Fréttablaðið - 18.04.2013, Síða 62

Fréttablaðið - 18.04.2013, Síða 62
18. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 34MENNING Hátíðin List án landamæra var fyrst haldin á Evrópuári fatl- aðra árið 2003 og hefur þróast og stækkað yfir í að vera hátíð með yfir sjötíu viðburðum um allt land og um átta hundruð þátttakendum,“ segir Margrét M. Norðdahl, framkvæmda- stýra Listar án landamæra. Hátíðin verður sett í ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 17.30 og síðan rekur hver viðburðurinn annan víðs vegar um landið. Eru einhver skilyrði fyrir að fá að taka þátt í hátíðinni? „Nei, við reynum að finna öllu stað á hátíðinni. Þátttakendur eru bæði fatlaðir og ófatlaðir og það er alls konar fólk sem tekur þátt,“ segir Margrét. Dagskrá verður í Reykja- vík, Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Fellsenda í Dölum, Akranesi, Borgarnesi, Selfossi, Húsavík, Akureyri, Ísafirði, Neskaupsstað, Fáskrúðsfirði, Seyðisfirði og á Egilsstöðum. Sýningarstaðir eru nánast eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Fyrrverandi sláturhús, strætó- skýli og torg í borg, sem og hefð- bundnir sýningarstaðir og salir. Á döfinni eru leikrit, listsýning- ar, handverkssýningar og mark- aðir, geðveik kaffihús, ljóða- lestur, gjörningar, tónleikar, söngkeppnir, kvikmyndasýn- ingar, karókí, skapandi þrauta- brautir og óvæntir pop-up-við- burðir sem eru nýjung. „Hátíðin virkar í allar áttir,“ útskýrir Margrét. „Og hún er opin öllum. Núna erum við til dæmis í fyrsta sinn með pop- up-vettvang og þar kemur inn alls konar fólk sem treður upp hér og þar og við auglýsum bara samdægurs ef svo vill verk- ast. Ég veit til dæmis að einn söng hópur ætlar að troða upp í strætó, annar sönghópur ætlar að koma fram á elliheimilum og svo framvegis. Við hvetjum sem flesta til að vera með uppákom- ur og það þarf ekkert endilega að láta okkur vita af því fyrir fram. Við viljum að grasrótin sé virk án þess að viðburðir séu með miklum formerkjum.“ Heildardagskrá og bækling hátíðarinnar er hægt að nálgast inni á heimasíðu verkefnisins listin.is. fridrikab@frettabladid.is Virkar í allar áttir og er öllum opin Listahátíðin List án landamæra er haldin í tíunda sinn í ár og hefst með opnunar hátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Viðburðir verða um land allt og af öllum toga, auk þess sem fólk er hvatt til að efna til eigin viðburða. LÍF OG FJÖR Það var góð stemning í smiðju sænsku samtakanna Share Music í gær og afraksturinn er meðal þess sem gefur að líta á opnunarhátíðinni í Ráðhúsinu í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MARGRÉT M. NORÐDAHL Listamaður hátíðar- innar 2013 er Atli Viðar Engilbertsson. Atli Viðar er sjálf- menntaður fjöl- listamaður. Hann hefur skrifað ljóð, leikrit og smásögur og samið tónlist, auk þess að sinna mynd- list. Atli sýnir ásamt listakonunni Sigrúnu Huld Hrafnsdóttur í sal Myndlistafélagsins á Akureyri, auk þess sem verk eftir hann prýða allt kynningar- efni hátíðarinnar. Atli Viðar Engilbertsson er listamaður hátíðarinnar BÆKUR ★★★★ ★ Svifflug Anne-Gine Goemans Þýðing: Ragna Sigurðardóttir JPV-útgáfa Gieles er ósköp venjulegur fjór- tán ára strákur sem býr í Hollandi. Það óvenjulega er að hann býr rétt við flugvöll sem er útgangspunktur lífs hans, á fjórar gæsir, sem hann er að þjálfa til óvenju- legs og dálítið eigingjarns verkefnis, og að nánast allir í kringum hann eiga hörmungarsögur, minni eða stærri, sem tengjast flugi eða flugslysum. Og að hann dreymir um að bjarga öllu þessu fólki á einn eða annan máta í anda Sullenbergs flug- stjóra, sem er hans stóra hetja og fyrirmynd. Svifflug er óvenjuleg og skemmti- leg saga, allt í senn þroskasaga, samfélagsgagnrýni, fróðleikur um flug og flugslys, sagnfræðileg skáldsaga, ástarsaga og harmsaga. Persónugalleríið er með eindæm- um fjölbreytt og vel upp dregið og þótt sögurnar séu sumar á mörkum hins fáránlega er í þeim öllum djúp- ur mannlegur tónn sem lesandinn tengir við og fer að þykja vænt um persónurnar. Inn í söguna er síðan fléttað sögu frá fyrri öldum af ungu fólki sem flúði til Hollands frá Dan- mörku til að fá að njótast og lenti í alls kyns hrakningum og hörm- ungum. Gieles er í fyrstu ekkert sér- staklega sympatísk persóna, fýldur unglingur, uppfullur af mótþróa og hormónum, en vex í gegnum sög- una og þá einkum samskipti sín við hið geysifjölbreytta persónugallerí sem spannar allt frá hinum ofur- feita Waling til goth-stelpunnar Meike með nánast öllum hugsanleg- um manngerðum þar á milli. Sagan flýtur vel áfram og þrátt fyrir persónufjöldann og útúrdúra í ýmsar áttir tekst höfundinum að halda dampi og lesandinn missir ekki áhugann eitt augnablik. Ekki einu sinni upprifjanir á fjölmörgum flugslysum og björgunar- aðgerðum draga úr tær- leika frásagnarinnar. Þetta fellur allt saman í einn far- veg sem ber lesandann með sér, vaggar honum, skekur hann og sýnir honum hlutina frá nýjum sjónarhornum. Það er erfitt að festa hendur á því nákvæmlega í hverju töfrar sögunnar eru fólgnir en þar fer allt saman sem gerir góða sögu: áhugaverð framvinda, vel skapaðar persónur, drama, húmor og söguleg yfirsýn. Það verður enginn svikinn af því að fá sér flugferð með Gieles og samferðafólki hans. Ragna Sigurðardóttir hefur unnið þrekvirki með þýðingunni. Vandað og eðlilegt málfar, góður stíll og seiðandi hrynjandi sem sjaldgæft er að sjá í frumskrifuðum texta, hvað þá þýddum. Virkilega vel að verki staðið. Friðrika Benónýsdóttir NIÐURSTAÐA: Óvenjuleg og skemmti leg saga sem leiðir lesandann eftir ýmsum krákustígum um líf fjórtán ára unglings. Fuglinn flaug fjaðralaus 20% AFSLÁTTUR Við bjóðum viðskiptavinum okkar 20% afslátt af miðaverði á Engla alheimsins. Verkið er sýnt í Þjóðleikhúsinu og er miðasala þar eða í síma 551 1200. Greiða þarf fyrir miðana með korti frá Arion banka. Góða skemmtun.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.