Fréttablaðið - 07.05.2013, Blaðsíða 24
Þriðjudagur 7. maí 2013BÍLAR2
FRÉTTABLAÐIÐ
NISSAN LEAF
Finnur Thorlacius reynsluekur
E
inn af fáum bílum
sem framleiddir eru í
heiminum sem geng-
ur eingöngu fyrir raf-
magni er Nissan Leaf.
Hann var söluhæsti
einstaki rafmagns-
bíllinn í heiminum í fyrra. Það
sem loðað hefur við rafmagns-
bíla hingað til er að verðið er svo
hátt að það hefur fælt frá hinn
venjulega bílakaupanda. Þeir
einir hafa fjárfest í slíkum bíl
sem meiri efni hafa og hafa með
því getað keypt sér umhverfis-
væna ímynd. Það gæti verið að
breytast, ekki síst með tilkoma
þessa breytta bíls, Nissan Leaf,
sem bæði hefur lækkað umtals-
vert í verði frá síðustu gerð,
en einnig tekið stórvægilegum
breytingum til batnaðar. Full-
vaxinn rafmagnsbíll fyrir 4,5
milljónir hljómar ekki svo illa
á þeim tímum þegar ekki fást
nú miklir bílar fyrir einmitt
þá upphæð. Rekstur hans verð-
ur síðan mikið tilhlökkunarefni
og tími tugþúsunda króna sem
fljúga úr veskinu á bensínstöðv-
unum er úti.
100 góðar breytingar og aukin
drægni
Hvað hefur helst breyst frá síð-
ustu kynslóð Nissan Leaf? Gerð-
ar voru eitt hundrað breytingar
á bílnum. Hann hefur lést um 32
kíló, skottið hefur stækkað um-
talsvert og drægni bílsins hefur
aukist og er nú 199 kílómetrar,
en var 175. Rými fyrir farþega
hefur einnig aukist, breytt stað-
setning rafhlaðanna hefur aukið
rými og bætt í leiðinni aksturs-
eiginleikana því þær eru nú
mjög neðarlega í gólfi bílsins.
Fjöðrun bílsins hefur verið bætt
og sérstaklega hönnuð fyrir Evr-
ópumarkað í þeim bílum sem
þangað fara. Nýr Nissan Leaf er
nú smíðaður í Sunderland í Bret-
landi fyrir Evrópumarkað, en
bíllinn var áður aðeins smíðað-
ur í Japan og í Bandaríkjunum.
Bílinn má nú hlaða mjög hratt
með 6,6 kW straumi og hann
nær 80% hleðslu á 30 mínútum.
Sætin hafa verið bætt og fleiri
EKKERT BENSÍN –
BARA BROS
Drægnin hefur aukist í 199 kílómetra, bíllinn lést um 32 kíló
og aksturseiginleikarnir batnað
24 RAFHLÖÐUR, 107 HESTÖFL
Eyðsla Engin, einungis rafmagn
Mengun 0 g/km CO2
Hröðun 9,5 sek.
Hámarkshraði 144 km/klst
Verð 4.500.000 kr.
Umboð BL
NISSAN
LEAF
útfærslur á innréttingum bjóð-
ast nú, en áður var einungis í
boði ljós innrétting, en nú fæst
bæði svört og leðurinnrétting.
Bíllinn hefur einnig breyst lít-
illega að utan og klýfur nú loft-
ið betur og er myndarlegri. Allt
eru þetta mjög jákvæðar breyt-
ingar og það skrítna er að samt
lækkar hann umtalsvert í verði.
Hefur slegið í gegn í Noregi
Greinarskrifara bauðst fyrir
skömmu að prófa þennan
breytta Nissan Leaf hjá ná-
grönnum okkar í Noregi, nánar
tiltekið í höfuðstaðnum Ósló.
Það var fyrir tilviljun á sama
tíma og Justin Bieber gerði
allar ungmeyjar þar vitlausar
með þremur tónleikum í röð, en
Póstdreifing | Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | postdreifing.is
Við sjáum um örugga dreifingu á fjölpósti
Við náum til fjöldans
B
ra
n
de
n
bu
rg
Póstdreifing dreifir fjölpósti sex daga vikunnar til heimila
á stærsta markaðssvæði landsins. Mælingar sýna að 60%
landsmanna skoða fjölpóst og er hann því áhrifarík leið
til að koma skilaboðum um vöru eða þjónustu beint inn
á heimilin. Örugglega til þín.
Nánari upplýsingar veitir söludeild í síma 585 8300.
Save the Children á Íslandi
INNRÉTTING
Innréttingin
hefur fengið
jákvæða
yfirhalningu og
hægt að velja um
leðursæti.
EINFÖLD
ÁFYLLING
Auðveldara er að
stinga Leaf í
samband en að
fylla á bensínbíl.
FRÍÐARI
Nissan Leaf er
fjári laglegur bíll
og hefur fríkkað
með nýrri
kynslóð hans.