í að einbeita sér
að því að ljúka skráningarferlinu.
Taka á bréf VÍS til viðskipta í Nas-
daq OMX Kauphöll Íslands þriðju-
daginn 24. apríl, síðasta vetrardag.
Um leið segir Sigrún Ragna
vitan lega jákvætt að fá konu í hóp
þeirra sem stýra skráðum fyrir-
tækjum hér á landi. „Ég hef líka þá
bjargföstu trú að það skipti máli að
hafa góða dreifingu í hópum, alveg
sama hvort það er hjá forstjórum,
í stjórnum eða hjá stjórnendum
almennt.“
Upphaflega stóð til að selja 60 pró-
sent hlutafjár í VÍS í útboðinu sem
lauk á þriðjudag en það hlutfall var
hækkað í 70% í ljósi mikils áhuga.
Seld voru bréf í félaginu fyrir 14,3
milljarða króna á genginu 7,95 til
9,20 krónur á hlut.
Í verðmati á VÍS sem Greining
Íslandsbanka gaf nýverið út í til-
efni af útboðinu voru bréf félagsins
metin á 7,05 krónur á hlut. Hæsta
sölugengi í útboðinu er því þrjátíu
prósentum yfir verðmatsgenginu og
meðalgengið fimmtungi yfir verð-
mati Greiningar Íslandsbanka.
Sigrún Ragna segir mikinn áhuga
almennra fjárfesta á VÍS ánægju-
SIGRÚN RAGNA ÓLAFSDÓTTIR Gert er ráð fyrir að fyrsti viðskiptadagur með hluti
VÍS í Kauphöll Íslands verði þriðjudagurinn 24. apríl næstkomandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
VÍS brýtur ísinn í
Kauphöll Íslands
Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS, verður fyrsta konan eftir hrun til að stýra
fyrirtæki sem skráð er í Kauphöll Íslands. Mikil umframeftirspurn var eftir bréfum
VÍS í útboði sem lauk á þriðjudag. Bréf seldust á allt að 30% yfir verðmatsgengi.
Hildur Petersen var fyrsta konan til að gegna starfi for-
stjóra í fyrirtæki sem skráð var í Kauphöll Íslands, þegar hún
stýrði Hans Petersen hf. Félagið var skráð í Kauphöllina frá
desember 1998 þar til í október 2000. Samkvæmt upplýsing-
um úr Kauphöllinni finnast þess ekki önnur dæmi að kona hafi
stýrt skráðu fyrirtæki.
Hildur Petersen var sú fyrsta árið 1998
legan og fagnar því að fá með þessu
inn í félagið tæplega 5.000 nýja
hluthafa. Með því hafi líka verið
rutt úr vegi fyrirvörum sem Kaup-
höllin hafi sett um fjölda hluthafa
í félaginu.
„Þetta er mjög góð dreifing og
heppilegt, ekki síst fyrir trygginga-
félög sem eru með mjög dreifðan
hóp viðskiptavina, að eignarhaldið
sé dreift. Það fer mjög vel saman,“
segir hún.
Þá segir Sigrún Ragna ljóst að VÍS
sé eitt form af félögum sem mjög
heppilegt sé að hafa með öðrum
skráðum félögum. „Þar eru mis-
munandi tegundir af félögum og við
höfum kynnt þetta félag sem sterkan
kost í að vera arðgreiðslufélag.“
olikr@frettabladid.is
1 0
ÁRUM
Ársfundur Umhverfisstofnunar 2013
hvað gerist á
í umhverfismálum
Svandís Svavarsdóttir,
umhverfis- og auðlinda-
ráðherra flytur ávarp
Uppgjör síðustu fimm ára og
kynning á stefnu til 2017
Ari Eldjárn með uppistand
Föstudaginn 19. apríl
9:45–12:00 Grand Hótel
Engin skráning – bara mæta
DÓMSMÁL Slitastjórn Glitnis reynir
nú að sækja bætur til sakborning-
anna í Vafningsmálinu, þeirra Lár-
usar Welding og Guðmundar Hjalta-
sonar. Bótakrafan hljóðar upp á 102
milljónir evra, jafngildi tæplega
sextán milljarða króna að núvirði,
sem er sama upphæð og Glitnir lán-
aði Milestone í febrúarbyrjun 2008.
Skaðabótamálið var höfðað í
mars í fyrra en hefur verið í bið-
stöðu mánuðum saman á meðan
sakamál sérstaks saksóknara vegna
sömu viðskipta var rekið fyrir dóm-
stólum. Lárus, sem var forstjóri
Glitnis fyrir hrun, og Guðmund-
ur, sem var yfir fyrirtækjasviði
bankans, voru í lok desember
dæmdir í níu mánaða fangelsi
fyrir umboðssvik við lán-
veitinguna til Mile-
stone. Þar af voru sex
mánuðir skilorðs-
bundnir.
Í k j ö l f a r i ð
fór skaðabóta-
málið aftur af
stað – Lárus
og Guðmundur skiluðu greinar-
gerðum, málið er komið á dag-
skrá Héraðsdóms Reykjavíkur
á nýjan leik og fljótlega verð-
ur ákveðið hvenær það verður
tekið til aðalmeðferðar.
Sakamálinu var hins vegar
áfrýjað til Hæstaréttar og
verði dómnum snúið er óvíst
hvað verður um skaðabóta-
málið. - sh
Slitastjórn höfðar 16 milljarða skaðabótamál gegn Vafningssakborningum:
Reyna að sækja Vafningsféð
LÁRUS WELDING Verst nú
sextán milljarða skaðabótamáli
slitastjórnarinnar.
www.sonycenter.is
Sony Center
Verslun Nýherja Borgartúni / 569 7700
Verslun Nýherja Kaupangi Akureyri / 569 7645
Hágæða vatnsþéttur Android snjallsími
SONY XPERIA Z
5” TFT snertiskjár með HD upplausn
13 megapixla myndavél, LED flass
HD videoupptaka
TILBOÐ 129.990.- Verð áður 139.990.-
Vatnsþéttur Android snjallsí
SONY XPERIA V
4,3” TFT snertiskjár með HD upplau
13 megapixla myndavél, LED flass
HD videoupptaka
VERÐ 99.990.-
Frábær Android snjallsími
SONY XPERIA TIPO
3,2” TFT snertiskjár með rispuvörn
3,15 megapixla myndavél
Videoupptaka
VERÐ 22.990.-
Góð kaup á snjallsíma
SONY XPERIA J
4” TFT snertiskjár með HD upplausn
5 megapixla myndavél, LED flass
Videoupptaka
TILBOÐ 39.990.- Verð áður 43.990.-
Vatns og rykvarinn Android snjallsími
SONY XPERIA GO
3,5” TFT snertiskjár með HD upplausn
5 megapixla myndavél, LED flass
HD Videoupptaka
VERÐ 48.990.-
mi
sn
Allt það
besta frá Sony
í snjallsíma
Frábært
verð!