Fréttablaðið - 07.05.2013, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.05.2013, Blaðsíða 18
7. maí 2013 ÞRIÐJUDAGUR| SKOÐUN | 18 Vegna fyrirhugaðrar olíuleitar á Drekasvæðinu höfum við áður sent frá okkur tvær greinar þar sem við lýsum eftir ábyrgri umræðu um siðferðileg álitamál sem slík fram- kvæmd kallar á (Fréttablaðið 14. 2. og 4. 4. 2013). Í greinum okkar höfum við fjallað um olíuvinnslu og loftslagsbreytingar sem leiða til breytinga á lífsskilyrðum á jarðar- kringlunni. Með vísun til rannsókna höfum við sýnt fram á að áframhaldandi orkubúskapur á borð við þann sem við höfum vanist muni leiða til hörmunga víða um heim og enn meiri fólksflutninga en við þekkj- um í kjölfarið. Viðbrögð við takmörkuðum fjölda flóttafólks til landsins benda til þess að töluverður fjöldi lands- manna sé andsnúinn komu þess hingað. Það er umhugsunarvert og ástæða til að auka þekkingu og færni okkar að mæta þeim sem á aðstoð þurfa að halda. Ljóst er að verði ekki staldrað við mun hópur flóttafólks sem hingað leitar marg- faldast. Orka og hlýnun Hún er ekki fögur myndin sem blas- að gæti við af olíuríkinu Íslandi sem byggði tilveru sína enn frekar en þegar er orðið á þessum orku- gjafa og stuðlaði þannig að hlýnun, þurrki, svelti og eymd barna sem fullorðinna annars staðar í heimin- um. Við erum ekki bara að tala um nokkur hundruð þeirra heldur tug- þúsundir, jafnvel hundruð þúsunda. Ísland gæti hæglega rúmað margfaldan þann mannfjölda sem hér býr nú en spurningin er sú hvort það sé æskileg þróun að hing- að streymi fólk á flótta vegna breyt- inga á lífsskilyrðum sem við bærum ábyrgð á. Fólk á flótta Á öllum tímum hefur fólk flutt á milli landa og heimshluta. Við Íslendingar þekkjum það vel. For- feður og formæður okkar flúðu það sem þau töldu ofríki og mynd- uðu þjóðríki hér. Tíunda hver mann- eskja flúði svo héðan til Amer- íku um næst síðustu aldamót. Um tíunda hver manneskja á Íslandi nú er aðflutt og Íslendingar nútímans eru duglegir við að setjast að hér og þar um heiminn. Við segjum stund- um með stolti að sama hvar í heim- inum sé borið niður, alls staðar sé Íslendinga að finna. Undanfarna áratugi hafa gífur- legir fólksflutningar átt sér stað frá löndum Afríku, Asíu og Suð- ur-Ameríku til Vesturlanda, með öðrum orðum: frá fátækari heims- hlutum til hinna ríkari. Dæmið hefur snúist við frá nýlendutíman- um þegar Vesturlandabúar fluttu í leit að landi, góðmálmum og ódýru vinnuafli. Munurinn á veraldlegum lífsgæðum milli þessara svæða er gífurlegur. Hann byggist ekki síst á þeirri orkunotkun sem nú ógnar líf- ríki jarðar. Fólk hefur flutt sig til í leit að vinnu og sest að í nýju landi einkum sem ódýrt vinnuafl. Svo er það fólk sem flýr heimaslóð, kemur sem flóttafólk, sækir um hæli og biður um landvist. Ekki er að efa að þessir aðfluttu vestrænu borg- arar hafa styrkt og eflt efnahags- kerfi Vesturlanda. Réttindi flóttafólks Gangi spár eftir verða gríðarlega mikil landssvæði þar sem tug- miljónir manna búa nú illbyggi- leg og jafnvel óbyggileg í framtíð- inni. Hreyfing fólks til betur settra svæða í heiminum mun því aukast til muna. Það er nokkuð fyrirsjáan- legt að ef við breytum ekki lífs- háttum okkar stöndum við Íslend- ingar eins og aðrir Vesturlandabúar frammi fyrir alvarlegum siðferði- legum spurningum. Með hvaða rökum ætlum við að meina eða tor- velda því fólki að flytja til okkar þegar við höfum með lífsháttum okkar kynt svo hressileg undir að þeirra heimaslóðir verði ófýsilegur kostur að búa