Fréttablaðið - 18.04.2013, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 18.04.2013, Blaðsíða 66
18. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38 Hasarmyndin Olympus Has Fallen var frumsýnd í kvikmyndahúsum í gær. Annar af handritshöfundum myndarinnar er hin íslenska Katr- ín Benedikt, sem flutti vestur um haf þegar hún var sex ára, en hand- ritið skrifaði hún ásamt eiginmanni sínum. Olympus Has Fallen segir frá Mike Banning sem starfar sem öryggisvörður í Hvíta húsinu. Í gegnum starfið tengjast Banning og forsetafjölskyldan nánum vina- böndum en þau bönd bresta þegar forsetafjölskyldan lendir í hörmu- legu bílslysi og Banning er í kjöl- farið færður til í starfi. Skömmu síðar ræðst norður-kóreska ill- mennið Kang Yeonsak inn í Hvíta húsið og tekur forsetann í gíslingu. Hann fer fram á að bandarískir hermenn sem staðsettir eru á Kór- euskaga verði strax kallaðir heim. Innrásin er þó einnig persónu leg því Kang hyggst hefna dauða for- eldra sinna með því að sprengja allar kjarnaflaugar Bandaríkj- anna í neðanjarðar byrgjunum sem hýsa þær. Það er aðeins eitt vanda- mál; Banning er enn á lífi inni í Hvíta húsinu og hyggst koma í veg fyrir áætlanir Kangs og bjarga Hávær spennumynd Olympus Has Fallen var frumsýnd í gær. Myndin skartar Gerard Butler í hlutverki hörkutóls sem hyggst bjarga lífi Bandaríkjaforseta og samlanda sinna frá árás hryðjuverkamanna. Íslensk kona er annar af handritshöfundunum. MIKILL HASAR Kvikmyndin Olympus Has Fallen var frumsýnd í gærkvöldi. Myndin skartar Gerard Butler í hlutverki hörkutólsins Mike Banning. Handritið að Olympus Has Fallen er skrifað af hjónunum Katrínu Benedikt og Creighton Rothenberger. Katrín er íslensk en ólst upp í Bandaríkjunum. „Eiginmaður minn og samstarfsmaður fékk þessa hugmynd fyrir dálítið löngu. Við héldum áfram að vinna með hana næstu árin og vorum sífellt að betrumbæta handritið,“ sagði Katrín í viðtali við Fréttablaðið í mars. Þetta er fyrsta handrit þeirra hjóna sem gert er að kvikmynd og kveðst Katrín himinlifandi með leikaravalið. „Líkam- legt atgervi Gerards Butler hentar mjög vel fyrir hlutverkið og einnig leikur hann leyniþjónustufulltrúann Mike Banning afar vel.“ Handritið skrifað af Íslendingi lífi forsetans og um leið samlanda sinna allra. Skoski leikarinn Gerard Butler fer með hlutverk hörkutólsins Mikes Banning og með önnur hlutverk fara Aaron Eckhart, sem forseti Banda- ríkjanna, Morgan Free man, Angela Bassett, Ashley Judd, Dylan Mc- Dermott og Rick Yune, sem leikur illvirkjann Kang Yeonsak. Leikstjóri myndarinnar er Antoine Fuqua, sem hlaut mikið lof fyrir myndina Train- ing Day frá árinu 2001. Á vefsíðunni Rotten tomatoes. com fær Olympus Has Fallen aðeins 48 prósent í einkunn frá gagn rýnendum. Áhorfendur eru þó töluvert jákvæðari og gefa henni 79 í einkunn. Einn gagnrýn- andi segir að svo virðist sem mark- mið myndar innar sé að vera eins „hávær, ofbeldisfull og þjóðremb- ingsleg og hægt er“. Annar hælir Butler fyrir frammistöðuna í hlut- verki harðjaxlsins og segir hann frábæran sem slíkan. sara@frettabladid.is Ráðist verður í gerð framhalds- myndarinnar Snow White and the Huntsman, með Kristen Stewart í aðalhlutverki, samkvæmt vef- síðunni Huffingtonpost.com. Stewart mun aftur bregða sér í hlutverk Mjallhvítar, sem þó er töluvert ólík þeirri Mjallhvíti sem fólk þekkir úr samnefndu ævin- týri. Ekki hefur fengist staðfest hvort Rupert Sanders muni leik- stýra seinni myndinni, en frægt er orðið þegar upp komst um framhjáhald hans og Stewart. „Ég er mjög spennt fyrir þessu. Ég má samt ekkert segja um verkefnið,“ hafði IndieWire eftir Stewart í desember. Framhald um Mjallhvíti MJALLHVÍT Kristen Stewart mun bregða sér aftur í hlutverk Mjallhvítar. NORDICPHOTOS/GETTY Íslendingar verða í öndvegi í kvik- myndahúsunum um helgina því ekki nóg með að mynd Katrínar Benedikt, Olympus Has Fallen, sé frumsýnd, eins og fram kemur hér að ofan, heldur er íslenska mynd- in Falskur fugl líka frumsýnd á morgun. Það er Jón Atli Jónasson sem skrifar handritið að Fölskum fugli eftir samnefndri skáldsögu Mikaels Torfasonar. Meðal leik- ara eru Styr Júlíusson, Alexía Björg Jóhannesdóttir, Hilmir Snær Guðnason og Damon Younger. Myndin fjallar um hinn 16 ára gamla Arnald sem kemur að eldri bróður sínum látnum eftir að hann framdi sjálfsmorð. Arnald- ur á erfitt með að takast á við lífið eftir atvikið, eins og öll fjölskylda hans, og í kjölfarið leiðist hann út í óreglu, sem ber enn fleiri vanda- mál í för með sér. Fyrir þá sem eru í stuði fyrir meira grín og kaldhæðni er fimmta Scary Movie-myndin væntanleg í bíó á morgun líka. Grínmyndirnar voru afar vinsælar í upphafi aldar- innar og komu þær fyrstu fimm út á árunum 2000 til 2006. Sú fyrsta sló rækilega í gegn en þær sem á eftir fylgdu náðu þó aldrei sömu vinsældum. Eftir sjö ára hlé hefur nú verið ákveðið að reyna aftur og sú fimmta sett saman. Leikar- arnir eru ekki af verri endanum en þau Ashley Tisdale, Simon Rex og glaumgosinn Charlie Sheen fara þar í broddi fylkingar. Í Scary Movie myndunum er gert grín að hinum ýmsu atriðum úr vin sælum myndum. Að þessu sinni eru hjónin Dan og Jodie í aðalhlutverkum en þegar þau koma heim með ný- fæddan son sinn virðist draugur hafa fylgt þeim og undarlegir atburðir fara að gerast. - trs Íslenskt og endur- koma Scary Movie Tvær kvikmyndir verða frumsýndar komandi helgi. FULLT AF GRÍNI Í Scary Movie er gert grín að atriðum úr mörgum vinsælustu myndum síðustu ára. Leikarinn Leonardo DiCaprio telur sig heppinn að hafa fengið tækifæri til að starfa sem leikari. Hann kveðst fullur þakklætis og segir það jafnframt vera sinn drifkraft til að sinna starfinu vel. „Það að fá eitt tækifæri er eins og að vinna í lottói. Ég hef alltaf hugsað með mér að ég verði að gera þetta vel og vinna mikið því annars hafi ég glatað einstöku tæki- færi,“ sagði leikarinn í viðtali við tíma- ritið Esquire. Þakklátur fyrir starfi ð Leikarastarfi ð er eins og að vinna í lottói. SÁTTUR Leonardo DiCaprio er ánægður með starf sitt. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.