Fréttablaðið - 18.04.2013, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 18.04.2013, Blaðsíða 64
18. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 36 Elfur Sunna Baldursdóttir er einn þeirra útskriftarnemenda Listnámsbrautar VMA sem sýna lokaverkefni sín í gömlu verk- smiðjunni á Hjalteyri nú um helgina 20. og 21. apríl. Hún segir verkin mjög fjölbreytt sem hóp- urinn hafi unnið að frá upphafi þessarar skólaannar, ásamt lestri skólabóka og öðrum undirbúningi undir stúdentsprófið. „Við erum í bóklegum greinum eins og aðrir. Svo fáum við að taka ýmsar verk- legar greinar líka,“ segir Elfur Sunna. Hún kveðst í upphafi hafa getað valið milli myndlistar- og textílkjörsviðs og valið textílinn. Þar eru kenndar greinar eins og vefnaður, fatasaumur og fleira. „Það er virkilega góð aðstaða hér til margra hluta.“ Fjögurra ára nám er nú að baki og þegar Elfur Sunna er spurð hvort hún hafi alltaf ætlað sér að feta listabrautina svarar hún: „Mamma er myndlistarkona og ég ákvað fljótt að feta í fótspor hennar. Svo er pabbi smiður,“ segir hún og upplýsir að þau heiti Gígja Jóhannesdóttir og Baldur Kristjánsson. Elfur Sunna sýnir textíllista- verk á svifi sem samanstendur af kjól og kúlum. Það heitir Lita- kyrrð. „Nafnið er útúrsnúningur á orðinu litadýrð,“ segir hún og leikur sér þannig með tungu- málið. Varla hefur hún ofið efnið í kjólinn og utan á kúlurnar? „Nei, reyndar ekki en einn nemandinn, Þórhallur Jóhannsson, sýnir stóla sem hann óf áklæðið á sjálfur.“ Verksmiðjan á Hjalteyri verður opin frá klukkan 14 til 17 laugar- dag og sunnudag. Frír aðgangur er á sýninguna og verður boðið upp á heitt kakó og bakkelsi. Þar sem engin kynding er í húsinu er öllum ráðlagt að koma vel klædd- ir til að geta notið sýningarinnar til fulls. gun@frettabladid.is List og litakyrrð á Hjalteyri Í gömlu verksmiðjunni á Hjalteyri efnir 21 útskrift ar- nemandi Listnámsbrautar Verkmenntaskóla Akureyrar til sýningarinnar Loksins nú um helgina. STÓLAR Þórhallur Jóhannes son sýnir stóla sem hann óf sjálfur áklæðið á. ELFUR SUNNA Sú var ekki í vandræðum með að redda mynd af sjálfri sér. Myndir/Elfur Sunna SKYSSA Teikning af verkinu Litakyrrð sem verður á svifi. KJÓLL Einn af þremur kjólum sem Ragnheiður Vilma Ingvarsdóttir hannaði og saumaði fyrir sýninguna. LITAKYRRÐ Hluti verksins hennar Elfar Sunnu er þessi kjóll. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2013 Námskeið 17.00 Kristín Jónsdóttir verður með námskeið um Hávamál í Bókasafni Sel- tjarnarness við Eiðistorg. Hávamál eru eitt frægasta Eddukvæðið, ásamt Völu- spá. Þátttökugjald er kr. 1.000. Opið Hús 12.00 Geymslur Þjóðminjasafnsins að Vesturvör 16-20 í Kópavogi verða opnar almenningi. Þar er að finna um 350.000 gripi og tæplega fimm millj- ónir mynda í eigu safnsins. Kvikmyndir 18.00 Norræna kvikmynda hátíðin heldur áfram í Norræna húsinu. Aðgangur er ókeypis á allar myndir og eru þær allar sýndar með enskum texta. Fyrst verður sýnd myndin Grínistinn (dönsk) og svo klukkan 20.00 verður sýnd myndin Uppreisnin í Kautokeino (norsk). Uppákomur 12.15 Þóra Arnórsdóttir velur verk vik- unnar á Kjarvalsstöðum. Uppákoman er í tengslum við sýninguna Flæði sem stendur þar yfir núna. 20.00 Höfnin, innblásturstími fyrir hönnuði, teiknara, hugsuði, kúnna, vini og alla sem hafa áhuga, verður haldin á Faktorý. Málþing 20.00 Hönnunarmiðstöðin heldur málþing um hönnun og arkitektúr í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Fulltrúum stærstu framboðsflokkana hefur verið boðin þátttaka í þinginu. Tónlist 20.00 Álftaneskórinn og Kór Laugarnes kirkju halda tónleika í Laugarneskirkju. Stjórnendur eru Bjartur Logi Guðnason og Arngerður María Árnadóttir. 21.00 Blússveit Þollýar spilar á Græna hattinum á Akureyri. Miðaverð er kr. 2.000. 21.00 Lára Rúnars, Ylja og Foreign Mona koma fram á tónleikum á Café Rosenberg. Aðgangseyrir er kr. 1.500. 22.00 Hljómsveitin Síðasti bærinn í dalnum heldur tónleika á Ob-La-Dí- Ob-La-Da Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.