Fréttablaðið - 18.04.2013, Blaðsíða 78
18. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 50
„Tónlistarfólkið verður um hundrað talsins og það
gistir á gamla herhótelinu sem heitir nú Bed and
Breakfast Keflavík. Svo eru um tvö hundruð gisti-
pláss í boði fyrir gesti. „Íbúum“ svæðisins fjölgar
því um þrjú hundruð manns þessa helgi,“ segir
Tómas Young, sem skipuleggur tónlistar-
hátíðina All Tomorrow´s Parties. Hátíðin fer
fram á Ásbrú í Keflavík helgina 28. til 29.
júní.
Að sögn Tómasar vinna aðstandendur
Bed and Breakfast Keflavík nú að því að
fjölga gistirýmum á vallarsvæðinu til að
geta hýst alla hátíðargestina. „Þau eru
að breyta tveimur blokkum við hlið
hótels ins í íbúðarherbergi sem
við leigjum svo af þeim.“
Hátíðin var fyrst haldin í
Englandi árið 2000 og að
sögn Tómasar þykir hún
mjög „fan-friendly“. „Ég
á enn eftir að finna gott
íslenskt orð yfir þetta
hugtak en hugmyndin á bak við hátíðina er sú að
gestir geti átt í persónulegum samskiptum við
listamennina og öfugt.“
Meðal þeirra tuttugu hljómsveita sem
koma fram á hátíðinni má nefna Nick Cave
og hljómsveitina Bad Seeds, The Fall,
Chelsea Light Moving, sem Thurston Moore,
stofnandi Sonic Youth, fer fyrir, og hljóm-
sveitina Squrl með kvikmyndaleikstjórann
Jim Jarmusch í fararbroddi. Miðasala á
hátíðina er hafin á Midi.is. - sm
Gestir fylla tvær íbúðarblokkir
Búist er við því að um 300 manns gisti á Ásbrú í tengslum við tónlistarhátíð.
VINALEG HÁTÍÐ Tómas Young tón-
leikahaldari segir tónlistarhátíðina
All Tomorrow´s Parties vera þannig
gerða að gestir og tónlistarfólk geti
átt í samskiptum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
„Ég er algert tónlistarnörd, þetta kemur í
staðinn fyrir golfið hjá mér,“ segir Gunn-
laugur Jónsson knattspyrnuþjálfari, sem
síðustu mánuði hefur verið að undirbúa
útvarpsþætti um íslenska tónlist sem nefn-
ast Árið er … íslensk dægurlagasaga í tali
og tónum.
Fyrsti þátturinn fer í loftið þann 4. maí
og í hverjum þætti verður eitt ár í íslenskri
tónlistarsögu tekið fyrir frá árinu 1983. Til-
efnið er þrjátíu ára afmæli Rásar 2. Gunn-
laugur hefur hingað til verið betur þekkt-
ur fyrir lipra takta á knattspyrnuvellinum.
„Þetta er mitt áhugamál og ég næ ágætis
jafnvægi þarna með knattspyrnunni.“
Gunnlaugur sér um handritagerð ásamt
Ásgeiri Eyþórssyni og Jónatani Garðars-
syni. Við hljóðnemann sitja svo Ásgeir og
söngkonan Sigríður Thorlacius. Gamlar
upptökur í bland við viðtöl við tónlistar-
menn eru meðal þess sem verður á boð-
stólnum. - áp
Þjálfari með útvarpsþætti um íslenska tónlist
Gunnlaugur Jónsson sér um handritið og Sigríður Thorlacius situr við hljóðnemann.
TAKA SAMAN
HÖNDUM Gunn-
laugur Jónsson
skrifar hand-
ritið að nýjum
útvarpsþáttum
um íslenska tón-
list og Sigríður
Thorlacius situr
við hljóðnem-
ann.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
➜ „Íbúum“ Ásbrúar fjölgar um 300 manns
meðan á hátíðinni stendur.
„Ég hef verið í skýjunum síðan ég
fékk símtalið,“ segir Guðmundur
Arnar Guðmundsson leikstjóri en
stuttmynd hans, Hvalfjörður, er
ein af níu myndum sem keppa um
Gullpálmann í Cannes í maí.
Myndin er frumraun Guðmund-
ar í leiknu efni. Hann sá um leik-
stjórn, handritsgerð og framleiðslu
ásamt Antoni Mána Svavarssyni.
„Þetta var alltaf markmiðið en það
er ekki gefið að komast í gegnum
þetta nálarauga,“ segir Guðmund-
ur en 3.500 myndir frá 132 löndum
voru sendar inn í keppnina.
Guðmundur ætlar að fylgja
myndinni til Cannes. Rúnar
Rúnars son er meðframleiðandi
myndarinnar, ásamt Dönunum
Darin Mailand-Mercado og Jacob
Oliver Krarup. „Þetta er skemmti-
legur sirkús. Við stefnum á að
frumsýna myndina í kjölfarið á
Íslandi.“ - áp
Keppir um Gullpálmann
Hvalfj örður keppir um Gullpálmann í Cannes.
