Fréttablaðið - 18.04.2013, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 18.04.2013, Blaðsíða 55
FIMMTUDAGUR 18. apríl 2013 | SKOÐUN | 27 Í grein í Fréttablaðinu 28. febrúar sl. gerir forstjóri Landsnets að umræðuefni gagnrýni Landverndar á fyrirtækið. Hér verður grein hans svarað og rangfærslur leiðréttar. Í grein sinni skrifar forstjóri Landsnets: „ … hvað sem stóriðju líður er brýnt að styrkja flutn- ingskerfið og auka öryggi þess í þágu íbúa og fyrir- tækja á Reykjanesi.“ Sam- kvæmt matsskýrslu Landsnets um Suðvesturlínur verður flutn- ingsgeta 220 kV Suðurnesjal- ínu 2 u.þ.b. 600 MW (690 MVA). Á Suðurnesjum eru í rekstri 75 MW virkjun í Svartsengi og 100 MW Reykjanesvirkjun, þar af eru um 125 MW flutt út af svæðinu til Norðuráls í Hvalfirði. Sam- kvæmt tölum frá Orkuspárnefnd 2012 var raforkunotkun á Suður- nesjum um 205 GWh árið 2011, sem er vel undir 50 MW. Það er því með engu móti hægt að rétt- læta jafn stórt flutningsmann- virki og 220 kV Suðurnesjalínu 2 með tilvísun til eflingar öryggis flutningskerfisins fyrir almenna orkunotendur eina (íbúa og fyrir- tæki) líkt og forstjóri Landsnets gerir í grein sinni. Ljóst má vera að minni raf- lína myndi hæglega geta gegnt því hlutverki að tryggja afhend- ingaröryggi íbúa og núverandi fyrirtækja svæðisins, jafnvel þó svo að notkun ykist umtals- vert. Raunveruleg ástæða hinnar 220 kV Suðurnesjalínu 2 er því fyrst og fremst til þess að mæta ýmsum stóriðjuáformum á Reykjanesi. Köllum því hlutina réttum nöfnum. Sýnum skynsemi Alvarlegast er kannski að það gleymist í þessari umræðu að stóriðjuáform á svæðinu ákvarð- ast fyrst og fremst af framboði á orku og enn hefur ekki verið tryggð nægileg orka til allra þessara áforma. Hvers vegna ekki? Jú, það hefur ekki verið sýnt fram á að orkan sé til stað- ar á Reykjanesskaga, eða hún tryggð annars staðar frá. Af þeirri ástæðu er óskynsamlegt að ráðast í umrædda milljarða- framkvæmd að svo stöddu, hvað þá að ráðast í dýrt og sársauka- fullt eignarnám eins og Landsnet hefur farið fram á. Þau rök forstjóra Landsnets að byggja þurfi upp flutnings kerfið á Reykjanesskaga til að mæta flutningi á raforku frá fyrir- huguðum virkjunum í nýtingar- flokki rammaáætlunar á svæðinu eru einnig haldrýr. Óvissa ríkir um getu flestra jarðhitasvæða á þessu landsvæði til orkuvinnslu, og því ekkert fast í hendi með virkjun margra þeirra. Það er því fjárhagslega og umhverfis- lega skynsamlegt að Landsnet fari sér hér hægar. Auk þess gæti afstaða almennings og ráðamanna breyst til nýtingar jarðvarma á svæðinu í nánustu framtíð. Þetta er ekki síst vegna heilsufarslegra áhrifa af mengun jarðvarmavirkjana og neikvæðra áhrifa á tæringu málma. Auk þessa hafa möguleikar til úti- vistar og ferðamennsku í jafn stuttri fjarlægð frá höfuðborgar- svæðinu verið vanmetnir, líkt og fram kemur í skýrslu ramma- áætlunar frá 2011. Samkomulag um viðmið Undirritaður vísar fullyrðingu forstjóra Landsnets á bug þar sem hann sakar Landvernd um að fara