á, ef ekki óbyggilegar með öllu? Grundvallarspurningin er þessi: Er mannkynið, já lífið allt á jörð- inni, undir sama hatti? Verðum við ekki að meta lífshætti okkar út frá hagsmunum allra í veröldinni? Hvaða rétt höfum við til þess að haga okkur eins og annað fólk skipti ekki máli? Hvaða rétt höfum við til þess að mæta ekki af sanngirni því fólki sem til okkar leitar eftir betra lífi, samferðafólki okkar í dag og fólki framtíðarinnar? Sannast sagna höfum við Íslendingar ekki uppfyllt skyldur okkar í samfélagi þjóðanna þegar kemur að móttöku flóttafólks. Við þurfum að gera betur, miklu betur. Menning okkar, saga, trú og reynsla kennir okkur að við eigum að koma vel fram við aðkomu- manninn. Við eigum að sjá systur og bræður, ekki eingöngu í fólki af okkar þjóðerni eða sömu trúar, heldur einnig í fólki af ólíkum upp- runa. Við deilum mennskunni með öllum manneskjum og hún býður okkur að elska jöfnuð og réttlæti. Okkar gyðing-kristna hefð kenn- ir að Guð skapaði okkur öll í sinni mynd og jörðina fyrir okkur öll. Sem siðferðilegar verur getum við sett okkur í annarra spor. Það gæti allt eins verið við sem værum á flótta. Við köllum eftir siðfræði- legri umræðu um fólk á flótta og mannúð og aðgerðum þar sem rétt- læti og jöfnuður eru sett í öndvegi. Olía og fólk á fl ótta Á síðustu tveimur mánuð- um, mars og apríl, hefur Fréttablaðið fjallað um ofangreinda málaflokka út frá skýrslum UNICEF, upplýsingum frá OECD og fyrirlestri Ceciliu Bec- kenridge, prófessors við Brunel-háskóla, sem hún hélt hér á landi í apríl. Sjálf skrifaði ég grein sem birt- ist í sama blaði, 22.mars sl., um barnavernd og mikilvægi þess að við skóla lands- ins störfuðu félagsráðgjafar til þess að greina vanda nemenda á réttan hátt. Sigríður Sigurðardótt- ir, félagsráðgjafi í Háteigsskóla, skrifaði grein sem birtist á kosn- ingadaginn um svipaðar áherslur. Ég er mjög ánægð með hlut Fréttablaðsins hvað varðar birt- ingu þessara mikilvægu upplýs- inga sem varða þjóðina alla. Fram að þessu hefur ekki verið hljóm- grunnur fyrir slíkar upplýsingar en nú vona ég að nemendur fái að njóta með því að félagsráðgjafar verði ráðnir að grunn-og fram- haldsskólum í landinu til þess að stuðla að aukinni heilsuvernd og barnavernd sem felur í sér fyrir- byggjandi þætti og eykur líkur á að málum nemenda sé beint í rétt- ari farveg en fram að þessu hefur verið gert og upplýsingar gefa til kynna, með fullri virðingu fyrir öðrum fagstéttum sem starfa í skólum. Brottfallsdyrnar Við getum ekki leyft okkur sem þjóð að varpa stórum hópum nemenda út um brottfallsdyrnar, skellt skollaeyrum við andlegri vanlíða þeirra eða látið eins og allt sé þetta vegna þess að þeir virði ekki mikilvægi bóknáms. Samkvæmt skýrslu UNICEF verða fleiri ung- lingsstúlkur þungaðar hér á landi en í flestum öðrum V-Evrópuríkjum og sama skýrsla bendir einnig á mikið brottfall úr framhaldsskólum hér á landi. Upplýsingar frá OECD benda til þess að brottfall úr fram- haldsskólum hafi aukist hér á síð- ustu árum. Margir skólastjórnend- ur eru áhyggjufullir yfir þessar þróun meðan aðrir leyfa sér að halda upplýsingum um ástæður brottfalls frá almenningi. Brott- fallið er hér hærra en á öðrum Norðurlöndum. Cecilia Beckenridge prófessor flutti fyrirlestur um kynferðislegt ofbeldi í íþróttum í HÍ í apríl sl. og að hennar mati stendur Ísland langt að baki öðrum löndum þegar kemur að forvörnum vegna kyn- ferðisofbeldis. Hún er sérfróð um forvarnir sem lúta að málaflokkn- um. Að hennar sögn er