➜ Árið 1992 er í sérstöku uppáhaldi
hjá Gunnlaugi en þá komu út lögin
Sódóma og Krókurinn með Sálinni,
Horfðu til himins með Nýdönsk og
Vegbúinn með KK.
GLAÐUR Guðmundur ætlar fylgja mynd
sinni, Hvalfirði, á Cannes.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
„Uppáhaldsborgin mín er New York.
Ég fór þangað þrisvar sinnum í fyrra
og fjórum sinnum árið þar áður.
Borgin er mjög lifandi og þar er
mikið af fólki, ég þrífst á því.“
Þura Stína Kristleifsdóttir, einn af fjórum
rekstrarstjórum Priksins.
BORGIN
➜ Hvalfjörður er þriðja
íslenska stuttmyndin sem er
valin í aðalkeppni Cannes.
„Við fengum merina afhenta í júní-
byrjun og þá grunaði engan að
hún gæti verið fylfull. Öllum að
óvörum kastaði hryssan svo litlu
merfolaldi í síðustu viku,“ segir
Einar Örn Sigurdórsson, starfs-
maður hjá Íslensku auglýsinga-
stofunni, um skemmtilegan atburð
sem átti sér stað í síðustu viku. Þá
varð Urður Einarsdóttir, dóttir
hans og Brynhildar Davíðs dóttur,
óvænt einni merinni ríkari þegar
hryssa sem hún hafði fengið í
fermingargjöf kastaði litlu mer-
folaldi.
Einar Örn segir að merin
Sýn muni sinna móðurhlutverk-
inu í sumar og því verði lítið um
útreiðar túra hjá dóttur hans.
Folald ið er talið undan Gerpi frá
Stóra-Sandfelli, en sá var með Sýn
í geymslu síðasta sumar. „Pabbinn
er úrvalsgæðingur, að mér skilst,
sem búið er að selja út. Við fengum
þarna topphest í kaupbæti,“ segir
hann og hlær.
Urður, eigandi Sýnar, segir
fréttirnar af folaldinu hafa komið
sér skemmtilega á óvart. Hún
heimsótti mæðgurnar um síðustu
helgi og segir folaldið afskaplega
krúttlegt, en það mun vera skjótt
að lit, líkt og móðir þess, og bragg-
ast vel í sveitinni. „Það er lítið
og mjúkt og algjör dúlla. Það er
dálítið feimið og ekki jafn gæft og
mamman,“ segir Urður sem mun
dvelja sumarlangt hjá afa sínum og
ömmu á bænum Arnbjargarlæk í
Þverárhlíð.
Spurð hvort hún hafi þegar
ákveðið nafn á folaldið segir Urður
að nokkur komi til greina. „Ég hef
verið að pæla í nafninu Þula, mér
fannst það svo fallegt. Svo kemur
nafnið Frostrós líka til greina því
hún fæddist í sjö stiga frosti, sem
er ekki æskilegt fyrir lítið folald,”
segir Urður að lokum.
sara@frettabladid.is
Fermingargjöfi n
kastaði merfolaldi
Urður Einarsdóttir fékk hryssuna Sýn í fermingjargjöf í fyrra. Merin kastaði
óvænt litlu merfolaldi í síðustu viku. Folaldið er að sögn eigandans mikið krútt.
FOLALD Í KAUPBÆTI Urður Einarsdóttir fékk hryssu í fermingargjöf í fyrra. Öllum
að óvörum kastaði merin í síðustu viku. Faðir hennar, Einar Örn Sigurdórsson, segir
fjölskylduna ánægða með þennan óvænta glaðning. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Davíð Aðalsteinsson, bóndi á Arnbjargarlæk og
móðurafi Urðar, varð fyrstur var við folaldið.
„Merin hafði verið á húsi hjá okkur í vetur en
úti frá því fyrir páska. Dag einn er mér litið út
um gluggann og sé þá að henni fylgir folald.
Ég ályktaði strax að hún hlyti að eiga folaldið
enda er hún ein á túninu,“ segir Davíð.
Hann viðurkennir að atburðurinn hafi komið
honum í opna skjöldu, enda hafi hann verið
grunlaus um ástand hryssunnar. „Það vissi
enginn af því að merin hafði komist í fjörið í
Reykjavík. Við erum þó öll mjög kát með þetta
og þá sérstaklega fermingarbarnið sjálft.“
Alveg grunlaus um ástand hryssunnar
GLAÐNINGUR Litla
folaldið kom öllum á óvart,
þá sérstaklega eiganda
móður þess. MYND/EINAR ÖRN
★★★★
Í TRÚNAÐI EFTIR HÉLÈNE GRÉMILLION
D
YN
A
M
O
R
E
YK
JA
VÍ
K
„Frönsk verðlaunabók frá því í fyrra sem farið
hefur sigurför um heiminn og það verðskuldað ... “
– FRIÐRIKA BENÓNÝSDÓTTIR, FRÉTTABLAÐIÐ
D
YN
A
M
O
R
E
YK
JA
VÍ
K
„Hittir man
n
beint í hjart
astað“
– ELLE 2. SÆTI
METSÖLULISTI EYMUNDSSON
10.-16. APRÍL. KILJUR - SKÁLDVERK