með rangt mál í grein frá 22. febrúar sl. Forstjóri Lands- nets heldur því fram að mér hafi þótt „undarlegt að Landsnet kannist ekki við [að samkomulag hafi náðst um nokkur mikilvæg atriði í jarðstrengsnefndinni]“. Þetta sagði hvergi í greininni enda efast fulltrúar Landverndar ekki um skilning forstjóra Lands- nets á eigin samþykki. Því mætti halda að forstjóri Landsnets hafi lesið einhverja aðra grein en eftir undirritaðan. Í greininni benti ég á að ein sameiginleg tillaga nefndarinnar geri ráð fyrir að nú þegar verði ákveðin viðmið og grund- vallarreglur höfð til hlið- sjónar við ákvarðanatöku vegna framkvæmda í flutningskerfinu. Eitt viðmiðið er t.d. að bera ávallt saman áhrif þess að leggja loftlínu eða jarðstreng á ákveðnum svæðum þrátt fyrir að við samanburð á kostnaði komi í ljós að jarð- strengur sé umtalsvert dýrari en loftlína. Slík svæði eru m.a. náttúru verndarsvæði, svæði við flugvelli og svæði þar sem veð- urálag er mikið og jarðstrengur gæti aukið afhendingaröryggi. Landsneti er nú í lófa lagið að taka til endurskoðunar afstöðu sína gagnvart jarðstrengslögn á ofangreindum viðmiðunar- svæðum á línuleiðum Suðurnesja- línu 2 og Blöndulínu 3, sem báðar bíða leyfisveitinga. Það væri Landsneti til sóma að rétta út slíka sáttahönd til handa land- eigendum og sveitarfélögum, sem ítrekað hafa farið fram á að mat á umhverfisáhrifum jarðstrengja fari fram á þessum svæðum til samanburðar við loftlínur. Hvað með Kröflulínu 3? Að lokum er áhugavert að rýna í matsáætlun Landsnets vegna fyrirhugaðrar Kröflulínu 3, sem birt var 26. febrúar sl. Þar segir á bls. 1: „… en jarðstrengskostur verður ekki lagður fram til mats á umhverfisáhrifum“. Það er því ekki að sjá að Landsnet hygg- ist fylgja þeim grundarvallar- viðmiðum sem forstjóri fyrir- tækisins skrifaði upp á í jarðstrengsnefndinni. Það er því eðlilegt að spyrja: Mun Landsnet fara að eigin tillögum? Köllum hlutina réttum nöfnum RAFORKU- FLUTNINGAR Guðmundur Ingi Guðbrandsson framkvæmdastjóri Landverndar islandsbanki.is | Sími 440 4000 Eignin er 3 hæðir auk kjallara, alls 2.800 m2 að stærð. Húsinu fylgir fjöldi bílastæða. Húsið er innréttað á vandaðan og smekklegan hátt og lauk endurbótum síðla árs 2008. Áhugasömum kaupendum gefst tækifæri til að skoða húsið miðvikudaginn 24. apríl nk. á milli kl. 10 og 11.30 og mánudaginn 29. apríl milli kl. 13.30 og 15. Allar nánari upplýsingar veita Narfi Þ. Snorrason, í síma 440-4541, og Sigrún Hjartardóttir, í síma 440-4748, hjá Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka. i kl. 10 og 11:30 og mánudaginn 29. apríl milli kl. Borgartún 18 Íslandsbanki auglýsir til sölu glæsilegt, nýlega standsett hús á stórri hornlóð í einu eftirsóttasta viðskiptahverfi borgarinnar. ➜ Ljóst má vera að minni rafl ína myndi hæglega geta gegnt því hlutverki að tryggja afhendingaröryggi íbúa og núverandi fyrir- tækja svæðisins, jafnvel þó svo að notkun ykist umtals- vert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.