ekki til sú íþrótt þar sem kynferðisofbeldi þrífst ekki. Hættan sé sú að horft sé fram hjá vandanum. Horft fram hjá vanda Þá erum við komin að kjarnan- um; íslenska þjóðin hefur kosið að horfa fram hjá vanda sem tengist persónulegum erfiðleikum nem- enda og kosið að beina sjónum frekar að námstengdum vanda þeirra og þar með að skella skuld- inni á þá sjálfa. Rétt greining á vanda nem- enda í upphafi skiptir sköpum fyrir velgengni þeirra. Brottfall á sér margar ástæður sem þarf að bregðast við og upplýsingar eru til um. Lög um leik-, grunn- og framhaldsskóla eru fyrirliggj- andi en þeim þarf að breyta til að mæta þjónustuþörf nemenda eins og ég hef bent á, síðastliðinn ald- arfjórðung. Ég er kennari, náms- og starfsráðgjafi, MSW-félags- ráðgjafi með sérfræðileyfi frá heilbrigðisráðuneytinu til að stafa sem fræðslu- og skólafélagsráð- gjafi. Þegar kemur að persónuleg- um vanda nemenda, er það reynsla mín, að aðferðir félagsráðgjafar dugi best og séu líklegastar til að mæta nemandanum þar sem hann er staddur, hvort sem það er vegna andlega veikinda, þungana eða kynferðislegs ofbeldis sem vitað er að stuðlar að brottfalli. Brottfall, þunganir og kynferðislegt ofbeldi FÉLAGSMÁL Guðrún H. Sederholm kennari ➜ Þegar kemur að persónu- legum vanda nemenda, er það reynsla mín, að aðferðir félagsráðgjafar dugi best og séu líklegastar til að mæta nemandanum þar sem hann er staddur… OLÍULEIT Baldur Kristjánsson Hjalti Hugason Pétur Pétursson Sigrún Óskarsdóttir Sólveig Anna Bóasdóttir guðfræðingar ➜ Grundvallarspurningin er þessi: Er mannkynið, já lífi ð allt á jörðinni, undir sama hatti? Verðum við ekki að meta lífshætti okkar út frá hagsmunum allra í veröld- inni? Hvaða rétt höfum við til þess að haga okkur eins og annað fólk skipti ekki máli? Otrivin Comp, nefúði, lausn. Innihaldslýsing: Xýlómetazólínhýdróklóríð 0,5 mg/ml og ipatrópíumbrómíð. Ábendingar: Einkenni nefstíflu (þrútinnar nefslímhúðar) og nefrennslis af völdum kvefs. Skammtar og lyfjagjöf fyrir fullorðna eldri en 18 ára: 1 úðaskammtur í hvora nös eftir þörfum, að hámarki þrisvar á sólarhring. Að minnsta kosti 6 klukkustundir skulu líða milli tveggja skammta, draga skal úr skömmtum þegar einkenni lagast. Ekki má nota Otrivin Comp lengur en 7 daga þar sem langvarandi notkun xýlómetazólínhýdróklóríðs getur leitt til bólgu í nefslímhúð og aukinnar slímmyndunar. Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingranna. Úðað er með því að þrýsta kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina. Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Ekki má nota lyfið ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, ofnæmi fyrir atrópíni eða svipuðum efnum (t.d. hýoscýamín eða skópólamín), ef þú hefur gengist undir aðgerð í gegnum nefið eða munninn, ef þú ert með nefþurrk vegna slímhúðarbólgu eða ert með gláku. Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú ert: Þunguð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, hjarta- eða æðasjúkdóm, skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, erfiðleika við þvaglát (stækkaðan blöðruhálskirtil), æxli í nýrnahet- tum, ef þú færð oft blóðnasir (t.d. aldraðir), ert með þarmalömun, slímseigjusjúkdóm, þunglyndi og ert á lyfjameðferð við því. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi:Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. Nýtt lyf sem verkar bæði gegn nefstíflu og nefrennsli Andaðu með nefinu Nýtt!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.