Fréttablaðið - 18.04.2013, Síða 18

Fréttablaðið - 18.04.2013, Síða 18
18. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | 18 Rekstrarvörur - vinna með þér Ársfundur Landspítala 2013 í Salnum í Kópavogi Þriðjudaginn 23. apríl kl. 14:00-16:00 Öryggismenning í öndvegi Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra Ávarp Björn Zoëga forstjóri Öruggir verkferlar María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Ársreikningur Landspítala 2012 Afhending styrks úr Verðlaunasjóði í læknisfræði Verðlaunahafinn kynnir rannsóknir sínar Carl-Johan Wallin, svæfingalæknir á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi Lean Healthcare and Safety Culture in Hospitals Starfsmenn heiðraðir Björn Zoëga forstjóri og Erna Einarsdóttir starfsmannastjóri Fundarstjóri: Benedikt Olgeirsson, aðstoðarforstjóri Landspítala Besta leiðin til þess að halda grill- inu hreinu er að láta það aldrei verða verulega óhreint. Það þarf til dæmis að þrífa grindurnar bæði að ofan og neðan eftir að grillað er. Það er að vísu ekki skemmtilegt að taka til við þrif á grilli að lokinni ljúffengri máltíð í kvöldsólinni en þá verður að þrífa grillið áður en grillað er næst. Að setja steik- ina ofan á leifar af hamborgur- unum frá því í fyrrasumar er auk þess ekki lystaukandi. „ M a ð u r s é r stundum þykkt lag af fitu í grill- um og ég hef heyrt menn tala um að brenna þetta bara og láta loga vel. Hitinn í grillinu er að vísu það mikill að hann drepur ör verur en þegar fitan brennur myndast krabbameinsvaldandi efni. Fitu sem lekur niður í grillið eða situr á grillgrind þarf að hreinsa burtu eftir að matreiðslu lýkur. Ann- ars heldur hún áfram að brenna við næstu grillun,“ segir Ingi- björg Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Matvæla stofnun. Hún getur þess að við grillun sé mest hætta á myndun krabba- meinsvaldandi efna þegar matur- inn brennur eða fita af kjöti eða marineringu lekur niður á kolin eða heitt grillið. „Þá logar í fitunni og reykur með tjöruefnum mynd- ast. Reykurinn leikur um kjötið og efni úr honum setjast á það. Sé fita ekki hreinsuð burt eftir grillun Mikilvægt að þrífa grillið eftir notkun Hreinsa þarf burt fitu í grilli eftir að matreiðslu lýkur til þess að koma í veg fyrir myndun skaðlegra efna. Efnin geta sest á matinn sem verið er að grilla. Gæta þarf þess að kjöt eða safi úr kjöti komist ekki í snertingu við mat- væli sem eru tilbúin til neyslu. Mælt er með því að nota tvær tangir við grillun, aðra fyrir hrátt kjöt og hina fyrir grillað kjöt. Setjið kjötið ávallt á hreint fat að lokinni grillun. Góð regla er að fjarlægja það fat sem hráa kjötið var á þegar allt kjötið er komið á grillið. Heimild: Matvælastofnun Forðist matarsýkingu Átta af þeim fimmtán flugfélögum sem halda uppi áætlunarflugi frá Keflavík í sumar rukka farþega fyrir innritaðan farangur. Frá þessu er greint í frétt á vefnum turisti.is. Þar segir jafnframt að gjaldið geti numið um þrjú þúsund krónum fyrir hvora leið. Farangursgjald Easy-Jet er það hæsta hér á landi eða 3.100 krónur. Það kostar því 6.200 krónur að taka með sér eina tösku. Farangurs- gjald Vueling er 3.000 krónur aðra leið en Wow Air 2.900 krónur. Fimm félög heimila eina til tvær töskur án þess að greitt sé auka- lega. Bent er á að sum erlendu flugfélögin heimili eina tösku ef bók- aðir eru farmiðar úr dýrari verðflokkum. Flugfélögin sem halda uppi áætlunarflugi frá Íslandi: Meirihluti rukkar fyrir farangur Í LEIFSSTÖÐ Það getur kostað yfir sex þúsund krónur að taka eina tösku með sér. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VIÐ GRILLIÐ Grillmaturinn verður óhollur ef grillið er ekki þrifið. INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR veldur hún aukinni myndun skað- legra efna sem berast með reykn- um upp úr grillinu og sest á það sem verið er að grilla.“ Skúffuna þarf að hreinsa með sköfu og þvo síðan með sápuvatni. Brennara þarf að hreinsa á tveggja til þriggja mánaða fresti. Best er að leita ráða hjá sölu- manni um þrif á þeirri tegund grills sem keypt hefur verið. ibs@frettabladid.is BRÆÐINGUR OG LÚPÍNUSEYÐI INNKALLAÐ Matvælastofnun hefur fengið upp- lýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Suður- lands um framleiðslu á Krónu Bræðingi við óheilnæmar aðstæður. Sala á bræðingnum hefur verið stöðvuð og hún innkölluð af markaði. Þeir sem eiga umrædda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga. Varan var framleidd í Hveragerði en er merkt FS Dreifingu í Garðabæ. Einnig hafa borist upplýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um framleiðslu á lúpínuseyði frá Svarta Hauki við óheilnæmar aðstæður. Fyrir- tækið hefur stöðvað sölu á vörunni og innkallað hana af markaði. Neytendur eru hvattir til að farga vörunni. Nánari upplýsingar er að finna á vef Matvælastofnunar, mast.is.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.